Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 5
inu umgjörð, ramma, sem það getur starfað eftir án beinnar íhlutunar ríkisvaldsins. Hvað eig- um við við? Þýðingarmesta hlut- verk stjórnmálamanna er að móta stefnu og þá fyrst og fremst stefnu í efnahags- og atvinnumál- um. Markmiðið er að sjáflsögðu fyrst og fremst að reyna að skapa stöðugleika í íslensku efnahags- lífi, draga úr sveiflum, halda verðbólgu í skefjum, efla inn- lendan sparnað, koma í veg fyrir að framleiðslukostnaður innan- lands eða fjármagnskotnaður geri íslenskar atvinnugreinar eða íslensk útflutningsfyrirtæki ósam- keppnisfær og sérstaklega er sá punktur kannski þýðingarmikill þegar kemur að vaxtargreinum atvinnulífsins, sem fyrst og fremst verða að leita sér markaða erlendis. Hins vegar höfum við ákaflega litla trú á beinni íhlutun ríkis- valdsins, beinum ríkisrekstri nema í undantekningartilvikum. Við höfum ákaflega litla trú á því að embættismannakerfið og ráðuneyti geti rekið bisness, og teljum það reyndar engan veginn vera hlutverk stjórnmálamanna né embættismanna. Við lítum svo á, að hlutverk ríkisvaldsins sé þýðingarmikið í blönduðu hagkerfi og lýðræðislegu þjóðfé- lagi, en það eigi um leið að vera mjög afdráttarlaust takmarkað. Gerbreytt efnahagsstjórnun það þýðíngarmesta fyrír íslenskt atvínnulíf Ef við spyrjum, hvernig hefur núverandi ríkisstjórn tekist að skapa íslensku atvinnulífi starfs- grundvöll samkvæmt þessum grundvállarsjónarmiðum, þá er það fljótsagt, að það hefur ekki tekist vel. Það hefur reyndar tek- ist hörmulega. Hver er megin- ástæðan fyrir því? Meginástæðan fyrir því er sú Framsóknarheim- speki, sem hér hefur verið öllu ráðandi í stjórn efnahagsmála sl. hálfan annan áratug og byggist á blindri og gagnrýnislausri trú á ríkisforsjá og endar í embættis- mannabákni, sem er meira og minna ófært um að sinna verk- efnum eða halda kostnaði í skefjum eða reka hluti þannig að skynsamlegt geti talist. Pólska kerfið Framkvæmdastofnun ríkisins er reyndar tákn um þessa stefnu. En afleiðingarnar blasa við. Fáir hafa gert því betri skil heldur en sá margívitnaði og rómaði hag- fræðingur Vinnuveitendasam- bandsins, þegar hann dregur niðurstöðurnar af þessu ríkisfor- sjárkerfi, þessu pólitíska skömmtunarkerfi fjárfestingar saman með þeim hætti, að hann sagði: Ef öll þessi erlendu lán sem tekin hafa verið á þessu tímabili hefðu skilað okkur lág- marksarði, þ.e. ekki minni arði en þau gerðu áratuginn á undan, þá værum við núna 25 milljörð- um króna ríkari en við erum í dag, en sú upphæð jafngildir fjár- lögum ríkisins á ári og um það bil eða tæplega þriðjungi af okkar þjóðarframleiðslu. Þetta er mæli- kvarðinn á þau mistök í fjárfest- ingarstjórnun, sem rekja má beint eða óbeint til þessa pólit- íska skömmtunarkerfis, til þessa ríkisforsjárkerfis, sem framsókn- armenn í þremur flokkum hafa yfirleitt verið sammála um að hrófla hér upp á undanförnum árum. Þetta er stærsta einstaka skýringin á því að íslendingar hafa allt frá árinu 1978 dregist hraðfara aftur úr nágrannaþjóð- um sínum í lífskjörum. Af þess- ari skuldasúpu til langs tíma er auðvitað langalvarlegasta skulda- byrðin sem á okkur hvílir í