Heilbrigðismál - 01.09.1977, Side 8

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Side 8
farið, þegar við segjum þeim að við höfum sjálfar gengið í gegnum það sama og þær. Samkvæmt þessu vonumst við til að þeim finnist auðvelt að tala við okkur. Það er svo margt sem þær veigra sér við að ræða við lækna og hjúkrunarfólk. Þær vita hve allir eru önnum kafnir, oft vegna skorts á starfs- fólki, og vilja ekki verða til að íþyngja því. Það er alveg eðlilegt og auk þess hollt að sleppa sér einhvern tíma og gefa tilfinningum sínum lausan tauminn. Enginn þarf að skammast sín fyrir að gráta eða æsa sig upp. Við gerðum það líka, en við getum huggað með því að þetta líður hjá og þegar nokkuð er um liðið gengur lífið sinn vanagang á ný. Oft stendur konan sig vel í öryggi sjúkrahússins, hún setur metnað sinn í að vera „góður og þægur sjúklingur", en fær svo bakslag eftir að heim er komið. Það er von okkar að konurnar leiti til okkar. Við erum einnig reiðubúnar að tala við makana og aðra aðstandendur. Þeir eru, eins og áður var nefnt, oft alveg eins Ellefu iDörn á dag Árlega fæðast rúmlega fjögur þúsund börn hér á landi. Um áttatíu af þessum börnum eru tvíburar og oft er ein þríburafæðing á ári. Aðeins einu sinni það sem af er þessari öld hafa fæðst fjór- burar hér, en það var árið 1957. Það voru tværstúlkurog tveir drengir, en annar þeirra fæddist andvana. Aldur mæðra við barnsburð hefur verið frá 13 ára til 52ja ára. -jr. hræddir og konurnar sjálfar. Það er oft hjálp fyrir þá að tala við ein- hvern sem hefur gengið í gegnum þetta og fá að sjá og heyra að við lifum eðlilegu lífi. Margir halda meira að segja að kynlíf sé úr sögunni eftir að annað eða bæði brjóstin hafa verið tekin. Það er þörf á meiri almennri fræðslu. Við hvetjum konurnar til að tala við lækninn um þessi mál, gjarnan ásamt maka, áður en þær fara heim af sjúkrahúsinu svo þær fari ekki heim fullar efa, óvissu, og með spurningar sem þær hafa ekki fengið svör við. Brátt verða þær eins frískar og áður, þær eru ekki sjúklingar lengur. Aðstoö við útvegun gervibrjósta Við getum veitt aðstoð með því að veita fræðslu um gervibrjóst sem hægt er að nota strax eftir að- gerðina, svo að konan geli orðið eðlileg í útliti í fötum eins fljótt og hægt er. Því þótt við hvetjum til hreinskilni er ekki nauðsynlegt að allur heimurinn fái að vita að tekið hafi verið af konu brjóst. Margar konur eiga í erfiðleikum með að sætta sig við gervibrjóstið til að byrja með og hafa ógeð á því. Þær þurfa tíma til að venjast því og þar kemur bráðabirgðabrjóstið að góðum notum. Gervibrjóst eru mjög góð og úrvalið er alltaf að verða meira og betra. Æskilegt væri að sjúkrahúsin hefðu sýnishorn af hinum ýmsu gerðum gervibrjósta, sem eru á markaðnum, svo sjúklingurinn geti kynnst þeim meðan hún er á sjúkrahúsinu, einkum þegar fleiri en einn aðili verslar með þessa vöru. Sjúkrasamlagið norska greiðir eitt gervibrjóst á ári. Margar konur vita þetta ekki og troða hálsklútum og sokkum I brjóstahaldarann. Þar að auki hafa ýmsar konur lent í erfiðleikum vegna kerfis sjúkra- samlagsins. Margar þeirra verða undrandi þegar þær komast að því að þær verða sjálfar að leggja út fyrir kaupunum. Gervibrjóst eru dýr, þau kosta frá 250 norskum krónurn, upp í 1.300 no. kr. (10 þús. - 50 þús. ísl. kr.). Ekki hafa allar konur næga peninga á sér þegar þær koma og það getur haft í för með sér, að þær kaupa ódýrt brjóst jafnvel þótt dýrari gerð hæfi þeim best. Hér er þörf á frekari fræðslu og við viljum aðstoða við að svo megi verða. Æskilegast væri auð- vitað að konan þyrfti ekki að leggja sjálft út upphæðina, heldur fengi kaupmaðurinn peningana beint frá sjúkrasamlaginu. Við gefum góð ráð viðvíkjandi baðfötum, sólkjólum o.s.frv. Úrvalið af slíku hefur verið og er lélegt — við erum þróunarland hvað þetta snertir. Verra gæti það veriö Það kann að hljóma óraunveru- lega í eyrum konu, sem nýlega hefur verið skorin upp við krabba- meini í brjósti, þegar við segjum: „Þetta hefði getað verið svo miklu verra — fyrst þú á annað borð fékkst krabbamein." Brjóst er jú sá líkamshluti sem maður kemst best af án en við verðum að læra að viðurkenna þennan „nýja“ líkama okkar og gervibrjóstið, treysta á lækninn og vera jákvæðar. Við sem skornar höfum verið upp við brjóstakrabba förum reglulega í eftirlit hjá lækni og við ættum í raun og veru að vera öruggari gagnvart sjúkdómum en kynsystur okkar sem kannski fara aldrei í læknisrannsókn. Ég ætla ekki að draga úr því að brjóstakrabbi er alvarlegur sjúk- dómur, en það eru óteljandi aðrir sjúkdómar, sem miklu erfiðara er að lifa nteð en velheppnuð brjósta- krabbaaðgerð sem framkvæmd hefur verið nógu snemma, en um þessa aðra sjúkdóma er talað eðli- lega og í hcyrenda hljóði. Þessu viðhorfi þarf að breyta og að því keppum við. D 8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL-

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.