Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 1
r<ij\ K*nz 3. tölublað - 5. júní 1985 Ábyrgðarmaóur: Oskar Alfreðsson. Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Sírni 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. ALÞÝÐUMAÐURINN Árni Gunnarsson skrifar: Hugleiðingar um atgervisflótta, tvær þjóðir • • undarlega þversögn Fyrir nokkrum dögum hitti ég múrara frá Akureyri, sem fór fyr- ir nokkurm mánuðum til Reykja- víkur í atvinnuleit. Hann hefur haft mikið að gera og tekjurnar hafa verið drjúgar. Ég spurði hann hvort hann myndi ekki halda heimleiðis nú með vorinu, þegar atvinnuhorfur færu batn- andi í heimabyggðinni. Svarið var stutt: Nei! Hann sagðij at- vinnuhorfur í byggingariðnaði Iítið hafa batnað, hann væri að selja húseignina á Akureyri og fjölskyldan væri að koma suður. „Ég fer ekki aftur norður," sagði hann. Þessi maður er fæddur og upp- alinn á Akureyri, og það er ekki átakalaust fyrir hann, að rífa sig upp með alla fjölskylduna og flytja í annað byggðarlag. „Ég get ekki séð, að það sé neitt framundan, sem breyti atvinnu- horfum í minni iðngrein," sagði hann. Og þar með verður hann einn af mörgum, sem sækir á vinnumarkað þennslunnar í Reykjavík. Eftir að ég hitti þennan mann fór ég að hugleiða hve margir þeir væru, sem stæðu í svipuðum sporum. Ef fjöldi fólks hyggur á brottflutning úr Norðurlands- kjördæmi eystra vegna lítillar at- vinnu, þá er það ekki lengur mál bæjar- og sveitarstjórna í kjör- dæminu, heldur verður ríkisvald- ið að taka í taumana. Byggða- röskun af því tagi, sem stefnir í að óbreyttu, er alvarleg ógnun við frekari atvinnuuppbyggingu og nýtingu gæða til lands og sjávar. Ef fólksflótti brestur á eru fleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Atgervisflótti þar sem ungt og dugandi fólk hverfur á braut hef- ur margvísleg áhrif og getur kippt grundvelli undan uppbyggingu heilla byggðarlaga. Að þessu sinni er ekki ástæðan eingöngu sú, að fjármagnsstreymið inn á Reykjavíkursvæðið er óeðlilega mikið, heldur og stefnuleysi í at- vinnumálum í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Á þetta höfum við Alþýðuflokksmenn bent þráfald- lega, og í síðustu sveitarstjórnar- kosningum snérist allur kosn- ingaslagur flokksins um atvinnu- mál. Því miður hlustuðu ekki nógu margir, og afleiðingarnar eru að koma í ljós. Þingmenn kjördæmisins hafa ekki haft nauðsynlegt frum- kvæði, og ekki gætt hagsmuna kjördæmisins, eins og þeim ber. Verk þeirra hafa auðvitað mótast af stjórnarstefnunni, enda þing- menn stjórnarflokkanna f mikl- um meirihluta. Þeir hafa látið því ómótmælt hvernig fjármagn- ið hefur verið sogað frá kjördæm- inu til Reykjavíkur og ekki haft neina tilburði til að koma í veg fyrir þá óheillaþróun, sem nú veldur fólksfækkun í kjördæm- inu. í hópi þeirra hefur engin samstaða náðst um atvinnu- stefnu, enda gæta þeir hagsmuna ólíkra afla, sem kristallast í helm- ingaskiptastjór íhalds og Fram- sóknar. Húsið, sem var selt íbúar kjördæmisins hafa helduir ekki farið vrhluta af ógnarstefnu núverandi ríkisstjórnar í pen- inga- og vaxtamálum. Hið brjál- æðislega vaxtakapphlaup bank- anna, sem Ríkissjóður íslands tekur þátt í, hefur haft alvarlegri áhrif á einkalíf almennings og rekstur margra