Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Blaðsíða 16

Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Blaðsíða 16
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksféiag Akureyrar Blaöstjórn: Oskar Alfreösson, Haraldur Helgason. Jorunn Sæmundsdottir Fréttir frá bæjarstjóm Akureyrar Kristinn Alþýðuflokkur Kemur skíðaskipið? Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum sl. þriöju- dag, að Akureyrarbær veiti Norðurskipi hf., sem hyggst kaupa svifnökkva til ferða um Eyjafjörð og til Grímseyjar á næsta sumri, einfalda bæjar- ábyrgð að upphæð allt að 6 millj. kr. að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum: 1. Að hlutafé fyrirtækisins verði aukið um kr. 2 millj. 2. Hlutafélagið og skipið verði skráð á Akureyri. 3. Sett verði fullnægjandi trygg- ing fyrir ábyrgð Akureyrar- bæjar. Norðurskip mun, ef af kaupum á skipinu verður, fá það á kaup- leigusamningi hjá Glitni hf. Undirkjörstjórnir skipaðar Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti sl. þriðjudag eftirtalda aðal- og varamenn í undirkjör- stjórnir vegna alþingiskosning- anna 25. apríl nk.: AAalmcnn: Alfreð Óskar Alfreðss., Grænugötu 10. Magnús Aðalbjörnss., Ásabyggð 18. Gunnar Steindórss., Espilundi 4. Margrét Jónsd., Álfabyggð 18. Sigursveinn Jóhanness., Kotárgerði 11. Jórunn Sæmundsd., Hólsgerði 2. Auður Stefánsd., Tjarnarlundi 10 j. Aðalheiður Mikaelsd., Einholti 6 a. ísak Guðmann, Hamragerði 10. Karl Jörundss., Suðurbyggð 13. Ævar Ólafss., Reykjasíðu 9. Aðalsteinn Sigurðss., Ásabyggð 1. Hörður Steinbergss., Hrafnagilsstræti 31. Birgir Svavarss., Víðimýri 13. Rafn Hjaltalín, Vanabyggð 1. Fríða Sæmundsd., Gránufélagsgötu 5. Rut Ófeigsd., Stóragerði 15. Sigurður Hermannss., Heiðarlundi 8 i. Gunnlaugur F. Jóhannss., Pverholti 1. Unnar Láruss., Grundargerði 5 c. Ármann Helgas., Ásbyrgi/Skarðshlíð 42. Katrín Pálsd., Grundargerði 6 j. Guðjón E. Jónss., Oddagötu 11. Sigurlaug A. Sigtryggsd., Tungusíðu 13. Varamenn: Snælaugur Stefánss., Vanabyggð 2 d. Jónas Stefánss., Bröttuhlíð 1. Þorsteinn Porsteinss., Skarðshlíð 6 e. Ásta Hallvarðsd., Heiðarlundi 1 d. Rannveig Rögnvaldsd., Akurgerði 7 d. Pétur Torfas., Sólvöllum 9. Agnes Guðnad., Furulundi 4 f. Valgerður Jónsd., Áshlíð 13. Kristín Sveinsd., Áshlíð 3. Jóhann Bjarmi Símonars., Klettaborg 4. Halla Sigurðard., Pverholti 16. Leifur Tómasson, Goðabyggð 17. Ólina Jónsd., Jörvabyggð 7. Bergþóra Eggertsd., Vanabyggð 5. Þórunn Sigurbjörnsd., Hólsgerði 8. Stefán Hallgrímss., Kringlumýri 2. Jón Oddgeir Guðmundss., Glerárgötu 1. DórótheaGuðlaugsd.,Tjarnarlundi 19 h. Sigríður Gísladóttir, Grenilundi 11. Arnar Guðmundss., Reynilundi 3. Friðrik Kristjánss., Byggðavegi 141. Signý Rafnsd., Skarðshlíð 28 g. Gísli Ólafss., Heiðarlundi 2 j. SveinborgSveinbjörnsd., Heiðarlundi 6 a Aðalfundur Slippstöðvarinnar verður haldinn laugardaginn 11. apríl, þ.e. nú á laugardag. Bæjar- stjórn hefur að venju falið bæjar- stjóra að fara með umboð Akur- eyrarbæjar á fundinum og jafn- framt falið honum að tilnefna Aðalgeir Finnsson og Guðmund Friðfinnsson sem aðalmenn í stjórn fyrirtækisins og varamenn þá Frey Ófeigsson og Sæþór Steingrímsson. Samkvæmt heimildum Al- þýðumannsins verða engar breyt- ingar á stjórn fyrirtækisins, en þar sitja nú sem fulltrúar ríkisins Stefán Reykjalín, Ingólfur Árna- son, Gunnlaugur Claessen og Halldór Blöndal. Fulltrúi KEA í stjórn verður og áfram Bjarni Jóhannesson. Fonti neitað um niðurfellingu skulda Prentsmiðjan Fontur hf. leitar nú eftir nauðasamningum, skv. lög- um þar um, en rekstur þess gekk afar illa og hefur fyrirtækinu nú verið lokað. Fontur leitaði eftir því við bæjarsjóð og stofnanir hans, að skuldir fyrirtækisins yrðu felldar niður allt að 