Heilbrigðismál - 01.03.1999, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1999, Blaðsíða 5
Tómas Jónasson Lengra líf í tilefni af ári aldraðra má benda á það að lífinu er langt frá því að vera lokið þó komið sé fram á efri ár. Nýjustu tölur sýna að 65 ára karlar geta vænst þess að lifa að meðaltali í 16,2 ár til viðbótar og konur í 19,5 ár. Hjá körlum hefur æv- in á þessum aldri lengst um 1,3 ár síðan um miðja öldina og um 3 ár hjá konum. Ef farið er lengra aftur í tímann er breyt- ingin að sjálfsögðu enn meiri. Reykinga- takmarkanir í vinnunni Um miðjan júnímánuð taka gildi nýjar reglur um tóbaksvarnir á vinnu- stöðum. Þær hafa það markmið „að tryggja að starfsmenn sem ekki reykja verði ekki fyrir skaða og óþægindum af völdum tóbaksreyks á vinnustað sínum og jafn- framt að veita fólki sem kemur á vinnustað vegna viðskipta eða þjónustu slíka vernd," eins og seg- ir í reglunum. Eldri regl- ur voru síðan 1985 og þóttu góðar á sínum tíma, en kröfur til Nú á að fara að rann- saka betur alvarlegustu slysin í umferðinni, í þeim tilgangi að bæta umferðaröryggi. ómengaðs andrúmslofts hafa aukist til muna. Reykingar verða nú með öllu óheimilar í dag- vistum barna, leikskól- um, grunnskólum, fram- haldsskólum, sérskólum, á heilsugæslustöðvum og læknastofum. Þá verða reykingar bannaðar nema í sérstökum tilvikum á sjúkrahúsum og á hjúkr- unar- og dvalarheimilum. í vinnurými eru reyking- ar óheimilar (nema með sérstöku samkomulagi), einnig í kaffi- og matstof- um, í bifreiðum fyrir- tækja og stofnana og á fundum á vinnustöðum. Nú virðist vera fokið í flest skjól fyrir reykinga- menn, nema ef vera skyldi úti undir berum himni. Alvarleg slys rannsökuð sérstaklega Öll banaslys í umferð- inni árið 1999 verða rann- sókuð sérstaklega, sam- kvæmt ákvörðun Rann- sóknarnefndar umferðar- slysa. í upplýsingum frá nefndinni kemur fram að athugað verður hvað gerðist í slysinu, rétt fyrir það, við og eftir það og rannsakaðir þeir þættir er leiddu til slyssins, þættir sem tengjast veg- farendum, ökutækjum eða vegi og umhverfi hans. Nefndin hefur það hlutverk að rannsaka umferðarslys til að koma í veg fyrir að sams konar slys verði aftur og til að gera tillögur til úrbóta til að stuðla að því að auka umferðaröryggi. Sambærilegar rann- sóknamefndir hafa starfað í Finnlandi síðan 1968, í Svíþjóð síðan 1991 og í Danmörku síðan 1996. Margar nýjar vefsíður Samtök og stofnanir sem tengjast heilbrigðis- málum á einn eða annan hátt hafa í vaxandi mæli tekið Netið í þjónustu sína. Hér eru nokkur dæmi um áhugaverðar vefsíður á Veraldar- vefnum: AA-samtökin: aa.is Barnaheill: barnaheill.is Félag heymarlausra: deaf.is Félag ísl. heimilislækna: heimilislaeknar.is Félag ísl. hjúkrunarfræðinga: hjukrun.is Geislavamir ríkisins: gr.is Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: stjr.is/htr Heilbrigðisstofnunin ísafjarðarbæ: fsi.is Heilsugæslan í Reykjavík: hr.is Hjartavemd: hjarta.is Hollustuvemd ríkisins: hollver.is Krabbameinsfélag íslands: krabb.is Landlæknisembættið: landlaeknir. is Landspítalinn: rsp.is Lyfjaeftirlit ríkisins: ler.is Læknafélag íslands: icemed.is Náttúrulækningafélag íslands: heilsuvernd.is Rauði kross íslands: redcross.is Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga: sibs.is Sjálfsbjörg: sjalfsbjorg.is Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna: skb.is Tóbaksvamanefnd: rcyklaus.is Tryggingastofnun ríkisins: tr.is Öryrkjabandalag íslands: obi.is Á sumum af þessum síðum er vísað á fleiri slóðir (t.d. hjá SÍBS og Öryrkjabandalaginu). Þá má geta þess að búið er að úthluta mörgum öðrum vefföngum sem eru enn í vinnslu, auk þess sem mörg fyrirtæki á þessu sviði eru með sérstakar vefsíður. HEILBRIGÐISMÁL 1/1999 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.