Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Blaðsíða 5
leika og eykst stöðugt. Skömm sé þeim, sem að því hafa stuðlað. Skattar og vextir Það er mjög brýnt, að núverandi ríkisstjórn víki. Hún getur hvorki lifað né dáið. Þau öfl, sem sterk- ust eru innan hennar, munu aldrei geta sameinast um verk- efni, sem endurreist geta íslenskt atvinnulíf, trú þjóðarinnar á sjálfa sig né vakið bjartsýni um betri tíð. Öll hennar verk eru dæmt til að mistakast og tíminn mun leiða í ljós enn og aftur, að helmingaskiptastjórnir Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks kalla fram flest önugustu stjórnmála- viðbrögð og ákvarðanir, sem dæmi eru um. Nú eru engin ráð betri en þau, að koma þessari stjórn frá og hefja nýtt framfaratímabil. Fyrstu verkefni nýrrar ríkis- stjórnar hljóta að verða: 1. Koma í veg fyrir skattsvik- in. Tryggja réttmæt skil á sölu og tekjusköttum. Taka harðar á skattalagabrotum. Flokka skatt- svik undir þjófnað og dæma skattsvikara samkvæmt því. Æskilegast væri að fella þegar í stað niður alla tekjuskatta af al- mennum launatekjum. Upphaf- lega átti tekjuskatturinn að vera launajöfnunarskattur. Hann er nú algjör þversögn þessa upphaf- lega markmiðs. 2. Draga úr verðtryggingu á fjárskuldbindingum og bæta þeg- ar úr því glórulausa misrétti, sem felst í gífurlegum mun á vísitölu verðbóta og launa. Þetta er ekki eingöngu spurning um peninga, heldur sálarheill stórrar kynslóð- ar íslendinga, sem nú er bandingi banka- og lánastofnana. 3. Setja þegar lög og reglur gegn þeirri rótgrónu spillingu og fjársukki, sem hefur átt sér stað í stjórnun opinberra stofnana og fyrirtækja. 4. Beina umtalsverðu fjár- magni til uppbyggingar nýrra at- vinnugreina og markaðsleitar fyr- ir íslenska framleiðslu og þekk- ingu. Ef þessi þjóð á að eiga sér við- reisnar von er aukinn jöfnuður grundvallaratriðið. Sú stétta- skiptind, sem nú er orðin að veruleika mun að óbreyttu auka vanda lítillar þjóðar, sem byggir afkomu sína og tilveru á því, að kjörum sé jafnað, maður starfi með manni. Dæmið frá Húsavík Þegar ég var að skrifa þessa grein rakst ég á viðtal í nýútkomnu tölublaði Vinnunnar. Þar er rætt við húsbyggjanda á Húsavík, og saga hans er í hnotskurn sá vandi, sem núverandi ríkisstjórn hefur skapað með „stjórnvisku" sinni. Saga hans segir meira en langar fræðilegar greinar hag- spekinga. Ég læt hluta af viðtal- inu fylgja hér með: „Ég byrjaði um vorið ’83 að byggja mér einbýlishús hér á Húsavík. Ég átti ekki miklar eignir þegar ég fór út í þetta og varð því að fjármagiia byggingun talsvert með lánum. Alls nam lántakan um 1.250.000 krónum. Á síðasta ári greiddi ég af þessum lánum alls 406 þúsund krónur í vexti, afborganir og verðbætur. Um þessar mundir er söluverð hússins líklega rúmar 2 milljónir, en uppfærðar skuldir nálægt 1.800 þúsundum króna.“ I viðtalinu er þessi maður spurður hvort hann haldi þetta út mikið lengur. Og hann svarar: „Ef maður sæi einhvern árangur af þessu streði, þá væri eflaust hægt að halda þetta út. En það er ekki. Lánin hlaðast upp, en eignin stendur í stað. Það sem við hús- byggjendur erum að krefjast í dag er að það komi einhver skynsamlegur mælikvarði á þessi lánamál. Við erum ekki að biðja um gjafir. Það getur ekki verið hagur þjóðarbúsins að setja fjölda húsbyggjenda á hausinn. Maður þarf að geta treyst stjórn- völdum. Þegar ég tók mín lán þá var reiknað út að ég þyrfti ekki að vinna nema 2-3 mánuði á ári fyrir afborgunum og vöxtum. Nú er það komið í 10-11 mánuði í mínu dæmi.“ Um ástand mála þarf vart að fara fleiri orðum. Ójöfnuðurinn á öllum sviðum krefst nýrrar stjórnar, nýrrar stefnu og frá- hvarfs frá því veldi fjármagnseig- enda, sem eru á góðri leið með að gera hluta þjóðarinnar gjald- þrota og skammta launafólki nauðþurftartekjur. Athafiiafólk Bæjarstjórn Akureyrar býður ykkur samstarf og aðstoð. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að veita lán og/eða styrki úr Framkvæmdasjóði Akureyr- arbæjar til þeirra sem hyggja á nýjan atvinnu- rekstur á Akureyri. Fyrirgreiðslu þessari, er ætlað að standa straum af kostnaði vegna arðsemisathugana og áætlana um nýjan atvinnurekstur. Umsóknunum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi. Upplýsingar veita formaður atvinnumálanefndar Jón Sigurðarson og Úlfar Hauksson hagsýslustjóri í síma 21000. Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar. ♦ ♦ ♦ ♦ Ótal húsbúnaðarvinnlngar MIÐI ER MOGULEIKI Dvalarheimilis aldraðra sjómanna Al bvm iMAni idimm

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.