Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 11

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 11
Aukum samvinnu áhugafélaga um lieilbrigðismál Um leið og þakkað er fyrir með- fylgjandi grein sem borist hefur skal itrekað að blaðið er opið fyrir efni um öll svið heilbrigðismála. Félög áhugamanna á sviði heil- brigðismála hafa lengi verið starf- andi hér á landi og þeim fer sífellt fjölgandi. Verkefni þeirra taka jafnt til heilsuverndar sem sjúkra- hjálpar í læknisfræðilegu og félagslegu tilliti. Flest hafa þessi félög haslað sér frekar þröngan völl þannig að aðeins einn sjúkdómur eða sjúkdómaflokkur kemur í hlut hvers félags. Starfsemi slíkra félaga er sannarlega góðra gjalda verð. Þótt framkvæmd heilbrigðismála sé og eigi að vera í höndum ríkis og sveitarfélaga veitir ekki af auknu liðsinni og er það ekki sagt neinum ‘il hnjóðs. Með starfi sínu létta félögin undir með hinu opinbera, bæði beint með starfslegu framlagi sínu og óbeint með áhrifavaldi. Það er athyglisvert við þessi félög, sem mörg hver hafa starfað í aratugi, að milli þeirra hafa ekki skapast nein tengsl. Þótt öll sinni náskyldum störfum baukar hvert þeirra í sínu horni, án nokkurs innbyrðis sambands. Þetta er stað- reynd sem vel er þess virði að athuguð verði nánar. Samræming aðgerða og ein- beiting krafta að settu marki er lík- 'egri til árangurs en veikburða við- leitni dreifðra hópa, og víðfeðm yfirsýn hlýtur að taka þröngum sjónarmiðum fram. Stór heild má s>n meir en smáar einingar. Mögu- feikar á hagsýni í starfi og betri nýtingu fjármuna vaxa að sama skapi og fleiri einingar tengjast saman. Þessar almennu reglur um hag- ræðingu á verklega sviðinu gilda að sjálfsögðu um starfsemi þeirra félaga sem um er rætt hér. Þau gegna svipaðri köllun og hljóta því að hagnast á innbyrðis samvinnu að vissu marki. Þessu hefur ekki verið nægur gaumur gefinn enn, sennilega flestum félaganna til óþurftar og án efa heildarmark- miðinu til tjóns. Hér skal því síst haldið fram að steypa beri félögunum saman í eitt. Hins vegar er meira en hugsanlegt að einhvers konar samvinna gæti orðið þeim öllum til hagsbóta. Með það í huga ættu félögin nú að taka þetta mál til athugunar og umræðu hvert innan sinna vébanda og stefna síðan til fulltrúafundar þar sem skipst yrði á skoðunum og ályktanir dregnar. Samvinnu þá sem hér er tæpt á má hugsa sér í ýmsum myndum. þótt hér verði aðeins ein nefnd, sem sé sameiginleg útgáfa tímarits. Eins og sakir standa halda sum félögin úti fréttabréfum um áhugamál sín. en önnur hafa ekkert málgagn. Útgáfa fréttabréfanna er að jafnaði stopul, auk þess sem lesendahópur þeirra er mjög takmarkaður. Ef félögin stæðu sameiginlega að einu tímariti ætti að verða hægara um vik að tryggja reglubundna útgáfu þess og ríflega útbreiðslu, málstað hvers einstaks félags til aukins framdráttar. Þetta mikilsverða mál, útgáfa sameiginlegs tímarits, hefur þegar borið á góma og eru nú á döfinni viðræður milli nokkurra félaga um hvernig hægt er að standa að þessu. Samtimis eða síðar mætti svo athuga hvort ávinningur teldist ekki einnig líklegur að samvinnu í öðrum efnum. A Ifreð Gislason 106 ára konur Færri en eitt hundrað Islendingar hafa náð hundrað ára aldri á þessari öld. Af þessum hópi eru karlmenn innan við tuttugu, enda er talið að konur séu langlífari, meðalævi þeirra er 77,5 ár en karla 71,6 ár (ólifuð meðalævi nýfæddra barna). Hæstum aldri náði Helga Brynjólfsdóttir í Hafnarfirði en hún var 106 ára og sex mánaða er hún lést í desember árið 1953. María Andrésdóttir í Stykkishólmi náði 106 ára aldri tveimur mánuðum áður en hún lést í september 1965. Kristján Jóhann Jónsson í Lambanesi í Fljótum í Skaga- firði hefur orðið elstur karla hérlendis á þessari öld. Hann lést í desember árið 1959 og hafði þá lifað í 104 ár og fjórum mánuðum betur. Elst núlifandi íslendinga er Halldóra Bjarnadóttir á Blönduósi og varð hún 104ra ára um miðjan október. Elsti núlifandi karlmaðurinn er 101 árs. Nú eru á lífi átta manns hundrað ára og eldri hér á landi. ■J'r- SEFTEMBER 1977 11

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.