Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUMAÐURINN - 7 í þessu prófkjöri og í framhaldi af því aö Alþýðuflokkurinn fái 2 menn kjörna í komandi Alþing- iskosningum. Þaö er flokknum mikilsvert að vera sterkur í þessu kjördæmi og kjördæminu nauð- syn að vera sterkt í því afli sem Alþýðuflokkurinn verður að afloknum kosningum. Munum að sterkur Alþýðuflokkur þýðir farsælli framtíð. Arnór Benónýsson. Ég er fæddur í þessu kjördæmi og uppalinn og hér hef ég starfað meginhluta ævinnar. Því hef ég fylgst með því, með vaxandi ótta, hvernig þetta kjördæmi hefur verið leikið á undanförnum árum. Uppbygging atvinnuiífs hefur engin verið og kreppt að því sem fyrir var, fjármagns- streymið suður til Reykjavíkur virðist vera gífurlegt og raunar á flestan hátt þrengt að því mann- lífi sem hér er. Þessu vil ég sporna á móti og því gef ég kost á mér í þetta prófkjör. Brýna nauðsyn ber til að stöðva nú þegar fjárstreymið suð- ur og ná til baka fjármagni sem, þangað hefur runnið og hefja hér í kjördæminu skipulagða sókn í atvinnumálum. Það hlýtur að vera grundvallarkrafa í lýðræðis- ríki að þar sem verðmætin eru sköpuð sé þeim varið - varið til uppbyggingar og þróunar atvinnulífsins, sem aftur leiðir af sér farsælla mannlíf á öllum sviðum. Við sem búum við stjórnskipað lýðræði hljótum jafnframt að krefjast efnahags- legs lýðræðis. Við uppbyggingu nýrra at- vinnugreina tel ég einsýnt að við beinum sjónum okkar að þeim kjördæmi, en auðvitað er þess enginn kostur að gera því tæm- andi skil í stuttri blaðagrein. Gömlu leiðirnar hafa ekki dugað og nú verður að hugsa upp nýjar og breyttar leikreglur. Eitt er ljóst, að framundan er hörð barátta eigi þetta kjördæmi að endurheimta þann hlut sem því ber í þjóðarbúskapnum. Þeirri baráttu vil ég leggja lið. Hvers vegna gef ég kost á mér í 2. sætið? Það er ljóst að 2. sætið verður baráttusæti listans í komandi kosningum og mér finnst það verðugt verkefni fyrir nýliða í stjórnmálum. Mér þykir einnig betra að vinna að föstu marki og markmið mitt er að vinna 2. sætið reikningur Alreikningur - nútímareikningur Iðnaðarbankans • sameinarkostitékka-og sparireiknings • hækkandivextirmeðhækkandi innstæðu • lán samdægurs • nafnið þitt sérprentað á hvem tékka • veski, Lykilkort, færslubók o.fl. fylgir. 0 iðnaðarbanhínn Tveir em yfirleitt sterkari en einn. Alreikningur sameinar kosti tékkareiknings og sparireiknings og gefur þess vegna ótvírætt meira. Pottþétt samsetning. atvinnugreinum sem skapast hafa við þá miklu tæknibyltingu sem við lifum nú og tengist örtölvu- tækninni. Þar held ég að séu tækifæri sem eru ónýtt og krefjast þekkingar, hugkvæmni og dugn- aðar, og óneitanlega finnst mér það gæfulegri meðferð á þeim auði sem í manninum býr en bjóða hann til starfa í stóriðju- verksmiðju. Auk þess gætu atvinnugreinar á þessu sviði tengst uppbyggingu menntakerf- isins í kjördæminu. Það er nefnilega trú mín að við íslendingar byggjum tilveru okk- ar á þeim auðlindum sem búa í sjónum umhverfis landið, land- inu sjálfu og því mannfólki sem byggir landið. Og meðan sjórinn og landið eru fullnýtt er mann- auðurinn vannýttur og þar trúi ég að liggi lykillinn að framtíð okkar. Landbúnaðarmál eru sér kapí- tuli í stjórnmálasögu síðustu ára og dálítið undarlegt að sjá ráða- menn þessarar fyrrum landbún- aðarþjóðar hamast við að naga sinn eigin naflastreng. Hér í kjör- dæminu verðum við að gera okk- ur fulla grein fyrir því að helstu þéttbýlisstaðirnir byggja afkomu sína að stórum hluta á bæði úrvinnslu landbúnaðarafurða og þjónustu við sveitirnar. Það er því stórmál fyrir kjördæmið í heild hver þróunin verður í málefnum sveitanna. Ef svo held- ur fram sem horfir verður ekki annað séð en jafnvel blómlegustu byggðir leggist í eyði innan fárra ára. Það hlýtur að vera auðug þjóð sem hefur efni á að kasta á glæ þeim verðmætum sem þar liggja í byggingum og öðrum mannvirkjum, flytja síðan fólkið sem þar býr á þéttbýlisstaðina og eyða þar stórfé í framkvæmdir. Þessari þróun verður að snúa við og til þess þarf sameiginlegt átak stjórnvalda og heimamanna á hverjum stað. Ég hef minnst hér á það sem ég tel brýnast að vinna fyrir þetta AKUREYRARBÆR Auglýsing um fasteignagjöld 1987 Álagningu fasteignagjalda á Akureyri 1987 er lok- ið og verða gjaidseðlar sendir út næstu daga. Fasteignagjöldin eiga að greiðast með fimm jöfn- um greiðslum á gjalddögum 10. janúar, 10. febrúar, 10. mars, 10. apríl og 10. maí. Hafi gjöldin ekki verið greidd innan mánaðar frá gjalddaga reiknast á þau dráttarvextir, nú 2,25%, fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá gjald- daga að telja. Elli- og örorkulífeyrisþegum mun tilkynnt síðar um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts sbr. ákvæði í 3. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveit- arfélaga og samþykkt bæjarstjórnar þar um. Síðar í mánuðinum munu fáanlegir á pósthúsi og bönkum sérprentaðir gíró-seðlar frá Akureyrar- bæ til hægðarauka fyrir greiðendur fasteigna- gjalda og útsvara. Sérstök athygli er vakin á breyttum gjalddaga og eindaga fasteignagjaldanna. Bæjarskrifstofan er opin frá kl. 9.30-15.00 dag- lega frá mánudegi til föstudags. Akureyri, 12. janúar 1987. Bæjarritari. Hvers vegna gef ég kost á mér í prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra?

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.