Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 4
Jón Baldvin Hannibalsson í binaumræðu Nýsköpun í atvinnulífi verður ekki til með nafn- breytingum einum saman Forsætisráöherra hefur nú mælt meö þremur stjórnar- frumvörpum, sem lengi hefur verið beðið eftir. Það eru frumvörp til laga um þátttöku ríkisins í hlutafélagi til að örva nýsköpun í atvinnulífi o.fl., það er frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð Islands og það er frumvarp til laga um Byggðastofnun. Jafnframt hef- ur verið lögð hér fram breyt- ingatillaga á þingskjali 806 þar sem þingmenn Alþýðubanda- lagsins í neðri deild leggja til að heimili og varnarþing hluta- félagsins verði á Akureyri og má vera að þegar upp er staðið, verði það að skoðast sem merkasta tillagan af þess- um þremur sem nú hafa verið nefndar. t>að var laukrétt sem sagt hefur verið í umræðu um þessi mál, að sú hin umdeilda stofnun, sem heitir Framkvæmdastofnun ríkis- ins og stofnsett var árið 1971, sem eitt af fyrstu verkum vinstri stjórnar þá, henni hefur nú sam- kvæmt frægum lögmálum Park- insons verið skipti upp í fernt, þ.e. í sérstakan framkvæmda- sjóð, sérstakan byggðasjóð, í sérstakt fjárfestingahlutafélag og reyndar, ef af verður, í eignar- haldsfyrirtæki ríkisins, sem að vísu eftir ábyrgum heimildum úr innsta hring stjórnarliða verður aldrei til. Hvort þetta breytir ein- hverju sem máli skiptir í efna- hagsstjórn og fjárfestingapólitík það eiga menn eftir að sjá. Einungis nafnbreyting Ef við lítum á þessi mál og þau eru rædd hér í einu, þá er fyrst það að segja að mér sýpist í fljótu bragði að frumvarpið um Fram- kvæmdasjóð íslands sé nafn- breyting. Framkvæmdastofnun ríkisins hefur verið ekki aðeins umdeild, heldur á margan hátt táknræn fyrir það pólska ríkisfor- sjárkerfi í atvinnu- og efnahags- málum, sem hér hefur risið að frumkvæði og undir handleiðslu framsóknarmanna í þremur stjórnarflokkum. Seinustu árin hefur þessi stofnun gegnt því hlutverki fyrst og fremst að vera viðbótarlánasjóður til pólitískrar skömmtunarstjórnar. Lánin hafa verið af stærðargráðunni frá 50 upp í 200 þús. og verið viðbótar- lán við lán úr bankakerfinu, löngum með sérstaklega vægum lánskjörum. Stofnunin hefur eng- an veginn risið undir því nafni að vera ein byggðastofnun. Þarna er að vísu mikill herskari manna sem stundar skrifborðsvinnu og semur skýrslur og þær eru stund- um birtar en þær rykfalla jafnan í skúffunum aftur. Hún vinnur ekki eftir neinni fyrirframgerðri áætlun, hún fylgir ekki slíkum áætlunum eftir. Að sumu leyti má segja að þetta sé eins konar atvinnubótastofnun fyrir félags- fræðinga og viðskiptafræðinga. 4 - ALÞÝÐUMAÐURINN Pað er opinbert leyndarmál að þarna eru menn í stórum stíl áskrifendur að kaupinu sínu. Og væri náttúrlega fyrsta hagræðing- arráðstöfunin að miða við um- fang starfa sem þarna eru unnin, að fækka þarna starfsliði veru- lega. Ég fæ ekki séð að frumvarpið um Framkvæmdasjóð íslands breyti neinu í þessu efni. Að því er varðar frumvarpið um Byggðastofnun þá er það líka mestan part nafnbreyting. Við höfum allt aðrar hugmyndir, jafnaðarmenn, um það hvernig standa eigi að byggðastefnu. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að hér sé engin byggðastefna rekin og hafi ekki verið lengi. Á sínum tíma, reyndar á 104. löggjafar- þingi árið 1981 fluttu þingmenn Alþýðuflokksins hér í þessari deild tillögu um mörkun byggða- stefnu bog gerð byggðaþróunar- áætlana, það sem voru aðalatriði þessarar stefnumótunar var þetta: í fyrsta lagi að Byggða- stofnunin yrði reyndar deild í ráðuneyti félags- og sveitar- stjórnamála þar sem við teljum að hún eigi eðlilegastan sama- stað. Áætlanir um íhlutun ríkis- valdsins að því er varðar byggða- þróun væru best komnar þar. Petta er þáttur af sveitarstjórn- arpólitíkinni. f annan stað var þeirri skoðun lýst og sú stefna mörkuð, að eðlilegt væri, að fjár- veitingar sem kynni að þurfa að verja í þessu skyni, þ.e. til byggð- arlaga sem af einhverjum ástæð- um þyrftu sérstakrar aðstoðar við, t.d. vegna árstíðabundins eða viðvarandi atvinnuleysis vegna