Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 2
Leiðari: Hún á afmæli stjórnin Blessað ríkisstjórnin okkar á víst afmæli innan skamms. Þar með er hálfnað það skeið sem henni er heimilt að sitja án þess að þurfa að gangast und- ir próf þjóðarinnar en á þessu stigi málsins verður ekkert um það fullyrt hvort hún mun kjósa að gang- ast undir þetta próf fyrr, eða hvort hún verður beinlínis til þess neydd. Strax frá fæðingu varð ferill þessarar ríkisstjórn- ar með eindæmum glæsilegur. Menn uppgötvuðu allt í einu þá staðreynd að mikil verðbólga var í landinu. Því þurfti nú aldeilis að taka til hendinni. Fólkið hafði lifað svo ofboðslega um efni fram að til vandræða horfði, en þeir sem af einstakri árvekni og dugnaði höfðu braskað í skjóli verðbólgunnar, að ekki sé nú minnst á hina útsjónarsömu skatt- svikara höfðu alls ekki fengið þá umbun dugnaðar síns sem skyldi. Þessa ósvinnu varð auðvitað að stöðva, og það var gert svo um munaði. Veislu- höldum alþýðunnar var skyndilega lokið, og við tóku timburmennirnir. Það skiptir engu máli þó að þetta hafi síðar verið kölluð pólitísk mistök. Aðal- atriðið er það, að verðbólgutölurnar lækkuðu á pappírnum að minnsta kosti jafnframt því sem kjör láglaunafólksins skertust, eða urðu þau sem þau eru eins og það heitir víst á hagfræðimáli. Það eru auðvitað engin tök á því í stuttri afmælis- grein að telja upp öll hin mörgu og miklu afreks- verk núverandi ríkisstjórnar. En það er hreint ekki svo lítið starfs em hún hefur áorkað á ekki lengri ævi. Hvarvetna tala verkin. Húsnæðislánakerfið er auðvitað í rúst og sömuleiðis menntakerfið. Farið er að láta aldraða og sjúka greiða það sem þeim ber fyrir heilbrigðisþjónustuna, og ríkið er farið að geta sparað umtalsverðar fúlgur í launakostnaði, ekki aðeins vegna lágra launa opinberra starfs- manna, heldur einnig vegna flótta þeirra úr störfum. Mest er þó um vert að stjórnin er nú á góðri leið með að frelsa þjóðina undan oki þessar- ar vitleysu sem nefnd hefur verið undirstöðuat- vinnuvegir. Þá er nú eitthvað skynsamlegra að leggja fjármuni þjóðarinnar í nokkrar glæstar Seðlabankahallir og byggðastefnumusteri. Var ekki einhver að tala um það að fjárfesting í stein- steypu væri varanleg fjárfesting. Að afloknum einstaklega gifturíkum starfsferli hefur nú ríkisstjórnin að mestu sest í helgan stein, enda háöldruð orðin. Hún fæst nú aðeins lítillega við að skipa málum varðandi auglýsingar í kapal- kerfum og öðru þess háttar fjarri kveinstöfum verkalýðsins og nöldrinu í húsbyggjendum. Á merkum tímamótum sendir þjóðin stjórn sinni hinar bestu árnaðaróskir með von um það að hún megi sem allra skemmst lifa. R.A. Fyrir sælkerann! Grænmetisdeig með baconi: (fyrir 4-5) 250 g kjöthakk 250 g kjötfars salt, pipar, paprikuduft 1 stk. egg 1 dl mjólk 2 msk. rasp 2 dl grænar baunir 2 gulrætur 4 tómatar 8 sneiðar bacon 4 msk. rifinn ostur. Hakkið og kjötfarsið er hrært vel saman og kryddað eftir smekk. Hrærið síðan saman við egginu, mjólkinni, raspinu, baununum og hráum rifnum gulrótum. Eldfast mót er smurt og kjöt- deigið sett í til skiptis á móti tóm- atsneiðunum. Rifna ostinum er stráð yfir og allt hulið með baconsneiðunum. Sett á neðstu rim í ofni og bak- að við 180° í 30-35 mín. Réttur- inn borinn fram heitur ásamt soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Savory-réttur með ristuðu brauði 1 pk. savory rice (grænn pakki) 2 dl rjómi 250 g rækjur ló dós mais 14 dós sveppir 3 msk. mayones 1 tsk. karry ostasneiðar. Hrísgrjónin eru soðin og kæld. Sveppirnir steiktir í smjöri og kældir. Mayones er hrært vel ásamt karrý og þynnt út með þeyttum rjómanum. Kæld hrísgrjónin, sveppirnir, j rækjurnar og maisinn eru sett ! saman við mayoneshræruna og allt sett síðan í smurt eldfast mót. Ostasneiðar eru lagðar yfir og þar ofan á er settur álpappír. Bakað í ofni í um 20 mín. við 200°. Álpappírinn er ekki látinn vera á síðustu 5 mín. af bökunar- tímanum. Borið fram í eldfasta mótinu ásamt ristuðu brauði og smjöri. Upp og niður eplakaka 4—5 epli 200 g sykur 150 g smjörl. 3 stk. egg 175 g hveiti 1 tsk. lyftiduft flórsykur V2 sítróna. Suðunni er komið upp á ca. V21 af vatni, 50 g af sykri og safa úr Vi sítrónu. Eplin eru afhýdd og skorin í tvennt og kjarninn tek- inn úr. Eplin eru soðin í sykur- soðinu í 2-3 mín. og tekin upp, ekki látin liggja í leginum. 2 msk. smjör er látið bráðna í hringlóttu formi og því síðan penslað vel innan í forminn. Stráið þvínæst þunnu sykurlagi innan í forminn og leggið epla- helmingana þar í. Hrærið smjörlíkið ásamt sykr- inum þar til það er létt og ljóst og bætið síðan eggjunum saman við eitt í einu. Blandið saman hveitinu, lyfti- dufti og rifnu sítrónuhýði og hrærið það saman við smjörl.hræruna. Deigið er síðan sett yfir eplin í forminum. Bakað á neðstu rim í ofni við 180-190° í um 45-50 mín. Kakan er látin standa smástund í form- inum áður en henni er hvolft á fat og flórsykri stráð yfir hana. Hagur húsbyggjenda og launþega TVær þjóðir í einu landi Árni Gunnarsson og þingmenn Alþýðuflokksins ræða þessi mál á opnum fundi á Hótel KEA sunnudaginn 9. júní kl. 2 e.h. Allir velkomnir. Alþýöuflokkurinn. AKUREYRARBÆR Útboð Tilboð óskast í byggingu 4. áfanga VMA. Áfanginn er 618 m2 að grunnfleti ásamt leiðslu- kjallara 92 m2. Verktaki tekur við útgröfnum grunni og skal skila húsinu í fokheldu ástandi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fulltrúa bygginganefndar VMA, Kaupangi v/Mýrarveg 2. hæð frá 31. maí kl. 16.00 gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Forgögn afhent frá 28. maí. Tilboð verða opnuð á sama stað 10. júní 1985 kl. 16.00. Byggingarnefnd Verkmenntaskólans. 2- ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.