orku- geiranum, einhvers staðar á bil- inu 25-30 milljarðar króna og þaðan er dæmisagan ljótust, þ.e. þarna hefur þetta pólitíska for- sjárkerfi haldið áfram að taka lán, skeytt engu um þá áhættu eða um þá greiðslubyrði sem þessi lán legðu okkur á herðar, gleymt með öllu að hugsa til þess hvar markaðurinn væri, sem ætti að standa undir þessari lánabyrði og afleiðingarnar orðið þær að lokum, að við stijum uppi með hæsta orkuverð í heimi, þjóð, sem situr á auðvirkjanlegum orkuauðlindum, en sitjum vegna þessarar fáránlegu óstjórnar uppi með orkuverð, sem er hærra heldur en hjá nágrannaþjóðum, sem eru orkusnauðar og verða að framleiða sína orku annað hvort með kolum og olíu eða flytja hana inn. Þannig mætti lengi rekja dæm- in af þessari dapurlegu stefnu og ef leita ætti samanburðar ein- hvers staðar erlendis, þá er helst að líkja þessari reynslu okkar við reynslu Pólverja og ófarnað þeirra. Það virðast nefnilega svipaðar hugmyndir, grundvall- arhugmyndir, um afstöðu til efnahagsmála og efnahagsmála- stjórnar ríkjandi í miðstjórn Framsóknarflokkanna hér eins og í miðstjórn pólska Kommún- istaflokksins. Draumur Pólverjá var sá, að það væri hægt á þessu tímabili að verða sér úti um með. tiltölulega auðveldum hætti mik- ið af erlendum lánum og það kom á daginn að kapítalistar vestur-þýskir og allra þjóða voru ákaflega örlátir á lán. Það var allt í tengslum við austurpólitíkina og vonina um það, að Austur- Evrópumarkaðurinn opnaðist fyrir vestur-evrópskt kapítal, þannig að lánin voru auðfengin og lánin voru tekin í stórum stíl og síðan komu embættismenn, kommissarar, kerfiskarlar þessa lokaða pólska kerfis og settust við teikniborðin og teiknuðu mikið af verksmiðjum, einhver lifandis ósköp af verksmiðjum. Og það voru byggðar verksmiðj- ur um allt Pólland fyrir erlend lán og þær áttu síðan að framleiða vörur sem hægt var að selja á er- lendum mörkuðum til þess að standa undir öllu. Vörur sem hægt væri að selja fyrir erlendan gjaldeyri á erlendum mörkuðum til þess að standa undir öllum þessum lánum. Hvað var það sem brást? Það sem brást var fyrst og fremst kerfið sjálft. Kunnáttuleysi þessara embættis- manna til þess að reka bisness, til þeirra hluta kunnu þeir ekki nokkurn skapaðan hlut. Peir voru engan veginn menn til þess að rísa undir afleiðingum af þess- um lánaákvörðunum sínum. Þeir kunnu hvorki til verka sem tæknimenn né fjármálamenn. Kerfið þýddi að sú vara sem framleidd var var allt of dýr til þess að standast verðsamanburð á erlendum mörkuðum. Tækn- inni var áfátt að því leyti að gæð- in stóðust engan samanburð, þannig að niðurstaðan varð sú að uppi stóðu menn með hálfkarað- ar eða jafnvel fullbúnar verk- smiðjur, sem framleiddu eitthvað sem engar markaðslegar forsend- ur voru fyrir og uppgötvuðu það að lokum að Pólland var sokkið í skuldir, lífskjör Pólverja veðsett næstu 20 árin og akkúrat draum- urinn um það sem átti að endur- reisa pólskt efnahagslíf varð að þeirri martröð sem endaði í her- lögunum og valdatöku Jarusel- skys. Þetta er kannski ljótasta dæm- ið úr nýliðinni sögu um ófarnað þessarar stefnu og ég ætlað ekk- ert á ýkja það og ekkert að slá því föstu að svo illa sé fyrir okkur komið. en