70%. Bæjarstjórn hafnaði erindinu. Einu sinni stóð ég líka frammi fyrir því að þurfa að kjósa fyrsta sinni en máski hefur það aldrei vafist fyrir ungu fólki sem einmitt nú. Hið pólitísa litróf hefur aldrei verið meira. En mikið er ég hræddur um að mörg atkvæði fari í súginn í apríl. En hverja á að kjósa? Hvað eru prestar annars að vasast í stjórnmálum? Eru flokkadrættir ekki nógir nú þegar. Ættu þeir ekki einmitt að halda sig utan og ofan við, bera klæði á vopnin, sinna sínum verkefnum? Um þetta eru skiptar skoðanir. Sumir vilja halda því fram að kirkjan og kirkjunnar menn, sem sé fólkið í söfnuðun- um eigi ekki að koma nálægt stjórnmálum, þeirra hlutverk sé æðra og heilagra. Til eru þeir inn- an kirkjunna hins vegar sem jafn- vel vilja stofna kristilegan flokk. Ekki veit ég hvaða hljómgrunn slíkt hefði. Eg ætla að leyfa mér að viðra mínar skoðanir: Auðvit- að er hlutverk kirkjunnar fyrst og fremst að boða Krist, halda kristnum dómi á lofti. Hlutverk kirkjunnar er von framtíðar. En hún starfar einnig í þessum heimi og hver og einn einstaklingur á, Guði sé lof, þann möguleika í okkar lýðfrjálsa landi að láta til sín taka á hinum veraldlega vett- vangi. Og menn og konur kirkj- unnar eiga og mega taka þátt. Á hinn bóginn misnota og misskilja þessi sömu menn og konur hlut- verk sitt ef þau predika pólitískar skoðanir sínar úr stóli. Úr þeim stóli á aðeins að boða Jesúm Krist. Utan kirkju hef ég lagt hönd á plóg Alþýðuflokksins. Einfald- íega vegna þess að í stefnu hans felst von um betra mannlíf á jörðu, meira frelsi, meira jafn- rétti, meira bræðralag og ekki síst vegna þess að með auknum styrk jafnaðarmanna megi hamla gegn þeim öflum er stefna að frumskógarhernaði meðal íbúa lýðveldisins. Nú gæti ég persónulega skrifað undir margt það er Kvennalistinn boðar, margt það er Flokkur mannsins boðar og ekki síst margt það er Þjóðarflokkurinn boðar. Pað er illt til þess að vita að þetta fólk í þessum hreyfing- um hafi ekki getað fundið starfs- grundvöll í Alþýðuflokknum. Par á það heima. Önnur ógæfa jafnaðarmanna er einnig sú, að félagshyggju- mönnum í Alþýðuflokki, Fram- sóknarflokki og Alþýðubanda- lagi hefur ekki tekist að samræma stefnu sína. En það er önnur saga. Óréttlætið fer vaxandi á ís- landi. Jafnaðarstefnan er sprottin úr kristnum jarðvegi. Eflum Alþýðuflokkinn í næstu kosning- um Hannes Örn Blandon. TIL UNGRA KJÓSENDA Aldrei fyrr hefir jafnmargt ungt fólk gengið til kosninga og nú. Kosningaaldur færður niður í 18 ár, og svo fjölmennir eru þeir sex árgangar, er nú ganga í fyrsta sinn að kjörborði, að þeir vega þungt í vogarskál kosninganna. En um leið og hinn ungi kjós- endahópur er svo fjölmennur,er ábyrgðin þyngri, sem á honum hvílir um að leggja lóð sitt þannig í vogarskálina, að til hagsbóta horfi í framtíðinni. En liann er einnig sá hópur kjósenda, sem mest á undir því, að vel takist til um stjórnarstefnu framtíðarinn- ar. Pað er sá hópur þjóðarinnar, sem ýmist er tekinn að axla byrð- ar þjóðfélagsins, eða hlýtur að gera það innan skamms. Það er hópurinn, sem á að læra af reynslu kynslóðanna og ávaxta þann arf, sem hann hefir hlotið sér og framtíðinni til gagns og gæfu. Af þessum sökum er það, sem ég nú ávarpa ykkur unga fólkið, nýju kjósendurna. Eg ávarpa ykkur ekki sem pólitískur prédikari, heldur sem gamall afi eða kennari, sem segir ykkur sögu úr lærdómsbók reynslunnar. Ég byrja mál mitt á því að lit- ast um í því þjóðfélagi, sem ég og jafnaldrar mínir lifðum í á þeim aldri, sem þið eruð, sem kjósið nú í fyrsta sinn. En við kusum ekki. Kosningarrétturinn var bundinn við 25 ár, og ýmsar hömlur voru þá fleiri. Við höfð- um flest notið lögboðinnar barnafræðslu í 4-5 ár, en miklu fleiri ekki nema 6-8 vikur