Heilbrigðismál - 01.09.1977, Síða 9

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Síða 9
HEILAHIMNUBÓLGA Faraldurinn er nú í rénun Eins og kunnugt er hefur allt frá því í fyrra vetur orðið vart nokkuð aukinnar tíðni heilahimnubólgu hér á landi. Aukningarinnar varð fyrst vart í Vestmannaeyjum og síðan um miðbik Norðurlands en síðast liðinn vetur varð einnig vart aukningar á Suðvesturlandi. Það er athyglisvert að svo virðist sem hér hafi verið um að ræða framhald þróunar sem hófst í Brasilíu síðari hluta árs 1973 en gerði vart við sig í Finnlandi árið eftir. Stóð aukningin þar fram á arið 1975 og einnig varð vart uukningar í fleiri löndum. f þessum löndunt var beitt bólusetningarað- gerðum, sérstaklega í Finnlandi, og gáfu rannsóknir til kynna að þær hefðu borið verulegan árangur. Ekkert var um það sannað hvort tengsl væru milli þessa fyrirbæris í hinum ýmsu löndum en svo virðist sem sams konar geti gerst með fleiri hakteríusjúkdóma, svo sem kóleru °g skarlatssótt. Er því tæpast í þessu tilfelli mögulegt að fullyrða að veikin hafi borist til landsins frá öðrum löndum, enda verður vart nokkurra tilfella af sams konar heilahimnubólgu ár hvert hér á landi. og bakterían ávallt fyrir hendi. Heilahimnubólga er sjúkdómur sem margar bakteríur geta valdið, auk þess sem margs konar vírusar framkalla svipaða sjúkdómsmynd. Bakteríu-heilahimnubólga er hfshættulegur sjúkdómur sé ekki hrugðið við skjótt með réttri nieðferð og á það sérstaklega við Um heilahimnubólgu af völdum mengiskokka. Aðallega eru það Pllr stofnar mengiskokka sem Valda heilahimnubólgu, A, B og C, °g ávallt er reynt að greina, ef ræktun frá tilfellinu tekst á annað borð, hvaða stofn er um að ræða. Þessi rannsókn er hins vegar erfið í framkvæmd og yfirleitt hefur ekki tekist að sundurgreina nema um helming mengiskokka-tilfellanna. Er aukningarinnar varð vart hér á landi veturinn 1975 til 1976 var spurst fyrir um það af heilbrigðisyfirvöldum hvort mögu- legt væri að útvega bóluefni gegn veikinni, en framleiðsla þess er hafin tiltölulega nýlega og því er stutt reynsla af notkun þess. Aðeins hefur tekist að framleiða bóluefni gegn A- og C-stofnum, en ekki TÍÐNI HEILAHIMNUBÓLGU í REYKJAVÍK 39 1971 1972 1973 1974 1975 1976 gegn B-stofni. í Vestmannaeyjum og á Akureyri voru tilfelli þau er tókst að sundurgreina aðallega af A-stofni og var því tekið til við bólusetningu yngstu barna á þess- um svæðum um leið og bóluefnið barst til landsins. Þegar eftir að aðgerðir þessar hófust settust heil- brigðisyfirvöld á rökstóla um hvort ástæða væri til að bólusetja börn á þeint landssvæðum þar sem aukningarinnar hafði ekki orðið vart. Fljótlega kom í ljós að slíkar aðgerðir komu ekki til greina þar sem mjög erfiðlega gekk að útvega bóluefni. í nóvember 1976 varð fyrst vart allverulegrar aukningar á tilfellum af heilahimnubólgu í Reykjavík og nágrenni en við greiningu stofna kom í ljós að eingöngu var um að ræða mengiskokka af B-stofni. Samt sem áður voru gerðar ráð- stafanir til að útvega bóluefni (gegn A- og C-stofnum) sem loks barst til landsins eftir tveggja mánaða bið. Þar sem þá hafði enn ekki orðið vart við nein tilfelli af A- eða C-stofni var ákveðið að bíða átekta með bólusetningu, enda voru skiptar skoðanir um það meðal lækna hvort hún teldist rétt- lætanleg við þessar aðstæður. Mengiskokkar eru bakteríur sem finnast í hálsi og nefkoki hjá hluta fólks (2-8%). Ekki er vitað hvað veldur því að bakt- erían kemst inn í blóðið og veldur sjúkdómum í einstaka tilfellum. Sérstaklega eru yngstu börnin við- kvæm. Einnig getur komið upp faraldur meðal fullorðinna, sér- staklega þar sem þröngt er búið, svo sem í herbúðum og öðrum mjög þröngum húsakynnum þar sem fólki er þjappað saman. I því skyni að kanna hvort aðrir stofnar en B-stofn væru til staðar hjá þeim sem hýstu bakteríuna, var í marsmánuði gerð könnun á SEpTEMBER 1977 9

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.