Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUMAÐURINN - 5 lalegri stéttaskiptingu og misrétti hagsmuna heildarinnar. Atvinnu- og mannlíf í Norðurlandi eystra á mikla vaxtarmöguleika, ef skynsamlega er á málum haldið. Nú ríður á að móta nýja stefnu og skilgreina forgangsverkefni. - I fyrsta lagi verður að stöðva sogkraft útþenslumaskínunnar á höfuðborg- arsvæðinu, sem dregur til sín allt of margt hæfileikafólk af yngri kynslóð- inni. í öðru lagi, að tryggja það að takmarkað fjármagn úr sameiginleg- um sjóði landsmanna, sem kjördæm- inu er skammtað, fari í það að ljúka einstökum verkefnum, en því ekki dreift út og suður í fálmkenndum til- raunum til að gera öllum einhver skil. I þriðja lagi, að gera skipurit af fyrirsjáanlegri þróun byggðar og miða allar áætlanir um uppbyggingu við það. í fjórða lagi, að gera sameig- inlegt átak til að afla fjármuna til nýrra atvinnugreina. Þar þurfa öll sveitarfélög kjördæmisins að standa saman. í fimmta lagi, að stöðva óeðlilegan flutning á fjármagni úr kjördæminu og efla sjálfstæði þeirra peningastofnana, sem þar starfa. Um þessi atriði þurfa þingmenn kjör- dæmisins að eiga samstarf og hætta um leið pólitískri fjármálafyrir- greiðslu, sem hefur stórlega veikt varnarmátt kjördæmisins gegn ytri áföllum. Nytt landsstjórnarafl Það er von og trú jafnaðarmanna, að í næstu kosningu takist að móta nýtt landsstjórnarafl, sem hefur það að meginmarkmiði að útrýma efnalegri stéttaskiptingu, misrétti gagnvart einstaklingum, einstökum hópum og heilum landshlutum. Það er orðið verulega tímabært að slíkt lands- stjórnarafl fái að taka til höndum, hreinsa til og auka jöfnuð. Stjórnmálaflokkar, sem í baráttu sinni, taka ekki mið og berjast ekki fyrir hinu eiginlega réttlæti, hinum sanna jöfnuði og rétti hvers manns til sómasamlegs lífs, taka heldur ekki afstöðu til þróunar eða hnignunar, lífs eða dauða, stríðs eða friðar. Slík- ir flokkar hafa ekkert annað að bjóða en baráttu fyrir sérhagsmunum tiltekinna þjóðfélagshópa, tiltekinna þjóða eða fara að boði hagfræði- kenninga, er virða afkomu heildar- innar einskis. Jafnaðarmenn hafa ávallt barist gegn slíkum stjórnmálaflokkum, og munu halda þeirri baráttu áfram. Skilningurinn á stefnu þeirra fer nú vaxandi,' sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar, sem hefur tileinkað sér nýtt gildismat þar sem samvinna, félagshyggja og jöfnuður er í fyrir- rúmi. Þeirra er framtíðin og með aðstoð þeirra eldri er unnt að gera framtíðarhorfurnar bjartari. Að því skal stefnt. Gleðilegt og farsælt ár. Árni Gunnarsson. Fáanlegir litir: HVÍTT GRÁTT RAUTT GULT SVART DÖKKBLÁTT BLEIKT BRÚNT LJÓSBLÁTT Sendum pöntunarlista m ** ■ ]'Ú 1 ■

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.