Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 6
6 - alþýöúMaðLirinn Sigbjörn setur stefn- una á 2. sætið Sigbjörn Gunnarsson, Bjössi í Sporthúsinu, er einn þeirra sem gefa kost á sér í prófkjöri Alþýðuflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Sigbjörn býður sig fram í 2. sætið. Til að forvitn- ast örlítið nánar um Sigbjörn og skoðanir hans, var eftirfarandi viðtal tekið. - Það ráku ýmsir upp stór augu þegar farið var að nefna nafn þitt varðandi þátttöku í prófkjöri krata, hvernig kom það til? „Ég held að fólk hafi einkum verið undrandi þar sem það hefur ekki verið sérlega algengt að ung- ir menn með ósköp venjulegan bakgrunn gæfu kost á sér í lands- málapólitík. Á síðustu árum hef- ur gangurinn frekar verið eftir ákveðnum formúlum, þ.e.a.s. menn hafi háskólanám að baki, einkum lögfræði, fólk sé þekkt í gegnum fjölmiðla, eftir starf að verkalýðsmálum eða eitthvað slíkt. Þess vegna þótti ýmsum þetta óðs manns æði af tiltölulega venjulegum manni. Margir muna hins vegar að ég tók þátt í próf- kjöri fyrir desemberkosningarnar 1979 og skipaði þá þriðja sætið á lista Alþýðuflokksins." - Hefur þú alltaf verið krati? „Já, ég hlýt að hafa drukkið kratismann í mig með móður- mjólkinni, þar sem foreldrar mínir hafa löngum starfað í Alþýðuflokknum og afi minn einnig mikið, sat meðal annars á þingi um skeið. Og ekki nóg með það, heldur giftist ég einnig inn í mikla kratafjölskyldu. Þannig má ef til vill segja að undankomu hafi vart verið auðið, og raunar ekki vilji til undankomu." - Nú gefur þú aðeins kost á þér í 2. sætið á listanum, vantar þig metnað til að takast á við 1. sætið? „Ýmsir ágætir menn og konur hvöttu mig til þátttöku í þessu prófkjöri. Að vandlega athuguðu máli ákvað ég að gefa kost á mér í 2. sætið einvörðungu. Ástæð- urnar eru fyrst og fremst þær, að ég tel að Álþýðuflokkurinn eigi góða möguleika á því að fá tvo menn kjörna hér í kjördæminu í komandi kosningum og því finnst mér mjög verðugt verkefni að takast á við að skipa 2. sætið og berjast þar í kosningaslagnum og leggja fram krafta mína til styrkt- ar landsbyggðinni, sem svo mjög er nú sótt að af íhaldsöflum landsins." - Þú hlýtur að hafa einhver önnur áhugamál en pólitík, hver eru þau? „Ég hef áhuga á öllu mannlegu skulum við segja. Þó hefur áhugi á öllu mannlegu verið brennandi. Ekki drakk ég þó í mig íþrótta- áhugann með móðurmjólkinni að ég best veit. Ég lék fótbolta um nokkurra ára skeið, fyrst með IBA og síðar KA. Ég spilaði einnig handbolta með KA og sá mér til furðu í blaði á dögunum að ég er enn meðal tíu leikja- hæstu handboltamanna í KA. Ég gutla ennþá svolítið í fótbolta með gömlum félögum og auk þess dútla ég svolítið í golfi mér til ánægju, en ekki með keppni fyrir augum. Á síðari árum hef ég tekið þátt í stjórnarstörfum í KA og golfklúbbnum og er nú for- maður íþróttaráðs Akureyrar." - Eins og þú sagðir áðan þá hefur það færst í vöxt að menn fari ákveðnar brautir til þátttöku í pólitík. Óttast þú ekki að leggja á þessa braut án þess að vera „fræðingur"? „Að sjálfsögðu er öll menntun af hinu góða. Ég vil hins vegar benda á að sú hætta fylgir að menn festist í kennisetningum eigin fræða og verði ærið einhæf- ir. Besta menntunin er fólgin í skóla lífsins, með samskiptum við sem flest fólk. Ég hef kynnst ærið mörgum í gegnum störf mín, fyrst sem kennari og síðar verslunarmaður og einnig í íþróttahreyfingunni. Ég held að þingmaður þurfí umfram allt að vera þremur kostum búinn. Að vera þokkalega gefinn, að þora og geta tekið sjálfstæðar ákvarð- anir og ekki síst að hjartalagið sé gott.