Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Blaðsíða 11

Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUMAÐURINN - 11 Nýsköpun í efnahagsmálum Alþýðuflokkurinn vill að kjördæmaskipun og kosningalöggjöf verði breytt. Að leiðarljósi verður að hafa réttlæti milli einstakra byggðar- laga, jöfnun atkvæðisréttar og hagsmuni hinna dreifðu byggða. Stjórn- arskráin þarf að tryggja að þingstyrkur stjórnmálaflokkanna sé jafnan í fullu samræmi við kjörfylgi þeirra. Frá lýðræðissjónarmiði er það galli á núverandi kosningaskipan að kjósendum er gert næsta ókleift að breyta röðuðum flokkslista, sem oft er valinn af þröngum hópi, svo að raunar fer ekki fram iýðræðisleg keppni nema milli örfárra frambjóðenda. Prófkjör er mjög til bóta en þó ekki einhlítt. Alþýðuflokkurinn telur að breyta eigi núverandi skipan hlutfalls- kosninga á þá lund, að kjósandi geti einnig veitt stuðning eða hafnað stuðningi við einstaka frambjóðendur. Auka þarf þátttöku almennings í mótun stefnumála á þjóðfélags- sviði og tryggja rétt hins almenna borgara gagnvart opinberum aðilum. Því vill Alþýðuflokkurinn • að sett verði löggjöf um hlutverk þjóðaratkvæðis i stjórnskipan ís- lands. • að sett verði á stofn embætti óháðs umboðsmanns þjóðarinnar eða umboðsnefnd kosin af sameinuðu Alþingi, sem taki við og ranr.saki umkvartanir fólks sem telur sig órétti beitt i samskiptum við opinbera aðila. • að sett verði lög um hvernig framkvæma eigi ákvæði stjórnarskrár- innar um rannsóknarnefndir Alþingis. Réttargæsla — dómsvald Réttargæslu og meðferð dómsvalds verður að haga þannig, að allir njóti réttaröryggis. Réttargæslukerfið á að vinna gegn orsökum afbrota og veita raunhæfa vernd gegn þeim. • AUir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. • Sjálfstæði og óhlutdrægni dómsvaldsins verður að vera ótvírætt. • Öllunr á að vera tryggð skjót og undanbragðalaus úrlausn eigin mála. Alþýðuflokkurinn telur mörgu áfátt í íslensku réttarfari. Til þess liggja margar forsendur, og má þar fyrst telja úrelta uppbyggingu dóms- kerfisins og þá staðreynd, að þrígreining hins opinbera valds, sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir, er alls ekki í heiðri höfð. Dómsvaldið er háð hinu pólitiska valdi. Á undanförnum árum hefur því þróast óþol- andi ástand í réttargæslumálum. Spilling hefur þrifist, starf réttarkerf- isins hefur verið þungt í vöfum og fólkið í landinu engan veginn notið jafnréttis. Alþýðuflokkurinn vill • að dómarar verði með öllu óháðir hinu pólitíska valdi. • að sjálfstæði dómsvaldsins varðandi stofnun og veitingu dómara- embætta verði aukið. • að dómsmálakerfið verði endurskipulagt frá rótum. Héraðsdómstól- um verði fækkað, umdæmi þeirra stækkuð og dómarar gegni einung- is dómsstörfum. • að settir verði upp gerðardómar, sem útkljái smærri mál. • að starfsaðstaða réttargæslunnar, t.d. lögreglu og sakadóms, verði stórlega bætt um leið og þessar stofnanir verði gerðar óháðari. • að meðferð dómsmála sé hraðað. • að ríkisvaldið sjái lágtekjufólki fyrir ókeypis lögfræðiþjónustu. • að séð sé fyrir viðunandi meðferð við hæfi hinna óliku hópa afbrota- manna. • að