Heilbrigðismál - 01.09.1977, Blaðsíða 15
fræðingar og lífefnafræðingar hafa
stundað mikilvægar rannsóknir
sem beinast að því að finna muninn
a eðli og efnasamsetningu eðlilegra
og illkynja fruma. Ekki er kleift að
gera rannsóknum þessum nokkur
teljandi skil hér en þó má nefna
uppgötvanir á eðli kjarnasýra og
stjórn á efnabúskap fruma, en
þessar rannsóknir hafa reynst
veigamiklar til skilnings á myndun
tllkynja meinsemda. Einnig má
geta þess hér að ónæmisfræði hefur
vaxið ntjög fiskur um hrygg á
síðustu árum og hefur hún veitt
mikilvæga þekkingu, ekki aðeins á
ónæmissjúkdómum heldur einnig
bað eru ekki einungis efni í mat-
v*lum og í andrúmsloftinu sem talið
er að geti valdið krabbameini. í apríl
á þessu ári var bannað í Bandaríkj-
unum að nota efnið „tris“ (2,3 —
dibromopropyl phosphate) en það
var notað til að koma í veg fyrir að
barnanáttföt væru eldfim. Ástæðan
fyrir banninu er sú að í Ijós kom að
efnið er virkur krabbameinsvaldur.
Efni þetta hefur verið notað við
framleiðslu á 120 milljón stykkjum af
•ötum úr acetate, triacetate og
polyester. Ekki er vitað til að fatn-
aður sem fengið hefur slíka meðferð
hafi verið eða sé til sölu í verslunum
hérlendis, þó það sé alls ekki úti-
lokað.
því hvernig líkaminn getur svarað
myndun æxlisvaxtar.
6. Erfðafræði. Þáttur arfgengis í
myndun æxla hefur verið rann-
sakaður frá ýmsum hliðunt. Koma
þar til m.a. fjölskyldurannsóknir,
tvíburarannsóknir og loks má geta
um litningaathuganir til saman-
burðar á eðlilegum og illkynja
frumum.
Þróunarferill
krabbameins.
Hinar ýmsu vísindagreinar sem
minnst er á hér að framan hafa
allar lagt okkur til upplýsingar um
eðli krabbameins og er sú
vitneskja smám saman að fá á sig
heillega mynd. Þekking þessi liefur
komið hægt sökunt þess hve marg-
þætt áhrif eru að verki og þróunar-
tíminn langur. 1 sumurn tilfellum
hefur krabbameinsvaldur upp-
götvast hjá mönnurn vegna þess
hve krabbameinsvakinn var
öflugur. Myndunartími meinsins
var skammur, og afmarkaður
hópur manna varð fyrir áhrifum
hans. Einnig eru dæmi þess að
æxlistegundin, sem umræddur
krabbameinsvaki olli, hafi verið
svo sérkennileg útlits, að vefjagerð
æxlisins hafi dregið að sér athygli
nteinafræðinga og leitt til könn-
unar á hugsanlegum orsökum.
Þannig háttaði til er sjaldgæf
æxlistegund í lifur fannst hjá
starfsmönnum plastiðju nokkurrar
og reyndist krabbameinsvakinn
vera „vinylchlorid".
Önnur dæmi um rnyndun
krabbameins af ytri áhrifum eru
notkun asbestsefna í iðnaði og
notkun lyfsins „stilbesterol“ hjá
þunguðum konurn með yfirvofandi
fósturlát. Stúlkubörn mæðra sem
fengu þetta lyf á meðgöngutím-
anum eiga á hættu að fá sérkenni-
lega tegund af krabbameini í leg-
hálsi. Höfundur þessarar greinar
athugaði hvort æxli af þessari
tegund hafi fundist hérlendis og
komst að því að engin slík hafa
myndast meðal íslenskra kvenna.
Kemur það heim við það að lyfið
hefur ekki verið notað hér í þessum
tilgangi svo vitað sé.
Krabbameinsvekjandi áhrif
geislavirkra efna og geislunar eru
kunn af reynslu manna eftir kjarn-
orkusprengingarnar í Hiroshima og
Nagasaki árið 1945 og einnig af
slysum við notkun geislavirkra efna
í iðnaði.
Faraldsfræðilegar rannsóknir á
krabbameini hafa bent á að tíðni
ýmissa æxlistegunda er mismun-
andi eftir löndum og er breytileg á
mismunandi tímum. Er það
ábending unt, að ýmsir krabba-
meinsvakar séu að verki og í mis-
miklum mæli eftir lifnaðarháttum
okkar og umhverfi. Athyglin
beinist æ meir að ýmsum efnunt í
fæðu og andrúmslofti.
Hvaö getum viö gert?
Þáttur Krabbameinsfélags
íslands í rannsóknastörfum á
krabbameini hefur fram til þessa
einkurn beinst að því að skrá öll
krabbamein hérlendis og að flokka
æxlin sem nákvæmast. Liggja nú
fyrir veigamikil gögn um tíðni
þessa sjúkdóms meðal íslendinga
og má byggja á þeim um hegðun
þessa sjúkdóms hérlendis. Enn-
frentur hefur Krabbameinsfélagið
lagt áherslu á skipulegar hóprann-
sóknir íslenskra kvenna með tilliti
til æxla í kynfærum og nú á seinni
árum á leit að brjóstakrabbameini,
en þessar tegundir æxlisvaxtar eru
hvað tíðastar dánarorsakir af
krabbameini meðal kvenna.
Krabbameinsfélag íslands hefur
gert markvissa könnun á leiðum til
þess að útfæra starfsemina til leitar
að byrjunarstigum krabbameins í
öðrum líffærakerfum en þeim er
leitin hefur náð til fram að þessu.
Myndu slíkar rannsóknir beinast
fyrst og fremst að illkynja mein-
semdum í lungum og maga, jafnt
hjá konum sem körlum.
Þar sem nú er ljóst, af niður-
stöðum rannsókna af því tagi sem
lýst er hér að framan, að ýmsir
SEpTEMBER 1977
15