ég ætla heldur ekkert að draga úr því að það er ákaf- lega illa fyrir okkur komið. Þegar svo er komið að við skuldum til langs tíma 65% af okkar þjóðarframleiðslu og þeg- ar 2 fiskar af hverjum 4 fara í að standa undir afborgunum og vöxtum af þessum dýru erlendu lánum og þegar framundan blasir, að við getum ekki komið þeirri orku, sem við höfum þegar virkjað í verð og við erum engu nær um það yfirleitt að íslenskt atvinnulíf geti risið undir þeim ávöxtunarkröfum þessa erlenda fjármagns, sem um er að ræða, þá er sannleikurinn sá, að vanda- málin framundan eru hrikalega alvarleg. Ég spurði áðan, hvernig hefur þetta kerfi gefist? Hefur stjornarfar af þessu tegi tryggt ís- lenskum atvinnuvegum vaxtar- skilyrði? Lítum á landbúnaðinn. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hann. Honum er haldið uppi að verulegu leyti með millifærsl- um teknum frá skattgreiðendum, jafnvel í þeim mæli að við erum að henda 600 millj. kr. í matar- gjafir til ríkra útlendinga á sama tíma og lífskjör fólks hér eru komin niður á hungurstig. Lítum á það sem framundan er þar. Pólitísk andlitslyfting Á næstunni mun Alþingi taka til við að ræða nýtt frumvarp til laga um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins. Ég er nú ekki vanur að láta mér verða hverft við þegar ég sé plögg af þvílíku tagi út úr þessu kerfi, en ég verð að segja að ég varð fyrir hrikalegum vonbrigð- um. Það er eins og mennirnir hafi ekkert lært og engu gleymt. Áfram er haldið að hrófla upp steindauðu, óskilvirku, dýru bákni, sem á að sitja áfram yfir hlut jafnt neytenda sem bænda og stjórna öllu. Það er engin hugsun hugsuð til enda, engin rökrétt ályktun dregin af þessari ófarnaðarpólitík. Þarna er greini- lega um að ræða að Framsóknar- flokkurinn og Framsóknararmur Sjálfstæðisflokksins hafa náð þarna .saman. M.ö.o., engin von um nauðsynlegar róttækar breyt- ingar. Þannig geteum við farið yfir málið áfram. Þannig er það með fjávarútveginn og spurningin er: Hvað kemur nú til allt í einu að forsætisráðherra sem um leið er formaður þessa Framsóknar- flokks, sem ber öðrum flokkum fremur ábyrgð á ófarnaði okkar í efnahagsmálum, kemur nú fram og mælir fyrir málum, sem að nafninu til eiga að vísu að bera merki þess að hann og flokkur hans hafi nú lært eitthvað, vera staðfesting á hug til breytinga. Ég held að það sé sýnd veiði en ekki gefin. Hér sé verið að fram- kvæma breytingar breytinganna vegna, þetta sé pólitísk andlits- lyfting fremur heldur en að á bak við búi nokkur einbeittur alvar- legur vilji um að læra af mistöku- num og að breyta kerfinu á þann veg að atvinnulífið á íslandi geti gert sér vonir um betri tíð. Að lokum þetta. Hvaða þjóðir hafa talið sig hafa náð mestum árangri í nýsköpun atvinnulífs, í að byggja upp samkeppnishæfar nýjar atvinnugreinar, sem - þar sem framleiddur er varningur sem stenst snúning og stenst sam- keppni við háþróaðar tækni- væddar þjóðir. Það eru ekki gömlu Evrópuríkin. í einu orði má segja að það sé Kyrrahafs- kerfið, sem á undanförnum ára- tug sérstaklega hefur skorið sig úr. Hvað má af því læra? Það má læra það, að ef við ætlum að koma fótunum undir útflutnings- greinar sem eiga ekki að