Heilbrigðismál - 01.09.1977, Side 17
Ónæmisaðgerðir liafnar
gegn ranðum hundum
Rauðir hundar eru einn hinna
fáu smitsjúkdóma sem geta valdið
alvarlegum og ævilöngum örkuml-
um og hafa ekki enn verið heftir
hér á landi. Rauðu hunda faraldrar
hafa gengið yfir landið á 8 — 10 ára
fresti. Þannig voru skráð um það bil
6.000 tilfelli í faraldri 1963 og 1964
og 3.400 tilfelli í faraldri sem gekk
1972 til 1974. Þó rauðir hundar séu
vægur útbrotasjúkdómur geta þeir
valdið skaða hjá fóstrum barnshaf-
andi kvenna sem taka veikina
fyrstu þrjá mánuði meðgöngu-
tímans. Algengustu ágallar sem
hörn þessi fæðast með eru
heyrnarleysi og hjartagallar. Menn
eru sammála um að meiri hluti
þeirra barna sem fæðast eftir að
móðir hefur veikst af rauðum
hundum á fyrri hluta nteðgöngu-
tíma hafi einhvern meðfæddan
hvilla af völdum veikinnar.
Hér á landi hefur verið gerð all-
nákvæm athugun á tiðni fóstur-
skemmda í faraldrinum 1963 — 64,
serstaklega á heyrnarskemmdum.
^ar komist að þeirri niðurstöðu að
40 — 50 börn sem fæddust á þessu
tímabili liafi verið heyrnarlaus.
Árið 1966 tókst fyrst að fram-
leiða bóluefni gegn rauðum hund-
um. Síðan hefur tekist að full-
komna bóluefni þetta og er nú
hólusetning gegn rauðum liundum
orðin algeng meðal nágrannaþjóð-
unna t. d. í Bandaríkjunum, Bret-
hindi, Finnlandi og Svíþjóð. I
nndirbúningi er að hefja bólu-
s<-'tningu gegn rauðum hundum í
Noregi og Danmörku.
Eins og áður segir geta rauðir
hundar valdið fósturskemmdum
hjá mæðrum, sem taka veikina í
hyrjun meðgöngutíma. Sýking
veitir ævilangt ónæmi.
Bólusetningaraðgerðir hafa því
beinst að því. að sem flestar konur
á barneignaraldri verði ónæmar
gegn veikinni. Þar sem bóluefnið er
„lifandi" (veiklaður vírus en ekki
deyddur) er talið best að bólusetja
stúlkur á aldrinum 11 — 12 ára.
Talið er vafasamt að gefa konum á
barneignaraldri bólusetningu. þar
sem ekki er talið útilokað að bólu-
efnisvirusinn geti valdið fóstur-
skemmdum. þó hins vegar hafi
aldrei tekisl að sýna fram á það.
Auk stúlkna hefur verið talið óhætt
að bólusetja konur að nýaflokinni
fæðingu, þar sem mjög ólíklegt er
talið að þær geti orðið barnshaf-
andi næstu mánuði á eftir.
f árslok 1975 hófust reglu-
bundnar mælingar á rubellamót-
efnum hjá konum er mættu til
skoðunar á mæðradeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar. Þessar mæl-
ingar eru nú einnig framkvæmdar
víða annars staðar þar sem
mæðraskoðun fer fram. Þessi at-
hugun gaf vitneskju uni hve stór
hluti verðandi mæðra hafði ekki
tekið rauðu hunda og er niður-
staðan sú að um það bil 20% eru
næmar fyrir veikinni. Á síðast
liðnum vetri hófst síðan bólu-
setning þeirra kvenna sem
reyndust næmar og er hún frarn-
kvæmd á fæðingardeildum á
fimmta til sjötta degi eftir fæðingu.
Síðast liðinn vetur var ákveðið
að kanna hve stór hluti 12 ára
stúlkna væru memar gegn veik-
inni og kom i ljós að það var um
nelmingur. Voru þær síðan bólu-
settar. Einnig voru stúlkur í hópi 13
ára bólusettar. Verður framvegis
haldið áfram á sömu braut og 12
ára stúlkur í skólurn borgarinnar
bólusettar gegn veikinni.
Nú kann sú spurning að vakna
hvað verði um allar þær konur sem
eru á barneignaraldri og hafa feng-
ið staðfest að þær hafi ekki fengið
rauða hunda. Margar þeirra óska
eindregið eftir að fá bólusetningu.
en til þess að slíkt sé niögulegt þarf
að vera hægt að treysta á að konan
verði ekki ófrísk næstu 3—5 mán-
uðina á eftir.
Komið hefur í ljós að bólu-
setning þessara tveggja hópa
fækkar ekki verulega fæðingar-
göllum af völdum rauðra hunda
fyrr en þær hafa staðið í 10 lil 15 ár.
Er því stefnt að því að hér verði sem
fyrst tekin upp bólusetning allra
barna gegn sjúkdómnum til að
koma í veg fyrir faraldur.
Með þessum aðgerðum verður
eftir allmörg ár vonandi búið að
útrýma þeim alvarlegu afleiðing-
um sem rauðir hundar geta haft á
einstaklinginn á þroskaskeiði hans.
Liklegt má telja að meiri hluti til-
fella af meðfæddu heyrnarleysi
stafi af þessum vágesti. og má sjá
hvílikur sparnaður yrði af því fyrir
þjóðfélagið ef heyrnleysingjum
fækkaði til muna. fyrir utan hinn
ómetanlega ávinningsem felst í því
ef færri einstaklingar þurfa að lifa
ævilangt í heimi þagnarinnar.
S.GJ.
Reynt að koma i veg fyrir
hina alvarlegu fósturskaða
SEPTEMBER 1977
17