“ - Eru einhver sérstök mál sem þú hefur áhuga fyrir í pólitíkinni? „Það má auðvitað telja upp ærið margt. Það er öllum ljóst að heilbrigt efnahagslíf er undir- staða alls velfarnaðar í þjóðfélag- inu.Tökum t.d. skattamál. Með ranglátu og allt of flóknu skatta- kerfi þrífst ekki sá jöfnuður og velferð sem nauðsynleg er. Ég legg áherslu á að almennar tekjur, þ.e.a.s. tekjur sem venju- leg fjölskylda þarf sér til fram- færslu, eiga ekki að bera skatta. Frádráttarfrumskóginn verður að grisja, þannig að meginreglan verði sú að frádráttarliðir falli niður. Þá ber ríka nauðsyn til að einn lífeyrissjóður verði fyrir alla landsmenn. Um þetta eru flestir í hjarta sér sammála, en skort hef- ur á framkvæmdir. Mér eins og fleirum svíður mjög hvernig margt fólk tapaði eignum og sál- arró þegar misgengi lánskjara- vísitölu og launa var sem mest. Fólk er raunar enn að bíta úr nál- inni í því sambandi. Hví ekki að taka hagnað Seðlabanka til þess að leiðrétta þá eignaupptöku sem átti sér stað?“ - Mörgum eru hugleikin hug- tökin siðferði og pólitík, þ.e.a.s. samtvinnun þessara hugtaka. Hvaða skoðun hefur þú þar á? „Undanfarinn áratug eða svo hefur farið fram mikil umræða innan Alþýðuflokksins um sið- ferði í stjórnmálum. Svo er að sjá sem allt of fáir utan Alþýðu- flokksins hafi látið sig þessi mál einhverju varða. Bankamálaráð- herra var frumkvöðull að því að skipuð var nefnd til að kanna Hafskipsmálið á sínum tíma. Þegar þar að kemur að nefndin snuprar ráðherrann bregst hann hinn versti við, enginn bar ábyrgð. Svona geta mál ekki gengið. Ég álít enn þann dag í dag að afstaða Alþýðuflokksins 1979 þegar flokkurinn rauf stjórnarsamstarfið sem frægt er, hafi verið siðferðilega rétt og raunar eitt af fáu verulega heiðarlegu sem gert hefur verið í pólitík undanfarin tuttugu ár. Flokkurinn hlaut verulegt fylgi í kosningunum 1978 og bundnar voru vonir við stjórnarsetu flokksins. Það kom síðar á dag- inn að samstarfsflokkarnir voru tregir til að framfylgja stjórnar- sáttmálanum, virtust fyrst og fremst njóta stólanna. Slíkar ríkisstjórnir eiga ekki að sitja. Það verður að vera liðin tíð að loforð séu ekki efnd. Ég þykist raunar hafa orðið var við hugar- farsbreytingu í þá veru að flokk- um sem ekki standa við gefin heit verði refsað af kjósendum.“ - Eitthvað að lokum? „Alþýðuflokkurinn virðist vera í mikilli sókn, ef marka má skoð- anakannanir. Flokkurinn virðist hafa tiltrú fólksins í landinu. Alþýðuflokkurinn er opnari öðr- um flokkum, til dæmis á þann veg að boðið er upp á prófkjör, en ekki þröng klíka sem Öllu ræð- ur um framboðsmál flokksins. Það er von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu sem haldið verður nú um aðra helgi. Yerkstjóri Óskum eftir að ráða verkstjóra á kvöldvakt í saumadeild. Viðkomandi þarf að hafa menntun og/eða reynslu í saumastörfum. Umsóknarfrestur er til 15. þ.m. Einnig getum við bætt við starfsfólki á kvöldvakt við saumaskap. IDNAÐARDEILD SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 [ Wm-I t V|B 1 i ’ÍI I É % \ 4 1 m. “^ÉÍÉIsö STYTTIRKR Sparilán Landsbankans eru tilvalin fyrir þá sem ekki hafa tíma til þess að bíða eftir að sparifé þeirra vaxi á venjuleg- 1f .« \ .110 I4”3 ip.gn ÍW.ttS. •v^-122 «3 1V0 ttt. ni' 1?í' ilt |3V ' . '13? 131 1.37 13* .- Óí . íia pr, i°b 1<Jf 8f. °? ?2 an hátt. Ástæðan er auðvitað sú að þegar spamaðartímabil- inu lýkur veita þau sjálfkrafa rétt á láni sem getur numið allt að tvöfaldri sparnaðarupp- hæðinni. Þú hefur því veru- legar upphæbir til ráðstöfun- ar eftir tiltölulega skamman tfma. Þú kemur og stofnar reikning, ákveður hversu háa upphæð þú vilt leggja til hliðar mánað- arlega og hversu lengi. Að sparnaði loknum tekur þú höfuðstólinn út ásamt vöxtum og færð lánið fyrirhafnar- laust. Lánið endurgreiðist með mánaðarlegum greiðslum á allt að tvöföldum þeim tíma sem sparnaðurinn tók. Styttu þér leið með spariláni. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 1100 ár L

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.