refsilöggjöf verði mild og mannúðleg — en dómum sé framfylgt undanbragðalaust. • að ríkisvaldið aðstoði þá, sem lokið hafa refsivist og eru að koma sér fyrir í mannlegu samfélagi á nýjan leik. • að sérstök varúð sé sýnd í málefnum ungmenna, sem gerst hafa brot- leg. Meðferð almannavalds Siðgæði í opinberu lífi er ómissandi undirstaða heilbrigðs þjóðlífs. í þeim efnum er árvekni og viðreisnar þörf. Samfélagið er lítið og umvafið böndum kunningsskaparins. Verð- bólgan hefur ruglað heilbrigðan hugsunarhátt, óheiðarlegir viðskipta- hættir viðgangast, skattsvik eru útbreidd. Slæleg viðbrögð stjórnvalda við þeim hafa grafið undan virðingu fyrir opinberu valdi. Spilling og ábyrgðarleysi þrífst i skjóli pukurs og samtryggingar í rík- isbákninu, og launung og eftirlitsleysi bankakerfisins býður sérstökum hættum heim. Pólitískar embættisveitingar hafa skert starfshæfni rík- isvaldsins og traustið til stjórnmálaflokkanna. Alþýðuflokkurinn telur að gjörbreyta þurfi þessu ástandi. • Almenningur þarf að fá að vita sannleikann i hverju máli. • Setja þarf Iöggjöf um stóraukna upplýsingaskyldu stjórnvalda og greiðan aðgang fjölmiðla að upplýsingum um þjóðfélagsmál. • Styrkja á fjölmiðla með riflegu ríkisframlagi og gera þeim fært að starfa óháðir fjármálavaldi og pólitískum þvingunum. • Alþingi þarf að hafa stöðugra og nánara eftirlit með framkvæmda- valdinu. • Til þess að endurreisa stjórnmálalegt og fjármálalegt siðgæði í þjóð- félaginu er þörf á víðtækri hugarfarsþreytingu. Frumskilyrði árang- urs er að rjúfa hina grónu samtryggingu stjórnmálaflokkanna. Alþýðuflokkurinn telur það eitt af brýnustu verkefnum sínum að rjúfa þetta þjóðfélagslega sjálfskaparvíti og berjast gegn spillingaröfl- unum. Eignarráð á landinu Alþýðuflokkurinn vill binda í stjórnarskrá eignarráð íslenzku þjóðar- innar á landi sínu og miðunum umhverfis það. • ísland allt verði þjóðareign. • Orkulindir náttúrunnar verði sameign þjóðarinnar. • Byggðin í landinu fái vaxtarrými án okurgjalds. Skilgreining eignarréttarins í islenzkum lögum er sprottin úr þjóðfé- lagi og hugmyndaheimi liðins tíma, og er um margt í andstöðu við þjóð- arhag og hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Tilfinnanlegast er þetta hvað varðar eignarrétt á landi og landgæðum. Viðgangur byggðar og atvinnu í landinu þarfnast þess að orkulindir fallvatna og jarðvarma séu virkj- aðar í almannaþágu og landrými ráðstafað til mannvirkjagerðar. Það er gagnstætt öllu réttlæti að einstakir landeigendur geti hirt stórgróða vegna þess eins að alþjóðarþörf hafi gert lönd þeirra verðmæt án nokk- urs tilverknaðar þeirra sjálfra. Þó að einkaeign á landi leiði oft til landverðshækkunar og jarða- brasks, telur Alþýðuflokkurinn samt hyggilegt að bændur eigi bújarðir sínar, kjósi þeir það fremur en leigubúskap. ísland allt verði þjóðareign. Alþýðuflokkurinn vill binda þjóðareign iandsins í stjórnarskránni: íslenzka þjóðin öll, einn fyrir alla og allir fyrir einn, á ísland allt, gögn þess og gæði og miðin umhverfis það. Alþingi fer með umráðarétt yfir þessari eign, en getur með lögum veitt einstaklingum, fyrirtækjum