Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 27

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 27
Þvagfærasýkingar í t>örmim Það er kunnara en frá þurfi að segja að alls konar sýkingar eru al- gengar á barnsaldri og kemst vart nokkur hjá sýkingum í ein- hverri mynd, enda þótt hitt sé al- þekkt að næmi fyrir umgangspest- um sé mjög svo einstaklingsbundið. Einkenni fara eftir þvi í hvaða líf- færum sýkingin hefur tekið sér bólfestu í það og það skiptið, en hafi hún dreift sér vítt um líkam- ann, eins og t. d. í blóðeitrun eða blóðígerð, blandast einkenni frá hinum ýmsu líffærum saman og sjúkdómsmyndin verður fjöl- breytilegri. Næst algengasta sýking hjá börnum Þvagfærasýkingar eru algengar hjá börnum og ganga næst önd- unarfærasýkingum hvað tíðni snertir, en þriðja í röðinni kemur líklega iðrakvef eða magakveisa. Það leynir sér ekki þegar önd- unarfærasýking er á ferðinni með hósta, nefrennsli og nefstíflu, greftri í augum o. s. frv., eða iðra- kvef með miklum niðurgangi og uppköstum, hvoru tveggja oftast iteð einhverjum hita. Hins vegar getur þvagsýking leynt á sér og gefið lítil eða engin einkenni. Verður því að vera vel á varðbergi hvað þetta snertir, því annars er Grein eftir Víking H. A rnórsson prófessor ogyfirlœkni Barna- spítala Hringsins hætt við, að sýkingin fái búið um sig til langframa. Þvagsýkingar geta komið fyrir á öllum aldri og ekki síður hjá þeim nýfæddu en hinum eldri. Það er ekki ýkja langt síðan kom á daginn að hjá bömum á fyrstu mánuðum eru þvagsýkingar mun algengari en fram að því hafði verið talið. Stúlkum er um það bil fjórum sinnum hættara við þvagsýkingu en drengjum. Stafar þetta af þvi, að þvagrás stúlknanna er víðari og styttri en hjá drengjum og skapar það auðveldari leið fyrir bakteríur að komast upp í þvagfærin. Hjá nýfæddum börnum er þó tíðni eftir kynjum svipuð. Til að gefa nokkra hugmynd um tíðni þvagsýkinga almennt má benda á, að um það bil 5% allra stúlkna fá þvagsýkingu einhvern- tíma áður en þær komast á full- orðinsár. Bakteríur valda sýkingu Bakteríur eru langoftast orsökin að sýkingu í þvagfærum og er þá einna helst um saurbakteríu að ræða. Svo að samanburði sé haldið áfram er ástæða til að minna á að veirur eru i flestum tilvikum orsök sýkinga í öndunar- og meltingar- færum. Það er verulegur munur á veirum og bakteríum, m. a. fer meðferðin eftir því um hvora teg- undina er að ræða. Sýklalyf eru gefin við bakteríum, en þau verka ekki á veiru. Þess vegna er til- gangslítið að gefa sýklalyf við venjulegum kvefpestum. Saurbakteríurnar berast neðan frá í gegnum þvagrásina, upp í blöðru og valda þar bólgu. Sé þá ekki gripið í taumana og gefið lyf til að vinna á sýkingunni getur hún færst upp eftir þvagleiðurum, allt upp í nýrnaskjóðu og þar með inn í nýrun. Þegar svo er komið er veruleg hætta á ferðum. Nýrun eru þýðingarmikil líffæri, líkaminn fær ekki þrifist eða lifað án starfsemi þeirra. Þvagsýking, sem lítið eða ekkert er sinnt og fær að malla í friði, getur dregið úr starfsgetu nýrnanna, valdið langvarandi veikindum og dauða fyrir aldur fram. í mörgum slíkum tilvikum eiga þvagsýkingar upptök sín í bernsku og mikilvægt að þá strax sé eitthvað aðhafst til lækninga, svo Þegar þvagsýni er tekið verður að gera það á mjög samviskusamtegan hátt. Um það er meðal annars rætt í þessari grein. SEPTEMBER 1977 27

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.