Heilbrigðismál - 01.03.1999, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.03.1999, Blaðsíða 13
Um hvað er kosið? Stefna stjómmálaflokkanna í heilbngðismálum Fá mál hafa verið meira til um- ræðu undanfarin ár en heilbrigðis- málin. Deilt hefur verið um nið- urskurð, forgangsröðun, lokun deilda, biðlista, kostnað sjúklinga, sameiningu sjúkrahúsa og lækna- skort á landsbyggðinni, svo að nokkur dæmi séu nefnd - að ekki sé nú minnst á gagnagrunninn. Það hefði því mátt ætla að þessi mála- flokkur yrði áberandi í kosninga- baráttunni fyrir Alþingiskosning- arnar 8. maí. En svo var ekki, frem- ur en áður. Á næstu síðum eru birtir hlutar úr stefnuskrám fimm stjómmála- flokka af sex sem bjóða fram í öll- um átta kjördæmunum. Til að auð- velda samanburð er efnið flokkað eftir helstu málefnum. Nauðsynlegt var að víkja til orðum á stöku stað til að fella að því knappa formi sem hér er notað, en þess gætt að merk- ing raskaðist ekki. Sjötti stjórnmálaflokkurinn, Húmanistaflokkurinn, hefur stutta en skýra stefnu í heibrigðismálum: „í stefnu Húmanistaflokksins er góð heilbrigðisþjónusta eitt af helstu forgangsmálum ríkisvalds- ins. Heilbrigðisþjónustan á að vera öllum að kostnaðarlausu og að- gengileg fyrir alla, hvar sem er á landinu. Tannlækningar eru hluti af heilbrigðisþjónustunni og eiga því að vera ókeypis eins og annað. Gert verði átak til þess að afnema bið- lista í heilbrigðiskerfinu. Komu- gjöld verði afnumin þar sem þau samrýmast ekki kröfu Húmanista- flokksins um ókeypis heilbrigðis- þjónustu. Nýsett lög um miðlægan gagnagrunn samrýmast ekki grundvallar mannréttindum sem snerta persónuvernd. Ekki má nota slíkar upplýsingar um einstaklinga nema með skriflegu leyfi viðkom- andi eftir að hann hefur verið vel upplýstur um hvað það felur í sér og til hvers upplýsingarnar verði notaðar." Eftirfarandi gögn eru einkum lögð til grundvallar þeirri saman- tekt sem hér fer á eftir: B: Ályktun flokksþings Framsókn- armanna 20.-22. nóvember 1998. D: Ályktun landsfundar Sjálfstæð- isflokksins 11.-14. mars 1999. F: Upplýsingar frá skrifstofu Frjáls- lynda flokksins í mars 1999. H: Upplýsingar frá skrifstofu Húm- anistaflokksins í mars 1999. S: Verkefnaskrá og stefnuyfirlýsing Samfylkingarinnar, kynntar á Net- inu i apríl 1999. U: Stefnuskrá Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs kynnt á Net- inu í apríl 1999. Erfitt er að átta sig á því hvað skilur stjórnmálaflokkana helst að í þessum málaflokki. Flestir eða allir vilja tryggja góða þjónustu og jafn- an aðgang þegnanna. Framsóknar- flokkurinn vill markaðssetja ís- lenska heilbrigðisþjónustu erlendis. Sjálfstæðisflokkurinn vill breytt rekstrarform til að auk samkeppni. Frjálslyndi flokkurinn telur löngu tímabært að neikvæðri vörn verði snúið í jákvæða sókn á öllum svið- um íslenskra heilbrigðismála. Húmanistaflokkurinn vill að heil- brigðsþjónustan verði öllum að kostnaðarlaúsu. Samfylkingin ætlar að tryggja nægt fjármagn til heil- brigðisþjónustunnar. Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð vill efla og styrkja heilbrigðiskerfið. Fróðlegt verður að sjá hve mikið af þeim áhersluatriðum sem hér eru nefnd rata inn í stjómarsátt- mála næstu ríkisstjórnar. #• HEILBRIGÐISMÁL 1/1999 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.