Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Frumvarp Alþýðuflokksins: 20% hækkun elli og örorku- I ífeyris aðra hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali í fréttatíma sjónvarpsins, að fjöldi aldraðra þjáðist af nær- ingarskorti. Við viknum, sem eðlilegt er þegar taiað er um hungraða annars staðar á jarðar- kringlunni, en er ekki tími til kominn að við lítum í eigin barm? Jafnaðarmenn una ekki slíku misrétti og því hafa þingmenn Alþýðuflokksins, þau Kjartan Jóhannsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir. Karvel Pálmason og Jón Baidvin Hannibalsson, flutt frumvarp um 20% hækkun elli- og örorkulífeyris. Skal hækkun- inn koma til framkvæmda 1. maí 1985. Einnig skal tekjutrygging hækka um sama hlutfall, svo og heimilisuppbót. Frumvarpið var lagt fram 24. apríl. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að samkvæmt upp- lýsingum aðila sem best þekkja til, búa nú margir elli- og örorku- lífeyrisþegar við hörmulega kröpp kjör og stór hópur eldra fólks hefur þjáðst af næringar- skorti um skemmri eða lengri tíma. Þetta þarf ekki að koma á óvart þegar haft er í huga hve bágar lífeyrisgreiðslur eru orðnar. Seinna í greinargerðinni segir að því miður sé staðreyndin sú að þessi tekjulægsti hópur þjóðfé- lagsins hafi tekið á sig mestu kjaraskerðingu af öllum. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir svo og tekjutrygging hækki 1. maí um 20%. Með því móti næðist svip- aður kaupmáttur að því er tekju- tryggingu varðar og var að með- altali árin 1979-1981, en í al- mennum elli- og örorkulífeyri næðist svipaður kaupmáttur og var að meðaltali á fyrri árshelm- ingi 1983. Engu að síður mun kaupmáttur hins almenna lífeyris enn vera um 23% lægri en hann var árið 1978. Hér er því um lág- marksleiðréttingu að ræða. Síðan segir orðrétt: „Alla ís- lendinga hryllir við að heyra að stór hópur aldraðra sem skilað hafa ævjverki sínu í þágu lands og þjóðar, búi við vannæringu og enn stærri hópur þeirra búi við neyðarkjör. Þannig má þetta ekki vera, úr því verður strax að bæta. Sé talið að svigrúm skorti í fjárlögum ríkisins er ekki að efa að landsmenn muni reiðubúnir að taka því að sparað sé á rekstr- arliðum á öðrum sviðum, dregið úr fyrirhuguðum framkvæmdum eða aflað viðbótartekna í þeim mæli sem annað reynist sannan- lega ógerlegt. Meginatriðið er að íslendingar vilja ekki að sorfið sé að öldruð- um og öryrkjum með þeim hætti sem nú hefur gerst.“ Þess skal að lokum getið að í haust flutti Jóhanna Sigurðar- dóttir þingsályktunartillögu um umbætur í málefnum aldraðra. Tillagan mun enn vera í nefnd og taldi Jóhanna að erfitt myndi að ná henni þaðan fyrir þinglok. Upplýsingarit Húsnæðisstofnunar Húsnæðisstofnun ríkisins vill vekja athygli á því, að stofnunin hefur gefið út upplýsingarit um lán til orkusparandi endurbóta á íbúðum. Með sérstöku orkusparnað- arátaki sem iðnaðarráðuneytið og félagsmálaráðuneytið standa að í sameiningu, er unnið að efldri tækniþjónustu og aukinni lánafyrirgreiðslu við húseigendur á dýrum orkusvæðum. Upplýsingarit Húsnæðisstofn- unarinnar er unnið í samvinnu við sérstaka verkefnisstjórn á vegum iðnaðarráðuneytisins. Orkusparandi endurbætur sem hér um ræðir teljast þær breyting- ar á