Heilbrigðismál - 01.09.1977, Síða 29
heilsufarssögu sinnar, sem auka-
atriði til viðbótar öllu hinu, að
blöðrubólga hafi fylgt sér allt frá
barnæsku en þetta sé nú svo mein-
laus kvilli að ekkert hafi verið um
hann skeytt nema með höppum og
glöppum og þá venjulega án
nokkurrar nánari rannsóknar.
Þvagsýkingar haga sér mjög
mismunandi, sjúklingarnir ýmist
mikið eða lítið lasnir, en eftir-
tektarvert er að hjá allmörgum,
bæði börnum og fullorðnum, er
ekkert óeðlilegt að merkja og við-
komandi kenna sér einskis meins
þó bakteríur séu í þvaginu. Ung-
börn hafa allmikla sérstöðu, ein-
kenni oft mjög óljós og almenns
eðlis, eru ef til vill mest fólgin í
óróleika og vansæld. ælum, upp-
köstum og jafnvel niðurgangi, lág-
um eða engum hita, lystarleysi og
þau þyngjast lítið eða ekkert —
einkenni sem litla athygli vekja hjá
aðstandendum og þykja síður en
svo benda til sjúkdóms í þvag-
færum. Hin eldri, sem farin eru að
geta tjáð sig kvarta oft um sviða við
þvaglát, hafa bráða og tíða þvag-
látaþörf og sum börn, sem um
skemmri eða lengri tíma hafa verið
komin upp á lag með að halda sér
þurrum, fara allt í einu að bleyta sig
aftur. Ekki ósjaldan fylgir verkur
eða óþægindi fyrir ofan lífbeinið.
Þessi einkenni gefa til kynna að
sýkingin sé aðallega bundin við
þvagblöðruna, en þó síður en svo
útilokað að alvarleg nýrnaskemmd
liggi þar að baki. Að jafnaði koma
þó heiftugri einkenni, þegar sýk-
ingin berst til nýrnanna — sjúkl-
ingurinn fær þá háan hita, skjálfta
eða kölduflog, verki í mjóhrygg,
uppköst og yfirleitt veikindalegt
útlit.
Skoöun og ræktun
Það er nauðsynlegt að skoða
þvag hjá barni, sem grunað er um
þvagsýkingu. Við allar bakteríu-
sýkingar myndast einhver gröftur,
sem er þó mismunandi mikill eftir
tegund baktería og staðsetningu
þeirra í líkamanum. Gröfturinn
samanstendur að mestu af hvítum
blóðkornum, sem líkaminn fram-
leiðir í auknum mæli til að ráðast á
óvininn, bakteríurnar. Sjáist
gröftur eða hvit blóðkorn við smá-
sjárskoðun gefur það til kynna að
bakteríur séu í þvaginu, jafnvel
þótt ekki sé hægt að koma auga á
þær undir smásjánni. í öðru lagi er
svo reynt að rækta bakteríur úr
þvaginu. Bakteríurnar eru þá látn-
ar vaxa á sérstöku æti og tekur það
1—2 sólarhringa. Bráðabirgða
ræktun, sem sker úr um hvort
nokkrar bakteríur séu yfir höfuð í
þvaginu, er nú hægt að gera með
mjög handhægum aðferðum hvar
sem er á landinu. Til að ákvarða
endanlega um bakteríutegund og
næmi hennar fyrir lyfjum þarf að
Þau una sér vel litlu börnin á Barna-
spítala Hringsins.
Mynd: Gunnar V. Andrésson.
SEPTEMBER 1977
29