Heilbrigðismál - 01.03.1999, Blaðsíða 4
Tómas Jd
Innlent
Til vemdar
lofthjúpnum
Mikið hefur dregið úr
innflutningi ósoneyðandi
efna á síðustu árum.
Hann var innan við 10
tonn árið 1997 (miðað við
svonefnd OPD-tonn sem
mæla eyðingarmáttinn)
en hafði verið meira en
300 tonn tíu árum áður,
samkvæmt upplýsingum
frá Hollustuvernd ríkis-
ins.
Nú er eingöngu heim-
ilaður innflutningur á
vetnisklórflúorkolefni, en
það er notað sem kæli-
miðill og til að þenja út
frauðplast.
Ársumferðin
á einum degi
Umferðin á vegum
landsins hefur tekið ótrú-
legum breytingum á
þessari öld. í blaðinu
Lögréttu í maí 1912 er
sagt frá því að 1649 veg-
farendur hafi farið yfir
Holtavörðuheiði árið
1911, samkvæmt talningu
bóndans í Fornahvammi,
fæstir í janúar (20) en
flestir í september (390).
Um svipað leyti fóru
12660 vegfarendur
yfir Hellisheiði á
einu ári.
Nú fara um 240 þús-
und bílar yfir Holta-
vörðuheiði á ári og um
1330 þúsund yfir Hellis-
heiði. Ef gert er ráð fyrir
fjórum í hverjum bíl má
áætla að ársumferðin í
byrjun aldarinnar sam-
svari tæplega eins dags
umferð nú.
Árið 1911 voru örfáir
bílar hér á landi, nú eru
þeir um 150 þúsund.
Yngstu kynslóðimar era
hlutfallslega stórar hér á
landi, í samanburði við
önnur lönd, vegna hárr-
ar fæðingartíðni.
Svipaður
fjöldi fæðinga
Á síðasta ári voru 4142
fæðingar hér á landi,
samkvæmt upplýsingum
úr Fæðingaskránni á
Kvennadeild Landspítal-
ans. Fæðingum fjölgaði á
nokkrum stöðum, meðal
annars á Akureyri og
Akranesi, en fækkaði
annars staðar. í heild
voru tölurnar svipaðar
og árin á undan, að sögn
Reynis Tómasar Geirs-
sonar prófessors.
Fæðingartíðni er ennþá
hærri hér á landi en í
flestum löndum Evrópu.
Betri lyst
í hreinu lofti
Það þótti tíðindum
sæta að fyrir páska var
opnaður á Akureyri
reyklaus veitingastaður,
Græni hatturinn, en á
sama stað hafði verið
rekið reyklaust kaffihús í
tæpt ár, Bláa kannan.
Eigendumir sögðust
sannfærðir um að hægt
yrði að reka reyklausa
veitingastaði og að það
væri á allan hátt betra,
bæði fyrir gesti og starfs-
fólk, betra loft og minni
þrif.
í þessu sambandi má
rifja upp að í maímánuði
1998 var hætt að leyfa
reykingar á veitinga-
stöðum McDonalds í
Reykjavík. Að sögn Pét-
urs Þ. Péturssonar þjón-
ustu- og markaðsstjóra
Lystar hf., sem rekur
þessa staði, hefur reynsl-
an verið mjög góð, mun
fleiri hafa lýst ánægju
með þessa breytingu
heldur en óánægju og
ekki síst hefur bamafólk
fagnað reykleysinu. Pétur
segir að þriðji veitinga-
staður McDonalds í
Reykjavík verði opnaður
í haust og sé stefnt að
því að hann verði einnig
reyklaus, enda eigi það
vel við þegar mikil
áhersla er lögð á gæði og
hreinlæti á öllum
sviðum.
Það heilaga
enn vinsælt
Árið 1997 gekk 1481
par í hjónaband og er
það heldur meiri fjöldi
en árin á undan en lægra
hlutfall af íbúafjölda en
fyrir nokkrum áratugum.
Þetta kemur fram í
Landshögum. Meðalald-
ur áður ókvæntra brúð-
guma var um 32 ár en
áður ógiftra brúða
30 ár.
Lögskilnaðir voru 514
þetta ár og hefur skilnað-
artíðni lítið breyst síð-
ustu tuttugu árin.
Hver á upplýsingarnar?
í umræðum síðustu mánuði hefur
oft verið spurt hver ætti þær upp-
lýsingar sem skráðar eru í sjúkra-
skrár. Eru það sjúklingamir, læknar
eða heilbrigðisstofnanir?
Dögg Pálsdóttir lögfræðingur seg-
ir í viðtali við Læknablaðið að við
endurskoðun læknalaganna árið
1988 hafi verið bætt inn ákvæði um
að sjúklingar ættu rétt á aðgangi að
sjúkraskrám um sjálfa sig. Þá var
jafnframt kveðið á um að heil-
brigðisstofnun ætti sjúkraskrárnar
eða sá læknir sem færði skrána á
sinni starfsstöð.
Þegar Alþingi fjallaði um frum-
varp til laga um réttindi sjúklinga
ákvað heilbrigðisnefnd þingsins að
breyta þessu þannig að stofnanimar
og læknamir væru eingöngu vörslu-
aðilar skránna. Á þingfundi 17. maí
1997 sagði formaður nefndarinnar,
Ossur Skarphéðinsson: „Tel ég með
öðrum orðum að það sé siðferðilega
ekki hægt að segja að sjúkraskrá
sem felur í sér sjúkrasögu einstakl-
ings sé eign einhvers annars en við-
komandi sjúklings."
Páll Þórhallsson lögfræðingur seg-
ir í grein í Morgunblaðinu að með
hliðsjón af þessu sé erfitt að hugsa
sér að aðrir en einstaklingurinn
sjálfur ráðstafi þessum upplýsing-
um.
4 HEILBRIGÐISMÁL 1/1999