og félagsheildum, til dæmis sveitarfélögum, tiltekinn rétt til þessara gæða. Eins og þjóðin á sameiginlega rétt til lands síns og gæða þess, svo ber henni sameiginlega skylda til að varðveita fjölbreytta náttúru landsins, auka gróðurríki þess og halda mengun innan þeirra marka, sem loft, land, vatn og haf þola til frambúðar. IV. ísland í samfélagi þjóðanna Mikill hluti mannkyns býr við ófrelsi og ófrið, hungur og fáfræði. Þjóðir eru undirokaðar. Auði er misskipt. Það er kjarni jafnaðarstefnu að berjast gegn slíku ranglæti. Boðskapur hennar er friður um víða ver- öld, frelsi öllum til handa, jafnrétti í skiptingu lífsgæða og bræðralag með mönnum og þjóðum. Alþýðuflokkurinn telur nauðsynlegt að vinna að vinsamlegum sam- skiptum við allar þjóðir í þágu friðar í heiminum. Hann styður lýðræð- islegar frelsishreyfingar kúgaðra þjóða og heilbrigða skiptingu á fram- leiðslu jarðar milli allra íbúa hennar. • Með alþjóðasamstarfi skal vinna að friði i heiminum og aðstoð við þær þjóðir, sem eru afskiptar í efnahagsmálum eða búa við órétt í stjórnmálum. • Jafnaðarstefnan er i eðli sínu alþjóðahyggja og verður ekki framfylgt til hlítar nema með samvinnu allra þjóða. Alþýðuflokkurinn telur, að utanríkisstefna lýðveldisins fslands eigi að markast af þjóðlegri reisn og metnaði til að varðveita fullveldi þjóð- arinnar og lýðræðislegt stjórnarfar. Gæta verður efnahagslegs og menningarlegs sjálfstæðis þjóðarinnar. íslendingar eiga að þyggja utanríkisstefnu sína á þátttöku i Samein- uðu þjóðunum og norrænu samstarfi. Utanríkismál fela í sér viðleitni mannkynsins til að móta eigin fram- tíð og eru að því leyti sambærileg hinum stefnumarkandi hugsunar- hætti innanlandsstjórnmála. Nú bjóðast smáþjóðum fá tækifæri til að koma fram hugsjónamálum eða heildarstefnu á alþjóðavettvangi, þar sem sérhagsmunir og hnefaréttur ráða mestu. íslendingar gera sér grein fyrir þessum leikreglum en vilja'stuðla að breytingum á þeim í þá átt að auka mátt alþjóðasamtaka, alþjóðasamstarf og alþjóðlegrar stefnu- mörkunar í velferðarmálum alls mannkyns. Alþýðuflokknum er Ijóst að afnám hvers konar hernaðarbandalaga er alger forsenda fyrir raunhæfri friðvæðingu í heiminum og afvopnun allra þjóða. Alþýðuflokkurinn telur hugmyndirnar um kjarnorkulaus svæði at- hygli verðar og styður starfsemi og tilgang allra friðarhreyfinga sem í orði og verki stuðla að raunhæfum friði þjóða á milli. Stuðningur við þróunarlönd Stjórnieysið, sem ríkir í alþjóð. málum, er andstætt jafnaðarhugsjón- inni. Það stefnir heimsfriði í voða og hindrar lausn þeirra vandamála, sem stofna framtið mannkynsins í hættu. Þótt verulegar umbætur í alþjóðamálum verði hvorki auðsóttar né fljótfengnar, ber íslendingum að berjast fyrir þeim, einkum í samvinnu við þjóðir Norðurlanda, sem okkur eru skyldastar að hugsunarhætti, og þróunarríkin, sem mest líða fyrir óréttlæti ríkjandi skipunar. Jafn- framt ber Islendingum að gera sér ljóst og búa sig undir, að sanngjörn og framsýn skipan alþjóðamála hlýtur að miða að kjarajöfnun meðal þjóða og leggja þyngstar byrðar á auðugu ríkin, þar á meðal ísland. Sem fyrsta skref í rétta átt