byggjast á styrkjum og niðurgreiðslum eða einhverri skömtunarstjórn pólitíkusa, þá eigum við að búa þannig að þessum fyrirtækjum að þau geti að eigin frumkvæmði og hjálparlaust spjarað sig í sam- keppninni. Þá þurfum við að losa um hömlur, afnema mismunandi pólitíska skömmtunarstjórn og sér í lagi gera aðrar þær óbeinu ráðstafanir í efnahagsmálum, sem gætu gert þessi fyrirtæki samkeppnishæf. Embættis- mannakerfið mun ekki geta haft vit fyrir mönnum, það framleiðir ekki hugmyndir. Það útvegar fjármagn stundum fengið að láni, dýr lán, en það er líka allt og sumt. Það ber heldur enga ábyrgð á afleiðingum gerðanna. Pólitíkusar geta verið veikir fyrir þeirri hagfræðikenningu, að þeir séu burðarásar framfaranna þeg- ar þeir koma með einhvern sjóð af almannafé og afhenda ein- hverjum mönnum í nafni ein- hverrar einfaldrar hugmyndar um að hér eigi að byggja verk- smiðju. Erum við ekki búnir að læra af stálinu, sem Svíar eru núna að hlæja að, að þeim skyldi hafa geta tekist að pranga inn á íslenska forsjárkerfið hundúreltri stálfabrikku af því tagi sem búið var að leggja niður um það bil 80 af sama tagi í Evrópu á þessum tíma? Hafa menn ekkert lært af saltævintýrinu? Menn skulu gera sér grein fyrir því að kerfi, nefndir og bákn framleiða yfirleitt engar hug- myndir. Þeir leggja ekki nótt við dag, þeir stjórna ekki út frá því að takmarka kostnað eða halda kostnaði í skefjum. Kerfið kann ekki svoleiðis vinnubrögð. Þess vegna vinnst ekkert með slíkum vinnubrögðum. Hugmyndir af þessu tagi eru eins og ég hef sagt einkennandi fyrir þankagang framsóknarmanna í öllum flokk- um um efnahagsmál og hann hef- ur reynst okkur of dýr. Við þurf- um að læra - við þurfum að læra af reynslunni það sem er þýðing- armest fyrir íslenskt atvinnulíf að gerist núna er gerbreytt efna- hagsstjórnun. Það fer ekki saman annars vegar að fjármálaráðherra reki ríkissjóð með halla, að fjár- málaráðherra og viðskiptaráð- herra nái engum árangri í því að draga úr viðskiptahalla þjóðar- búsins, að ríkisstjórnin í heild og Seðlabankavaldið haldi áfram í linnulausu innstreymi erlends fjármagns, að stjórnin í heild skuli ekki ná neinum tökum á peningamálastjórn í landinu, hafa engin stjórntæki til þess að halda peningamagninu í skefjum en láti Seðlabankann þenjast út um allt þjóðfélagið sem helstu valdastofnunina, þannig að hann er löngu orðinn af því tagi að stjórnmálamenn munu ekkert við hann ráða. Þetta annars vegar fer ekki saman við það að segja í öðru orðinu: Nú viljum við skapa hér forsendur fyrir því að hér geti þróast og dafnað samkeppnishæft atvinnulíf, ný fvrirtæki, sem ætla að framleiða varning til útflutn- ings og standa sig í samkeppn- inni. Þetta kerfi framleiðir bara verðbólgu, þetta kerfi framleiðir bara pappír og þetta kerfi, ef það heldur áfram, á bara eftir að sökkva okkur dýpra og dýpra í skuldafenið og gera okkur erfið- ara fyrir þegar að því kemur að rífa okkur upp úr þessu feni og gera þær róttæku umbætur á öllu íslenska stjórnkerfinu, sem bíður núna síns tíma. Lokað á laugardöc jum f rá 1. júní 1 HAGKAU: P Norðurgötu 62, Akureyri I Sími 23999 ALÞÝÐUMAÐURINN - 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.