Heilbrigðismál - 01.03.1999, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.03.1999, Blaðsíða 34
Tómas J i Mikilvægt er að veita líkn og lina þjáningar þegar lækning kemur ekki lengur að gagni Rætt við Valgerði Sigurðardóttur yfirlækni Líknardeildarinnar í Kópavogi um deildina og hugmyndir um líknandi meðferð Fyrstu sjúklingarnir komu á Líknardeildina í Kópa- vogi föstudaginn 23. apríl, en viku áður hafði hún ver- ið vígð. Fram á haustið geta fimm sjúklingar dvalið á deildinni í einu en í haust verður rúmunum fjölgað í tíu, þar af eru sex á eins manns herbergjum. Auk legu- deildarinnar eru áform um göngudeild og dagdeild en óljóst er hvenær af því getur orðið. „Aðdragandi að stofnun Líknardeildarinnar er lang- ur," segir Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir, „en áhugi og eidmóður Oddfellowreglunnar var ótvírætt vendipunktur í þessari baráttu. í tilefni af 100 ára af- mæli reglunnar færði hún ríkissjóði 33 milljónir króna að gjöf svo koma mætti upp húsnæði fyrir deildina, innrétta það og búa húsgögnum. Þá þegar var mikill áhugi innan Ríkisspítala og Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra skipaði vinnuhóp til að undirbúa opn- un slíkrar deildar. Kallaðir voru til starfsmenn Heima- hlynningar og fólk frá báðum sjúkarhúsunum í Reykja- vík og fleirum, rætt var um þörfina, hversu stór deildin ætti að vera og hvernig ætti að skipuleggja hana. Val- gerður segir að Vigdís Magnúsdóttir fyrrverandi for- stjóri hafi sýnt málinu mikinn áhuga. „Kjarkur hennar að fara ótroðnar slóðir í annars íhaldssömu heilbrigðis- kerfi hefur verið aðdáunarverður." Þá segir hún að Þorbjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hafi stýrt undirbúningi og skipulagningu deildarinnar af stakri prýði. Oddfellowar komu aftur að málinu þegar Líknardeildin var vígð og gáfu nær öll hjálpartæki sem þarf á deildina. Valgerður er sérfræðingur í krabbameinslækningum og varði doktorsritgerð um líknandi meðferð. Hún hef- ur um árabil starfað í norrænum samtökum um líkn- andi meðferð, en þau héldu ráðstefnu hér á landi fyrir tveim árum. Að sögn Valgerðar er vaxandi áhugi á líknandi meðferð á Norðurlöndum sem annars staðar. Sumum finnst að í kjölfar tækniþróunar í lækinsfræði hafi manneskjunni sjálfri ekki verið sinnt nægilega og sérstaklega ekki þeim sem ekki er lengur hægt að lækna. „Hugmyndafræðin er kennd við Hospice, sem er hreyfing sem á rætur að rekja til klaustranna þar sem oft var aðstaða til að taka við ferðalöngum og sjúku Valgerður er mjög ánægð með það hvernig til hefur tekist við innréttingu Líknardeildarinnar. „Alúðin við verkefnið og næmni fyrir áhrifum umhverfis á Iíðan sjúklinganna leynir sér ekki." fólki sem veitt var umönnun þar til það dó. Litið er á dauðann sem eðlilegan hluta af lífinu og að dauðinn sé ekki sjúkdómur. Það er sjálfsagt að sinna fólki á þessu tímaskeiði eins og öðrum. Þetta fólk hefur þörf fyrir sérstaka umönnun, sem miðast fyrst og fremst við að lina líkamlega og andlega þjáningu eins og verki, kvíða og depurð," segir Valgerður. „Það sem er sérstakt við þessa hugmynd er að með- ferðin nær á vissan hátt einnig til fjölskyldu sjúklings- ins. Það þykir sjálfsagt að sinna aðstandendum og fylgja þeim eftir við andlát ástvinar. Þetta er töluvert öðruvísi en í heilbrigðiskerfinu þar sem þjónustan mið- ast fyrst og fremst við sjúklinginn sjálfan. Einnig er lögð mikil áhersla á samvinnu margra starfsstétta. Að auki fær starfsfólkið sérstakan stuðning því þetta er erfið og þung vinna, þar sem starfsmenn verða að gefa mikið af sér," segir Valgerður. „Það er ekki verið að lækna sjúkdóminn heldur líkna og lina þjáningar og nýta alla tiltæka læknisfræðilega og hjúkrunarfæðilega þekkingu til að takast á við þau einkenni sem einstaklingurinn hefur, hvort sem þau eru andleg, félagsleg eða af líkamlegum toga," segir Valgerður. „Þessi meðferð á einkum við krabbameins- sjúklinga á lokastigi sjúkdóms en í raun gildir þetta um alla sjúkdóma." Hún minnir á að í meira en áratug hefur Heima- hlynning Krabbameinsfélagsins sinnt sjúklingum á höfuðborgarsvæðinu og einnig hjúkrunarþjónustan Karítas síðustu sex ár. Valgerður segir að ætlunin sé að Líknardeildin þjóni aðallega stóru sjúkrahúsunum en ætti einnig að styrkja heimaþjónustuna jafnframt því að vera móðurstöð líknandi meðferðar á landinu. „Tek- ið verður við sjúklingum sem eru með mikil einkenni og krefjast sérhæfðrar líknandi meðferðar en þetta verður ekki langlegudeild," segir hún. -F- 34 HEILBRIGÐISMÁL 1/1999

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.