fyrirtækja en nokkur einstök efnahagsaðgerð, sem gripið hefur verið til. Skuldamálum margra fjölskyldna má líkja við harmleiki, sem oftar en ekki enda með upplausn heimila, látlausri streeitu og brestum í öllum mannlegum sam- skiptum. Eg hef reynt eftir mætti að að- stoða ung hjón, sem reistu sér lít- ið einbýlishús í lok árs 1981 í þorpi í kjördæminu. Þau eiga fjögur börn og hafa unnið myrkr- anna á milli til að greiða afborg- anir af lánum. Þau áttu litla íb úð áður en þau hófu smíði einbýlis- hússins. Talsverður hluti af lán- um þeirra var í bönkum. Þau hafa hvergi haft undan og skuld- irnar hækkað látlaust. Þar kom að, að ekki var lengur hægt að halda áfram. Dæmi þeirra var gert upp, húsið selt. Niðurstaðan var sú, að þau stóðu uppi eignar- laus og með 214 þúsund króna skuld. Andvirði íbúðarinnar var horfið og strit fjögurra ára til ein- skis. Afrakstur vinnu þeirra fór í það að gera bönkum kleift að bjóða peningamönnum háa vexti á innstæður sínar. Réttlæti- skennd ríkisstjórnarinnar var fullnægt. Enn um tvær þjóðir Ég hef áður fjallað um það hér í blaðinu hvernig efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar er að skipta íbúum þessa lands í tvær þjóðir. Strit launamanna til að ná endum saman hefði einhverntíman verið kallað þrældómur og verið tilefni vökulaga. Ungt fólk grípur hvert tækifæri sem gefst til að afla aukatekna, og ef vinna er fyrir hendi, eru mörg dæmi þess, að yfirvinnustundirnar fari yfir 100 á mánuði. Gamla kjörorð verkalýðs- hreyfingarinnar um að dagvinnu- laun nægi fyrir nauðþurftum, virðast löngu gleymd. Baráttu- hugurinn er í lágmarki og hug- myndafátæktin algjör. Svo virðist, sem upplausn ríki í röðum verkalýðshreyfingarinnar og baráttutæki hins almenna launamanns stórlega laskað. For- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar koma ekki auga á neinar leiðir, umfram þessar sígildu. Fulltrúar launþega, sem margir standa nú við suítarmörk, eiga að gera eftirfarandi kröfur á hendur ríkisvaldinu: 1. Tekjuskattar verði þegar af- numdir af öllum almennum launatekjum. 2. Verð á brýnustu nauðsynja- vörum verði lækkað til muna, og þá með niðurgreiðslum, ef ekki vill betur. 3. Rafmagns- og hitakostnaður verði lækkaður hjá fjöl- skyldum, sem eru undir til- teknum tekjumörkum. Það verði gert með endurgreiðslu í lok skattaárs. 4. Fjölskyldubætur verði hækk- aðar. 5. Tryggt verði, að kaupgjald- svísitala og lánskjaravísitala fari saman. Ríkisstjórninni verði gert að sækja þá fjármuni, sem til þessa þarf í vasa þeirra einstaklinga, sem geta skammtað sér laun og skatta að eigin geðþótta, og hafa stórkostlegar tekjur af söluskatts- svikum. Ríkisstjórn, sem stuðlað hefur að jafn stórfelldu tekjumis- rétti í þjóðfélaginu ber þá sið- ferðilegu ábyrgð að leiðrétta mis- ræmið, og hún verður að finna leiðir til þess. Þessar kröfur á verkalýðshreyfingin að gera. Hin undarlega þversögn Þegar sagt er, að tvær þjóðir búi í þessu landi; önnur vel efnuð og hin efnalítil, þá er oft spurt: Hverjir eiga peningana. Allir, sem fylgjast með og líta vandlega í kringum sig, sjá fljótt hverjir þjað eru. Fróðir menn telja, að sjaldan hafi verið fluttir til lands- ins jafnmargir dýrir bílar og ein- mitt nú í öllu penigaleysi