á ári._ Framhaldsskólar voru þá fáir, litlir og vanbúnir, og ekkert, sem hét námslán. Þið getið farið nærri um jafnréttið til náms á þeim árum. Enginn stuðningur var þá við fátæka og munaðarlausa, nema sveitastyrkur, naumt skammtaður og talinn eftir, og honum fylgdi missir mannrétt- inda, svo að margir sultu heldur en leita á náðir sveitarinnar. Fátækum fjölskyldum var sundr- að og þær fluttar sveitarflutning- um landsfjórðunga milli ef svo bar undir. Verkalýðsfélög van- megnug, engin samningsréttindi þeirra, og þeir menn, sem tóku forystu í þeim, sífelldlega hraktir og hrjáðir af atvinnurekendum. Engar tryggingar, hvorki gegn atvinnuleysi, sem var landlægt, elli, sjúkdómum, örorku né slys- um af hvaða tagi sem var. Lítil sem engin heilbrigðisþjónusta. Engin fyrirgreiðsla fyrir hús- byggjendur, var þó húsnæði fjöl- margra langt neðan við það að kallast mannsæmandi. Örbirgðin var hvarvetna, og þeir þóttust góðir, sem höfðu í sig og á eða með öðrum orðum gátu aflað sér brýnustu nauðþurfta. Margt fleira mætti telja, en ég læt hér staðar numið. Ungu kjósendur! Þið hristið ef til vill höfuðið og trúið mér ekki. Ykkur þykir þetta allt, sem ég hef telið upp að skorti þá, en við öll njótum nú, svo sjálfsagðir hlutir, að þið jafnvel haldið, að þeir hafi komið af sjálfu sér. En því fer fjarri. Það hefir kostað langa og harða baráttu að koma þessum umbótum á, og enn þarf margt að bæta á þessum sviðum, og framtíð ykkar og niðja ykkar er undir því komin, að vel megi til takast í þeim efnum, og þessar umbætur verði ekki rifnar niður í frjálskyggjuæði því, sem nú ógn- ar þjóðinni úr herbúðum stjórn- arflokkanna. En þessu fylgir önnur saga. Á þessu ári eru 70 ár liðin síðan Alþýðuflokkurinn var stofnaður. Stefnuskrá hans var frá upphafi að ráða bót á þeim félagslegu vandamálum, sem ég lýsti stutt- lega og hafði enginn flokkur hreyft nokkru þeirra mála áður nema nokkrar umbætur voru þá komnar í skólamálum, en þó ekki lengra en ég gat um. Óg flokkurinn hefir barist sleitulaust fyrir félagslegum umbótum frá upphafi. Hann hefir átt frum- kvæði að allri löggjöf í því efni, og þokað málunum áfram hverju sinni, er hann hefir verið í stjórn- araðstöðu, og samstarf hans við aðra flokka hefir ætíð verið bundið því skilyrði, að þessum málum yrði þokað áleiðis. Merk- ustu umbæturnar eru trygginga- löggjöfin. Þær gerðu byltingu í þjóðfélaginu, og þær eru verk Alþýðuflokksins, þótt aðrir flokkar vilji nú eigna sér þær, þegar þeir sjá að þær eru vinsæl- ar. En það er hægt að spilla góð- um málum með framkvæmd laga. Húsnæðislán og fyrirgreiðsla hins opinbera við húsbyggjendur var hafin með verkamannabústöðum að frumkvæði Alþýðuflokksins. Röng efnahagsstefna núverandi ríkisstjórnar hefir hleypt hús- næðismálunum í þann hnút, að lánakerfi þeirra er orðið bölvald- ur í stað þjóðþrifa. Þannig getur farið með hvert gott málefni, þegar þau komast í hendur ein- sýnna auðhyggjumanna. Lokaorð mín til ykkar ungu kjósendur eru: Athugið þessi mál í næði. Athugið hvaða stjórn- málaflokkur einn allra flokka hefir aldrei hvikað frá stefnunni að velferðarþjóðfélagi. Gerið síðan upp hug ykkar, hvort þér viljið halda áfram í stefnu gró- andi þjóðlífs í átt að velferð þegnanna, eða hefja eyðimerk- urgöngu með frjálshyggju auð- valdsins að leiðarljósi. Hvort vilj- ið þið heldur styðja hinn veika, eða troða hann niður í svaðið? Framtíð þjóðarinnar veltur á hvert svar ykkur verður á kjör- degi. Eg skora á ykkur öll að skipa ykkur undir merki velferðar- stefnunnar. Annað sómir ekki vel gerðri og glæsilegri æsku, sem alist hefir upp við þau gæði, sem hún hefir veitt okkur öllum. Steindór Steindórsson frá Hlöðum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.