eiga íslendingar þegar að hætta að þiggja framlög frá alþjóðastofnunum. Síðan eiga þeir að taka mjög vaxandi þátt í þróunarhjálp fyrir milligöngu alþjóðastofnana og ná sem fyrst settumarki Sameinuðuþjóðanna um 1% þjóðarteknatil þróunarhjálp- ar. Framlagi íslendinga ber einkum að beina að þeim framkvæmdum þar sem þeir hafa af sérstakri reynslu að miðla. Alþýðuflokkurinn vill að þróunarríkin verði studd í baráttu sinni fyr- ir efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði. Hann fordæmir þær leifar ný- lendustefnunnar, sem felast í arðráni ríku þjóðanna á náttúruauðlind- um og vinnuafli fátæku þjóðanna. Hann styður sókn frelsishreyfinga gegn innlendri og erlendri harðstjórn og vill stuðla að samstöðu smá- þjóða til verndar rétti sínum. • Alþýðuflokkurinn berst fyrir því að til þróunarhjálpar fátækra þjóða verði a.m.k. varið 1% þjóðartekna íslendinga. • Hann leggur áherslu á, að tryggt sé að öll þróunarhjálp sem veitt verð- ur af íslendinga hálfu, skili sér til réttra aðila og við það miðuð að hún styðji viðkomandi lönd og þjóðir til sjálfshjálpar og sjálfsbjarg- ar. Utanríkisviðskipti Smáþjóð hlýtur með sérstökum hætti að standa vörð um efnahagslegt sjálfstæði sitt, ekki síst gagnvart hinum öflugu fjölþjóðafyrirtækjum nútímans. Því kemur ekki til greina, að íslendingar leyfi erlendu vinnuafli eða fjármagni frjálsan aðgang að landi sínu. En íslendingum er hagur að því að semja við önnur ríki um gagnkvæma lækkun tolla og afnám við- skitpahafta, til þess að geta flutt út sjávarafurðir með sömu kjörum og samkeppnisþjóðir á því sviði og til þess að tollmúrar hindri ekki upp- byggingu íslensks útflutningsiðnaðar. Utanrikisviðskiptin má ekki binda um of við ákveðna heimshluta, þannig að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar stafi hætta af. Það er því ekki nóg að semja við viðskiptabandalög í Evrópu um tollalækkan- ir, heldur á ísland smám saman að hverfa frá verndartollastefnu gagn- vart öllum ríkjum. Landhelgi og hafréttur Tveir þriðju hlutar jarðarinnar eru hafsvæði. Framtíð mannkynsins er mjög undir því komin, að auðlindir hafsins séu varðveittar og tryggð nýting þeirra til framleiðslu matvæla og annarra verðmæta. Strandríki hafa hlotið rétt til 12 mílna algerrar lögsögu og 200 mílna efnahags- og fiskveiðilögsögu. Úthafið utan þeirra marka á að vera sameign mannkyns undir alþjóðlegri stjórn á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Afrakstur af auðlindum úthafsins renni til fátækra þjóða. 200 mílna fiskveiðilögsaga leggur íslensku þjóðinni þær skyldur á herðar að varðveita fiskstofna og aðrar auðlindir þessa mikla hafsvæóis og tryggja fullan afrakstur þeirra. Til þess verður þjóðin að beita vis- indalegri þekkingu og ítrasta aga, ella fyrirgerir hún siðferðislegum rétti sinum til þessa mikla matarþúrs. Alþýðuflokkurinn styður ábyrga nýtingu og öfluga gæslu fiskveiði- landhelginnar. Flokkurinn telur, að íslendingum beri að styðja alþjóð- lega nýtingu úthafsins, svo að það verði þáttur í félagslegri baráttu mannkvnsins við hungur, heilsuleysi og fátækt.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.