langvarandi fólksfækkunar eða vegna þess að félagslegri að- búð væri á annan hátt verulega ábótavant eða ef mönnum sýnd- ist svo, að rétt væri að marka upp þá stefnu að reyna að byggja upp öflugan þjónustu- og meningar- kjarna í hverjum landsfjórðungi, þá skyldi þetta gert með eim hætti að Alþingi ákvæði á fjár- lögum fjárveitingar í þessu skyni og þær fjárveitingar væru þá lagðar fyrir Alþingi og þær rök- studdar á grundvelli ítarlegra áætlana og þeim fylgt eftir þanngi að eitthvert verulegt gagn yrði að slíkri stefnumótun. Róttæk byggðastefna í annan stað er rétt að vekja at- hygli á því er varðar byggða- stefnu, þá hefur Alþýðuflokkur- inn fyrir sitt leyti mótað allt ann- ars konar og miklu róttækari stefnu í þeim málum. Það var gert á flokkstjórnarfundi Al- þýðuflokksins á Akureyri í sl. mánuði þar sem samþykkt var eínróma stefnuyfirlýsing um það mál og settur upp starfshópur til þess að vinna það mál nákvæm- lega í frumvarpsform. Kjarni þessarar hugmyndar er sá, að ef við viljum auka vald landsbyggð- arinnar og þess fólks, sem þar býr yfir sínum eigin málefnum, þá þurfum við að gera róttæka skipulagsbreytingu á stjórnkerf- inu og skapa hér nýjar stjórn- sýslueiningar i sveitarstjórnar- málum, sem væru fylki eða fjórð- ungar sem fengju verulegt vald í sínar hendur. Það má merkilegt heita að flestar þær stjórnsýslustofnanir ríkisins sem mestu ráða um mál- efni landsbyggðarmanna, jafnt sveitarstjórnarmenn sem annarra eru að sjálfsögðu saman komnar hér í Reykjavík, allt þetta viða- mikla bákn, allt þetta viðamikla kerfi stjórnmálamanna, og emb- ættismanna þí þeirra þjónustu er hér saman komið. Okkar hug- myndir eru í þá átt að færa þetta vald í auknum mæli í hendur þeirra, sem eru þolendurnir, hafa staðarþekkinguna og eiga að lok- um að bera ábyrgðina. Þessar hugmyndir eru ekkert sérstak- lega frumlegar. Þær hafa lengi verið til umræðu í íslensku þjóð- félagi. Þær voru settar fram með mjög skipulegum hætti í umræðu sem áttu sér stað fyrir stofnun lýðveldisins 1944 í ýmsum lærðum tímaritsgreinum þá og reyndar síðar, sérstaklega á fjórðungsþingi Austfirðinga, sem gerði ítarlegar samþykktir og ályktanir og hélt reyndar úti sér- stöku tímariti um skeið, Gerði, til þess fyrst og fremst að rök- styðja nauðsyn slíkrar breytingar á stjórnarskrá og stjórnskipan lýðveldisins. Aðalatriðin eru að í stað hinna 220 eða svo sveitarfé- laga sem eru of mörg og of smá og of burðarlítil til framkvæmda til þess að geta veitt sambærilega þjónustu við höfuðborgarsvæðið, þá komi til nýjar stjórnsýsluein- ingar, sem fylki eða fjórðungar. Það er álitamál og samningsat- riði, hvernig þessum fjórðungum verði fyrir komið, hvort þar verði fylgt núverandi kjördæmaskipan, hvort tekin verði upp gamla fjórðungaskipunin eða hvort gera þurfi þar ýmsar breytingar með tilliti til staðhátta og samgangna. Aðalatriðið er að þessar nýju stjórnsýslueiningar fái í hendur meira vald, að það verði kjörið með lýðræðislegum hætti í stjórn- ir þeirra, til fylkisþinga eða fylk- isstjórna, að fylkin fái sjálfstætt skattlagningarvald, að gert verði hreint borð að því er varðar tekjustofna annars vegar fylkj- anna og hins vegar miðstjórnar- valds ríkisins og í þriðja lagi að gert verði hreint borð að því er varðar verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Eitt þýðingarmesta atriðið er að að því verði stefnt í þessari stjórnskipun að saman fari ákvörðunarvald, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð þegar fylkjun- um eru fengin sérstök verkefni. Við tökum undir það sjónarmið sem lengi hefur veirð í umræðu að æskilegt væri að svo róttæk breyting á stjórnskipan og sveit- arstjórnarskipan væri ákvörðun með breyttri stjórnarskrá og tökum undir það sjónarmið að eðlilegast væri að ljúka því verki með því að kjósa sérstaklega til stjórnlaga þings. Þá vekjum við athygli á því að kannski væri þýð- ingarmesta breytingin að því er varðar byggðastefnu sú að ákveða róttækar breytingar varð- andi þær aðferðir, sem við höfum á skráningu á gengi krónunnar og á því stofnanavaldi, sem nú ræður mestu um