Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.11.1985, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 20.11.1985, Blaðsíða 6
Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtök fyrir vangreiddum sölu- skatti mánaðanna júlí, ágúst og september 1985, sem á hefur verið lagður á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu, svo og fyrir viðbótarsöluskatti og söluskattshækkunum til þessa dags. Ennfremur tekur úrskurðurinn til þungaskatts sam- kvæmt mæli af díselbifreiðum fyrir mánuðina júní, júlí, ágúst og september sl., þ.e. af bifreiðum með umdæmismerki A. Loks tekur úrskurðurinn til skipulagsgjalds af ný- byggingum, vinnueftirlitsgjalds, þinggjaldahækkana, dráttarvaxta og kostnaðar. Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn á Akureyri og Daivík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 11. nóvember 1985. Arni Gunnarsson - framhald af bls. 1 / N.e. 0,3% aukning Ef litið er á Norðurland eystra í heild er aukning í ársverkum á milli áranna ’82 og ’83 aðeins 0,3%. í landbúnaði fækkaði árs- verkum um 12,6%, um 8,6% í byggingariðnaði sem atvinnu- rekstri og um 31% í byggingar- iðnaði í eigin þágu. í opinberum framkvæmdum varð samdráttur- inn 2,8%. í fjölmennum atvinnu- greinum munar mest um 5,4% aukningu í fiskvinnslu. Pessar tölur mætti rekja mun lengur, en þetta nægir til að renna stoðum undir þá staðreynd að á Akureyri, á Eyjafjarðar- svæðinu og á Norðurlandi eystra í heild hefur orðið algjör stöðnun í atvinnulegu tilliti, og í raun veruleg afturför ef litið er á landsmeðaltal. Árið 1983 voru meðallaun í þessu kjördæmi 268 þúsund krónur á ári; þau næst- lægstu á öllu landinu. Aðeins á Norðurlandi vestra voru meðal- laun lægri, eða 257 þúsund. Árs- launin í þessu kjördæmi voru um 20 þúsund krónum lægri en þar sem meðallaunin voru hæst í Reykjaneskjördæmi. - Allt bendir til þess, að þessi þróun hafi haldið áfram 1984 og á þessu ári. ÞESSI AUGLÝSING VARÐAR ÖRYGGI ÞITT OG ÞINNA! NAUÐSYNLEG VARUÐARRAÐSTOFUN Hvar stendur fjölskyldan við fráfall fyrirvimu? Astvinamissir er hverri fjölskyldu nógu þungbær þó fjárhagsleg óvissa og öryggisleysi um afkomu fylgi ekki í kjölfarið. Reikningamir hætta ekki að berast þó að þú fallir frá. Því er það skynsamlegt fyrir hvem þann sem hefur fyrir öðmm að sjá að horfast í augu við staðreyndir. Gerðu nauðsynlegar varúðar- ráðstafanir í líf- og slysatrygginga- málunum. Hafðu samband - við hjálpum þér að meta tryggingaþörfma. Sérstakur afsláttur er t.d. af hjóna- tryggingum. I-------------------------------- . Já, takk, ég vildi gjarnan fá senda bæklinga um slysa- og líf- I tryggingar Samvinnutrygginga og Andvöku. | Nafn:____________________________ | Heimili:__________________________ i r^ST'-ISAMVINNU ! LJtVJtryggingar 'iJXvy &ANDVAKA Ármúla 3, 108 Reykjavík Sími: (01)81411 I Þín félög-í blíðu og stríðu Dulið atvinnuleysi Nú munu margir segja, að þrátt fyrir þessar staðreyndir, hafi atvinnuleysi ekki hrjáð Akureyr- inga á þessu ári. Það er rétt svo langt sem það nær. En því meira er hið dulda atvinnuleysi. Hundr- uð manna hafa sótt til annarra staða á landinu í atvinnuleit. Þeir eru auðvitað ekki skráðir atvinnulausir. Og hve margt af þessu fólki kemur aftur? Skaðinn er í raun skeður. Ég vildi draga þessar stað- reyndir fram til að slá botn í þær viðvaranir okkar Alþýðuflokks- manna í mörg undanfarin ár um að nákvæmlega þetta myndi ger- ast vegna skorts á einarðri atvinnustefnu á Akureyri og raunar f kjördæminu öllu. Því miður var ekki hlustað á okkur, og enn eru til menn, sem berja höfðinu við steininn; segja þessar viðvaranir svartagallsraus, sem eigi sér ekki stoð í veruleikanum. Hillir ekki undir nýsköpun En sannleikurinn er sá, að þessa dagana hillir ekki undir neina ný- sköpun í atvinnulífi á Akureyri, né annars staðar í kjördæminu, sem gæti snúið þessari öfugþróun við. Það þarf meira en lítið átak til að efla svo atvinnulíf í kjör- dæminu, að einhverjar líkur séu á því að atvinna verði fyrir alla þá, sem á vinnumarkað koma á allra næstu árum. En hvað er þá til ráða? í fyrsta lagi, að ráðamenn, upp til hjópa, viðurkenni þær stað- reyndir, sem við blasa. í öðru lagi, að þingmenn láti af þeim smáskammtalækningum, sem í þessu kjördæmi hafa við- gengist um árabil, og skiptingu fjármagns í anda hagsmunapots, og atkvæðaveiða þvert á öll arð- semissjónarmið. í þriðja lagi, að fjármagnið renni eftir farvegi áætlana og skipulags raunhæfrar byggðaþró- unar, en ekki í óskaverkefni þingmanna sjálfra, þar sem farið er eftir duttlungum og þrýstingi valdamanna í kjósendahópi. { fjórða lagi, að þegar í stað verði komið á fót öflugum atvinnuuppbyggingasjóði í kjör- dæminu, sem þjóni jafnt einstakl- ingum og fyrirtækjum, sem vilja stofna til nýiðnaðar í úrvinnslu- greinum í fiskiðnaði og landbún- aði og hvers konar nýiðnaði, sem sannanlega er arðbær og ekki er á eyðimörk hráefnisöflunar eða vinnuafls. I fimmta lagi, að sú staðreynd verði viðurkennd, að sumir staðir í kjördæminu eru heppilegri til útgerðar en aðrir, og að sumir eru heppilegri til landbúnaðar en aðrir. í sjötta lagi, að fólki verði gert kleift að hætta atvinnurekstri og búsetu á stöðum, sér að skað- lausu, þar sem afkomumöguleik- ar eru vonlitlir eða vonlausir. í sjöunda lagi að Samvinnu- hreyfingin leggi til atvinnuupp- byggingar á Akureyri stærri hluta en hún gerir nú af þeim tekjum, sem hún hefur af atvinnurekstri hér. í áttunda lagi, að þingmenn kjördæmisins tryggi, að kjör- dæmið fái sinn eðlilega og sjálf- sagða hlut af því fjármagni, sem varið er til atvinnuuppbyggingar í landinu. í níunda lagi að lögð verði meiri áhersla á markaðsleit er- lendis fyrir þekkingu og fram- leiðsluvörur úr kjördæminu. í tíunda lagi og síðasta lagi, að einstaklingar og almennings- hlutafélög fái meiri þátttökurétt í atvinnuuppbyggingu en verið hefur. 6 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.