almenn- ings. Bílar, sem kosta eina til eina og hálfa milljón króna, eru algeng sjón. Þeir, sem eiga þessa bíla, virðast jafnframt geta veitt sér allt, sem hugurinn girnist. í öllu peningaleysinu hjá þjóð, sem skuldar meira í útlöndum en hún hefur nokkur sinni gert áður, eru hópar manna, sem halda uppi kaupum og eftirspurn á varningi, sem öllum almenningi er ókleift .að láta sig dreyma um. Við- skiptahallinn er mikill, og engin tilraun er gerð til að auka mátt ís- lenskra fyrirtækja til að standast erlenda samkeppni og spara þannig gjaldeyri. í síðustu Hagtíðindum kemur meðal annars fram, að fyrstu þrjá mánuði þessa árs fluttu ís- Íendingar inn drykkjavörur fyrir 91,6 milljónir króna (cif-verð). Þeir fluttu inn fjarskiptatæki, hljóðupptökutæki og hljóðflutn- ingstæki fyrir 195 milljónir króna. Húsgögn voru flutt inn fyrir 141 milljón og fatnaður fyrir 285 milljónir króna. Gólfteppi voru flutt inn fyrir rösklega 30 milljónir og fólksbifreiðir fyrir 124 milljónir. jEinlwerjir eiga aura! Þingið í vetur Á sama tíma og meiri vandi steðjar að einstaklingum og at- vinnurekstri, sérstaklega sjávar- útvegi og landbúnaði, en dæmi eru til um áratuga skeið, eru helstu umræðuefni á Alþingi hvort leyfa skuli bruggun áfengs bjórs og frjálst útvarp. Það er ekki fyrr en stjórnar- andstaðan gerir tilraun með sam- stilltu átaki til að knýja ríkis- stjórnina til úrbóta í húsnæðis- málum að farið er að ræða eitt- hvað bitastætt. Afturhaldið í Sjálfstæðisflokki og Framsókn hefur komið í veg fyrir að frum- vörp og tillögur Alþýðuflokks- manna um uppstokkun á ýmsum þáttum efnahagsmála fengju af- greiðslu og svo langt hefur Sjálf- stæðisflokkurinn gengið í þjónk- un sinni við Framsókn til að halda ríkisstjórninni saman, að haft hefur verið á orði, að þeim fjölgi stöðugt bláu kommunum í Sjálfstæðisflokknum. Það er óglæsileg mynd, sem al- menningur hefur af þingstörfum í vetur. RÚVAK Ég get ekki stillt mig um það áð„ur en ég lík þessum hugleið- ingum, að fara nokkrum orðum um Ríkisútvarpið á Akureyri. Þar hefur verið unnið verkilegt brautryðjendastarf, og Jónas Jónasson á skilið rós í hnappagat- ið fyrir sinn þátt. Efnið frá Akur- eyri hefur verið vandað og starfskraftar hæfir. Ég verð þó að Iýsa þeirri skoðun minni, og er raunar undr- andi á því að engin skuli hafa tal- að um það hve þáttur Kvenna- framboðsins virðist meiri en ann- arra pólitískra flokka í öllu starfi RÚVAK. Um þetta er hægt að nefna mörg dæmi. Síðast í morg- un heyrði ég konu spyrja aðra hvort tiltekið ræktunarframtak væri fyrir atbeina Kvennafram- boðsins. Ekki beinlínis, sagði sú er spurð var. Síðan kom í ljs, að það er Kvenfélagasamband Islands, sem stendur fyrir því. Samkvæmt svarinu hefði mátt skilja þjað svo, að óbeinlínis væri þetta á vegum Kvennaframboðs- ins. Ekki skil ég hvaða erindi þessi spurning átti, vé heldur svarið. Þetta nefni ég í framhjá- hlaupi. Runar þarf ég ekki að skrifa um þetta, svo mjög er það rætt og sjálfur hefi ég sagt Jónasi skoðun skoðun mína á þessu. Rauði þráðurinn í starfsreglum og lögum Ríkilútvarpsins er að gæta óhlutdrægini í hvívetna. Jafn góð og gegn stofnun og RÚVAK er má ekki taka neina áhættu í þessum efnum. Árni Gunnarsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.