Heilbrigðismál - 01.03.1999, Blaðsíða 26
Fimmtíu ár frá stofnun fyrsta
krabbameinsfélagsins hér á landi
Elsta krabbameinsfélagið hér á
landi, Krabbameinsfélag Reykjavík-
ur, var stofnað 8. mars 1949 og er
því 50 ára á þessu ári. Félagið var
stofnað að frumkvæði Læknafélags
Upphaf fundargerðar stofnfundar
Krabbameinsfélags Reykjavíkur
fyrir hálfri öld.
Reykjavíkur. Tilgangur félagsins
var „að styðja í hvívetna baráttuna
gegn krabbameini," eins og sagði í
fyrstu lögunum og er það ákvæði
óbreytt í gildandi lögum. Það kem-
ur fram í fundargerð stofnfundar-
ins að fyrst hafi verið „talað um að
stofna eitt félag fyrir allt landið en
horfið var frá því ráði og verður
reynt að stofna sérstök félög víðs
vegar um landið, sem síðan geta
myndað með sér samband, Krabba-
meinsfélag íslands." Það gerðist
tveim árum síðar.
Haldið var hátíðlega upp á af-
mælið á afmælisdaginn. Meðal
gesta var Ólafur Bjarnason prófess-
or en hann er nú einn á lífi þeirra
sem áttu mestan þátt í stofnun
Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Hann var lengi í stjórn félagsins og
Heiðursfélagar Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur. Aftari röð, frá
vinstri: Páll Gíslason, Baldvin
Tryggvason, Jón Þorgeir Hall-
grímsson og Þorvarður Örnólfs-
son. Fremri röð: Tómas Árni Jónas-
son, Halldóra Thoroddsen og ÓI-
afur Bjarnason. Á myndina vantar
Gunnlaug Snædal.
er heiðursfélagi. Ýmis skemmtiat-
riði voru í boði og félagið fékk
margar góðar gjafir, kveðjur og
drápur í tilefni dagsins.
Á þessum tímamótum voru
kjörnir tveir nýir heiðursfélagar,
þeir Jón Þorgeir Hallgrímsson, sem
var formaður Krabbameinsfélags
Reykjavíkur frá 1988 til 1992 og Þor-
varður Örnólfsson, framkvæmda-
stjóri félagsins á árunum 1975-1997.
Heiðursfélagar eru fimmtán talsins,
þar af eru níu á lífi.
Afmælisársins verður minnst
með margvíslegum hætti en fyrst
og fremst vill félagið koma að mál-
um sem tengjast krabbameinssjúkl-
ingum og fjölskyldum þeirra. Fé-
lagið ætlar að leggja sitt af mörkum
við að koma á fót faglega stýrðum
stuðningshópum fyrir krabba-
meinssjúklinga og aðstandendur.
Einnig verður gefinn út bæklingur-
inn „Mamma, pabbi hvað er að?"
en hann fjallar um þau áhrif sem
börn verða fyrir þegar foreldrar
þeirra veikjast alvarlega. í fram-
haldi af útgáfu bæklingsins mun fé-
lagið standa fyrir námstefnu fyrir
Svipmynd frá hátíðarfundinum.
26 HEILBRIGÐISMÁL 1/1999