gjaldeyrisversl- un. Þessu má lýsa á einfaldan máta á þann veg, að ef útflutn- ingsfyrirtæki okkar, sem mörg eru mjög öflug á landsbyggðinni fengju aukið vald til þess að selja þann gjaldeyri sem þau afla á er- lendum markaði á réttu markað- sverði, þá mundu vandamál í sjávarútvegi verða stórum minni en við er að fást nú og þörfin fyrir svokallaða byggðastefnu miklum mun minni en nú, þ.e. þeirri byggðastefnu í þeim skilningi, að þar eigi menn við úthlutun pólit- ísks skömmtunarvalds á ein- hverjum ölmusum til baka til landsbyggðarinnar í staðinn fyrir það fjárstreymi, sem nú streymir frá landsbyggðinni í gegnum ríkisbáknið, verslunina, þjónust- una, samgöngurnar o.s.frv. Mér sýnist, að frumvarpi til laga um Byggðastofnun taki ekk- ert á þessum vandamálum. Það er raunverulega sami grauturinn í sömu skálinni. Þetta er nafn- breyting fremur en efnisbreyting. Áf því tilefni er kannski sér- staklega ástæða til þess að minna framsóknarmenn á athyglisverða grein eftir nestor þeirra fram- sóknarmanna, fyrrverandi þing- mann og elsta ritstjóra í heima- byggðinni, Þórarin Þórarinsson, en hann skrifaði þann 19. apríl sl. mjög athyglisverða grein sem heitir: „Stjórnkefri Bandaríkj- anna grundvallast á öflugri byggðastefnu." Getur það ekki orðið íslendingum til fyrirmynd- ar. Ég vek athygli framsóknar- manna á þessari merku grein. Ritstjórinn er þarna að rifja upp hugmyndir þær sem ég var að lýsa og hafa verið settar fram allt frá því áður en lýðveldið var myndir sem landsbyggðarmenn í stórum stíl eru að sameinast um, enda búnir að stofna samtök í heilum landsfjórðungum til þess að vinna að frumvarpi slíkra hug- mynda. Þá er spurningin um hvert gildi sé fólgið í frumvarpi um þátttöku ríkisins í hlutafélagi til þess að örva nýsköpun í atvinnulífi. Guð láti nú gott á vita að það verði eitthvað að nafninu til og á þessu stigi málsins er nú ekki mikið um það að segja. Hér er sett á blað í lagatexta, að ríkisstjórnin ætli að taka lán, taka erlend lán. Og síð- an eru settar ákveðnar reglur um það, hvernig þessum lánum eigi að verja. Allt í allt getur hér ver- ið um að ræða erlendar lántökur upp á 700 milljónir á þeim kjörum, sem nú eru fáanleg á er- lendum fjármagnsmörkuðum og með þeirri áhættu sem því fylgir að taka væntanlega dollaratengt lán miðað við veikar undirstöður gengis íslensku krónunnar. Hversu margir þeir aðilar verða, sem verða ginnkeyptir til þess að taka slík lán eða geta staðið undir þeim ávöxtunarkröfum sem slík lán leggja nýjum fyrirtækjum á herðar, það verður ekki sagt fyrirfram þó að líkindin séu kannski ekki allt of góð. Svo er að skilja að menn geri sér vonir um það, að einkaaðilar vilji leggja fram eitthvert hlutafé í þessum félagsskap. Flestum mönnum sem telja sig til þekkja ber þó saman um, að ekki verði það nú mikið, enda er hér gert ráð fyrir því að ríkið geti líka tek- ið lán til þess að endurlána þeim, sem vilja leggja fé í fyrirtækið ef þeim kynni að veðra fjár vant og þá getur það auðvitað verið álit- leg aðferð fyrir skjólstæðinga kerfisins að tryggja sér með mjög litlu hlutafjárframlagi sem fengið væri að láni aðild að þessum stóra sjóði, enda skilst mér að þetta hafi verið þó nokkurt bitbein milli stjórnarflokkanna. Spurningin er, er þetta líklegt til að verða veruleg lyftistöng fyr- ir vaxtargreinar í atvinnulífi á ís- landi? Er það allt og sumt sem við þurfum, forganga ríkisins um stórfelldar nýjar erlendar lán- tökur? Eða er einhverra annarra nýrra leiða að leita og er það eitt- hvað annað, sem við þurfum að breyta í okkar efnahagsstjórn áður en við raunverulega getum gert okkur vonir um, að koma traustum stoðum undir vaxtar- greinar í íslensku atvinnulífi? Ég held að þetta einfalda svar, tökum meiri lán, sé ekki nóg. Ríkisrekstur Ef spurt er: Hver er stefna ykkar jafnaðarmanna varðandi hlut- verk ríkisvalds, stjórnvalds stjórnmálamanna og atvinnulífs- ins hins vegar, þá verður svarið eitthvað á þessa leið: Við teljum, að það sé skylda ríkisstjórnarinn- ar að reyna að skapa atvinnulíf-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.