Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1987, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 18.11.1987, Blaðsíða 1
7. tölublað - 18. nóvember 1987 Abyrgðarmaður: Gunnar Berg. Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Simi 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri Nýtt félagsheimiii Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra við Aðal- götu á Sauðárkróki var vígt sl. föstudag. A laugardag var síðan haldið þar kjördæmisþing Alþýðuflokksins. Ljósm. ÓA. Tilboð Jóns Baldvins til sveitafélaqa: Ríkið tryggi útsvarið - ákvörðun um innheimtuhlutfall frestað Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, segist reiðu- búinn að beita sér fyrir því, að ríkisvaldið tryggi sveitarfélögum sömu rauntekjur útsvars í ár við uppgjör á staðgreiðslukerfinu. Tilgangur ráðherrans er að eyða þeirri óvissu, sem á sveitarstjórn- armenn leita, um tekjuöflun af útsvari á næsta ári, þegar stað- greiðslukerfið tekur gildi. Þá hefur Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra, frest- að um nokkra daga að taka ákvörðun um innheimtuprósentu útsvars, en lögum samkvæmt ber ráðherranum að ákveða inn- heimtuhlutfallið fyrir 15. nóv. ár hvert. Bilið milli sjónarmiða ríkisins og sveitarfélaganna er afar breitt í þessum efnum og vill félags- málaráðherra reyna að ná sáttum í þessu efni. Ennfremur að lögunum verði breytt áður en kemur til þess næst að ákvarða prósentuna. í samræmi við stefn- una um aukið sjálfræði sveitarfé- laga vill ráðherrann að sveitarfé- lögin beri meiri ábyrgð en nú er. Samband ísl. sveitarfélaga hef- ur lagt til að innheimtuprósentan verði 7,5%, en að mati ríkis- valdsins þýddi það mikla hækkun skattbyrði. Að mati fjármála- ráðuneytisins myndi 6,25% að raungildi þýða svipaðar útsvars- tekjur og á árinu 1986. Sá mis- munur, sem þarna er verið að ræða um, myndi þýða aukna skattbyrði á næsta ári fyrir fjög- urra manna fjölskyldu alls um kr. 25-30 þús. Þá er og ljóst að ákvörðun innheimtuhlutfallsins varðar miklu um gerð kjarasamn- inga þeirra, sem framundan eru, og framvindu efnahagsmála á næsta ári. Einokun afnumin á fisksölu Kristján Þorvaldsson skrifar Forréttindakerfi afhjúpað Ráðherra viðskiptamála er sam- kvæmt lögum fengið það vald að ákveða hverjir skuli njóta leyfis til útflutnings. Hann úrskurðar að einn sé öðrum hæfari í þeim efnum. Fram að þessu hefur þó enginn viðskiptaráðherra haft neina viðmiðun hvað varðar t.d. útflutning á frystum sjávarafurð- um til Bandaríkjanna. Ráðherr- arnir hafa því ekki haft neina reynslu til að styðjast við þegar þeir með valdboði sínu skammta einum tekjur, en hafna öðrum. Hugleiðingar vegna samnings um rekstur Leikfélags Akureyrar Eins og kunnugt er, hefur verið rekið atvinnuleikhús hér á Akur- eyri um nokkurra ára bil. Hefur leikhúsið verið rekið með styrk Akureyrarbæjar og ríkisins. Þetta mun vera eina atvinnu- leikhúsið utan Reykjavíkur. - Með rekstri þessa atvinnuleik- húss hefur LA lagt Akureyri til nokkra sérstöðu og lagt sitt af mörkum til eflingar menningar- lífs hér til mótvægis við Reykja- vík. - Sá meirihluti, sem nú ber ábyrgð á stjórn Akureyrarbæjar, er þeirrar skoðunar, að ekki sé síður nauðsynlegt að auka hér hvers konar mennta- og menn- ingarstarfsemi en atvinnu til að viðhalda og efla byggð í bænum og nágrenni hans. - í samræmi við þessa stefnu ákvað bæjar- stjórn að leita leiða til að rekstur LA á atvinnuleikhúsi gæti haldið áfram með nokkuð raunhæfan og tryggan rekstrargrundvöll. Eins og kunnugt er var svo komið um mitt þetta ár, að fyrirsjáanlega yrði að hætta rekstri atvinnuleik- hússins vegna fjárhagsörðug- leika, ef ekkert yrði að gert. - Framlag Akureyrarbæjar til LA á t'járhagsáætlun þessa árs er kr. 5 milljónir auk þess sem bærinn leggur félaginu til húsnæði o.fl. til starfseminnar. Það var fyrirsjáanlega ofviða Akureyrarbæ að leggja fram allt það viðbótarfé sem til þurfti, en talið var að opinberir styrkir þyrftu að hækka um allt að helming. - Af hálfu Akureyrar- bæjar og LA var því efnt til við- ræðna við ríkisvaldið um lausn máls þessa og því haldið fram að hér væri um byggðamál að ræða, sem ríkisvaldinu bæri að taka þátt í að leysa í samræmi við byggðastefnu sína. - Niðurstaða viðræðnanna var samningur sá, sem undirritaður var í tilefni af 125 ára afmæli Akureyrarkaup- staðar og skýrt hefur verið frá í fjölmiðlum, og ranglega hefur verið nefndur „gjöf“. Samningur þessi er tvíþættur. Annars vegar fjallar hann um framtíðarlausn á fjárhagsvanda LA en hins vegar