Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 1
1. tölublað - 14. janúar 1987 Abyrgöarmaöur: Oskar Alfreðsson. Afgreiösla: Strandgötu 9 - Simi 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. ALÞÝÐUMAÐURINN Borgarspítalinn og landsbyggðin Konungur Davíð af Reykjavík virðist vera í einhverjum fjár- hagskröggum þessa dagana, enda nýverið búinn að halda þegnum sínum dýrðlegan fagnað. Voru nú góð ráð dýr. Allt í einu datt hann niður á snjallræði. í eigu borgarinnar hans var spítali einn mikill og dýr sem upplagt var nú að losna við. Ríkið hafði að sönnu tekið verulegan þátt í að reisa hann, og því var ekki nema eðlilegt að það tæki við öllu heila klabbinu. Hann hafði samband við fjármálaráðherra, og hina brosmildu Ragnhildi sem þótti þetta hið mesta snjallræði af kóngi. Verðið var ákveðið nokk- urn veginn andvirði eins tölvu- sneiðmyndatækis á ári. Allir voru ánægðir. En svo hljóp babb í bát- inn einhverra hluta vegna. Nokkrir sómakærir íhaldsmenn fóru að væna þau ráðherrahjúin og kónginn um kommúnisma. Afleiðingin varð sú að menn hót- uðu að ganga úr flokknum og Guð má vita hvað. Því er allt enn í óvissu um það hvort þessi spítali verður nokkurn tíman tvíborgað- ur eður ei. Einn er sá þáttur þessa kynd- uga máls sem frekar lítið hefur verið ræddur, en það er þáttur hinnar svonefndu landsbyggðar. Borgarspítalinn mun í upphafi hafa verið byggður fyrst og fremst sem almennt svæðis- sjúkrahús fyrir Reykjavík og nágrenni, en á því mun á sínum tíma hafa verið mikil þörf fyrir. En því til viðbótar var svo troðið þangað inn nokkrum deildum sem vera áttu hinar einu á land- inu, og er þetta meðal annars notað til að réttlæta yfirtöku ríkisins. Hitt gleymist oft, að rík- ið greiðir nú þegar drjúgan hluta af rekstrinum, og ætti því auðvit- að að hafa nokkurn íhlutunarrétt meðal annars til að hindra offjárfestingar. Vel má vera að það hafi verið réttlætanlegt að setja einhverjar sérdeildir sem ekki er grundvöll- ur fyrir nema á einum stað á landinu þarna. Petta þarf þó ekki endilega að vera sjálfgefið, og vitaskuld er það hreinasta fásinna að staðsetja tvær mjög sérhæfðar deildir fyrir landið allt í Reykja- vík. Sama gildir um ýmis sérhæfð lækningatæki eins og til að mynda tölvusneiðmyndatæki. Sé þörf fyrir tvö slík tæki á landinu ber auðvitað að setja þau niður á tveim stöðum, þó ekki sé nema með tilliti til almannavarnasjón- armiða. í þessu sambandi kemur manni auðvitað í hug hlutverk Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri sem varasjúkrahúss landsins. Nú er hafin uppbygging fullkom- ins endurhæfingarspítala í Krist- nesi sem er útaf fyrir sig góðra gjalda vert, en það verður að segjast að þarna hefur að nokkru leyti verið byrjað á öfugum enda. Fyrst hefði, eða að minnsta kosti samhliða, hefði þurft að efla slysadeild FSA, þar á meðal með kaupum á þessu tölvusneið- Borgarspítalinn I Reykjavik. myndatæki. Hér er um mikið hagsmunamál og öryggisatriði fyrir landsbyggðina að ræða vegna legu Akureyrar í miðju landsins, og hagstæðari legu gagnvart fiskimiðunum norðan- og austanlands heldur en Reykja- vík. Það gæti jafnvel skipt sköp- um ef hópslys yrði á þessum mið- um eða inni á miðhálendinu, að ekki þyrfti að treysta á Borgar- spítalann einan hvort sem nú rík- ið eða Borgin ætti hann. í heilbrigðismálum, rétt eins og öðrum málum verðum við að fara að gera okkur grein fyrir því í hvers konar landi við búum, og við hvers konar atvinnulíf. Draumurinn um „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“, er óskaplega fal- legur, en slíkur draumur stoðar lítt loðnusjómanninn sem bóman sló í höfuðið, eða farþegana í flugvélinni sem fórst yfir Trölla- skaga og deyja hljóta af því að slysadeildin var ásamt björgunar- þyrlunni á allt öðru landshorni. Stuðningsfólk Alþýðuflokksins! Við viljum minna á að skrifstofa Alþýðuflokksins að Strandgötu 9 er opin alla daga á milli kl. 18 og 19 vegna atkvæðagreiðslu utan kjör- fundar og verður svo fram að 24. janúar. Sími okkar er 24399. Prófkjörið fer fram dagana 24. og 25. janúar á Hótel j Varðborg. Kjörstjórn. Prófkjör Alþýðuflokksins Kynningarfundir verða um nk. helgi á Húsvík og Akureyri vegna væntanlegs prófkjörs flokksins 24. og 25. janúar nk. Frambjóðendur munu kynna stefnumál sín. Fyrirspurnum svarað. Á Húsavík laugardaginn 17. jan. kl. 14.00 í félagsheimilinu. Á Akureyri sunnudaginn 18. jan. kl. 14.00 í Alþýðuhúsinu. Stjórn kjördæmisráðs.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.