íbúðarhúsi, sem leiða til lækkunar á kyndikostnaði, t.d. aukin einangrun þaka og út- veggja, fjölföldun glers eða ef skipta skal úr olíukyndingu í raf- hitun. Verða sérstaklega leituð uppi þau íbúðarhús, sem nota mesta og dýrasta orku. Skoðun og skipulagningu á endurbótum húsanna annast sér- stakir skoðunarmenn sem eru 16 verk- og tæknifræðingar starfandi víðs vegar um landið. Lán til orkusparandi endur- bóta verða eftirleiðis eingöngu veitt á grundvelli fullkominnar skoðunar og hagkvæmnisútreikn- inga. Lánskjör verða breytileg eftir upphæð fjárfestingar en mest verða lánuð 80% heildarkostnað- ur til 16 ára, afborgunarlaust fyrstu tvö árin. Upplýsingaritið er fáanlegt í Húsnæðisstofnuninni að Lauga- vegi 77 og á skrifstofum bæjar- og sveitarfélaga um land allt. Húsnæðisstofnun ríkisins. Kaupmáttur elli- og örorkulífeyr- is hefur hrapað á undanförnum árum svo hann er nú einungis 64% þess sem hann var árið 1978. Sömu sögu er að segja um tekjutrygginguna að hún hefur hrapað um 25% frá 1978. Svo er nú komið á miðjum níunda ára- tug tuttugustu aldar, að aldraðir á fslandi búa við það þröngan kost að þeir hafa hvorki í sig né á. Þórir Guðbergsson sem hefur yfirumsjón með málefnum aldr- íslenskir dagar í Hag- kaupum Hagkaup hafa ákveðið að efna til stórátaks í sölu á íslenskum vörum dagana 7. til 18. maí næstkomandi. Forráðamenn Hagkaupa hafa leitað til Félags íslenska iðnrekenda um sam- vinnu í þessu átaki og er undir- búningur þegar vel á veg kominn. Eins og áður segir nær sölu- átakið yfir tvær vikur og munu Hagkaup standa fyrir ýmsum uppákomum í öllum 5 verslunum fyrirtækisins í Reykjavík, Njarð- vík og á Akureyri. Þar má nefna tískusýningar, vörukynningar og vörusýningar sem verða í sam- vinnu við íslenska framleiðend- ur. Allar íslenskar vörur í verslun- um Hagkaupa verða merktar á sérstakan hátt og allir starfsmenn fyrirtækisins um 500 að tölu munu á einn eða annan hátt taka þátt í kynningarstarfinu og að- stoða viðskiptavini. Þá munu fulltrúar Félags íslenskra iðnrek- enda verða á staðnum og veita upplýsingar. Félag íslenskra iðnrekenda hefur sérstaklega fagnað þessu framtaki Hagkaupa, en þar gefst um 60 félagsmönnum F.I.I. kost- ur á að njóta þessa söluátaks í samvinnu við Hagkaup og F.Í.I. Enga karlmenn takk! — fyrr en eftir miðnætti Krúttmagakvöldið vinsælu verða í Sjallanum föstudaginn 17. maí og laugardaginn 18. maí nk. og hefjast kl. 19.00 bæði kvöldin. Að venju eru þessi kvöld ein- göngu konur. Skemmtunin hefst með lyst- auka og hressilegum söng. Þá verður boðið upp á girnilegt fisk- réttahlaðborð og síðan koma skemmtiatriðin hvert af öðru, sem auðvitað verða öll í lauflétt- um dúr. Óvæntar uppákomur verða, svo sem hver verður gest- ur kvöldsins og hver verður kynnir kvöldsins og fleira og fleira. Ingimar Eydal og félagar munu sjá til þess að konur geti liðkað krúttmagana í fjörugum dansi. Um kl. 24.00 verður Sjallinn opnaður fyrir eiginmenn og aðra gesti. f fyrra rann allur ágóði til kaupa á krabbameinsleitartæki fyrir konur. Miðasala verður í Sjallanum miðvikudag 15. maí og fimmtu- dag 16. maí kl. 18.00-20.00. Meðfylgjandi myndir voru teknar á krúttmagakvöldi fyrir tveimur árum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.