um greiðslu á núverandi skuldum félagsins. Fyrra atriðið er mun mikilvægara og raunar það atriði, sem máli skiptir í þessum samningi, þar sem á því veltur, hvort starfsemi atvinnuleikhúss á Akureyri verð- ur haldið áfram eða ekki. Skuldbindingar ríkisins til fjárframlaga til reksturs LA eru að mínu mati ófullnægjandi. Þrátt fyrir það taldi ég samning- inn vera það mikilvægt skref í þá átt að tryggja reksturinn, auk þess sem hann innifelur viður- kenningu á skyldum ríkisvalds- ins, að rétt væri að fallast á hann. - Ég samþykkti því að bæjar- stjóri undirritaði hann með fyrir- vara um samþykki bæjarstjórnar og það munu aðrir þeir bæjarfull- trúar, sem til var leitað, einnig hafa gert. Samningurinn var síðar sam- þykktur samhljóða í bæjarstjórn. Þau atriði samningsins, sem ég tel mestu máli skipta, auk fjár- framlaga ríkisins, eru þessi: 1. Ríkisvaldið viðurkennir að starfsemi atvinnuleikhúss utan Reykjavíkur, sé þáttur í byggðastefnu, sem ríkisvald- inu beri að taka þátt í að kosta af þeirri ástæðu. 2. Ríkisvaldið viðurkennir að fjárframlag til LA, geti verið hærra en framlag þess til Leik- félags Reykjavíkur. Fram til þessa hefur slíkt verið óhugs- andi. 3. Með samningnum viðurkennir ríkisvaldið í raun, að íbúar „úti á landi“ eigi rétt á að rík- ið sjái þeim fyrir margs konar lífsgæðum í sinni heimabyggð eða næsta nágrenni hennar, sem hingað til hefur einungis staðið til boða í Reykjavík, styrkt með skattpeningum allra landsmanna. Þetta eru allt mikilsverð atriði, sem auðvelda ættu eftirleikinn. Ég vil þakka þeim ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem hér áttu hlut að máli, þótt ég líti ekki á þátt þeirra sem neina ,,gjöf“ heldur sjálfsagða viðurkenningu á rétti okkar Akureyringa í þessu máli. Um síðari þátt samningsins, þ.e. greiðslu á skuldum LA ætla ég ekki að fjölyrða, enda um aukaatriði að ræða, sem fjölmiðl- ar hafa gert nokkur skil, því mið- ur á neikvæðan hátt. - Ég vona hins vegar að núverandi afstaða Byggðastofnunar til málsins (eins og frá henni er skýrt í fjölmiðl- . um) verði ekki til frambúðar, þar sem ég tel að mál sem þessi séu tvímælalaust í hennar verkahring að leysa, sem byggðamál. Ég skil hins vegar að stofnunin af fjár- hagsástæðum, geti ekki gert slíka hluti fyrirvaralaust eins og í þessu tilviki. Ég get ekki fellt mig við, að afstaða stofnunarinnar í mál- inu mótist af móðgun stjórnar- formanns vegna starfshátta ráð- herra, eins og lesa má í skrifum t.d. Dags þann 15. sept. sl. Eins og að framan er ritað undirritaði bæjarstjóri Sigfús Jónsson, samninginn f.h. Akur- eyrarbæjar, eins og honum bar skylda til starfs síns vegna. Önn- ur afskipti hafði hann ekki sér- staklega af málinu. - Af einhverj- um ástæðum, sem a.m.k. mér eru með öllu óskiljanlegar, réðst dag- blaðið Dagur að æru bæjarstjór- ans út af þessu skyldustarfi hans hinn 15. sept. sl. með óviðeigandi og rætnum skrifum. Ég vil ekki láta hjá líða að mótmæla skrifum þessum. Ég veit a.m.k. að mikill meirihluti bæjarfulltrúa er mér sammála í þessu máli. - Að öðru leyti tel ég skrif þessi ekki þess virði að fjalla um þau á prenti. Freyr Ofeigsson. Gamla hagsmunavarslan Nýlega var brotið blað í þessari 40 ára sögu viðskipta og útflutn- ingsverslunar. Viðskiptaráðherra gaf út leyfi til sex aðila til sölu á fyrstum fiski á Bandaríkjamark- aði. Fram til þess höfðu aðeins 3 aðilar orðið þess heiðurs aðnjót- andi, að vera taldir hæfir til for- réttindanna, og notið verndar viðskiptaráðherra samkvæmt löngu ljósu hagsmunavörslukerfi Framsóknar og Sjálfstæðis. Þessi fyrirtæki sem fram að þessu voru ein talin hæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki gjaldeyrisöflunar eru Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna, Sjávar- afurðadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga og íslenska umboðssalan. Fyrirtækin sex til viðbótar sem viðskiptaráðherra veitti leyfi til útflutnings eru: G. Ingason, íslenskur gæðafisk- ur, íslenska Útflutningsmiðstöð- in, Marbakki hf., Stefnir hf. og Vogar hf. Þau leyfi sem fyrirtækin sex fengu eru tímabundin og gilda fram til 30. apríl 1988. Ekki er búist við að mikil breyting verði á sölumálunum fyrst í stað, vegna veikrar stöðu dollarans, og mjög skiptar skoðanir eru um áhrif ákvörðunarinnar til langs tíma. Hagsmunaverðirnir svarafáir Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem forréttindanna nutu hafa, að sjálfsögðu, harðlega andmælt ákvörðun ráðherrans. Samsafn þeirra sjónarmiða er dregið upp í aðalfyrirsögn í Morgunblaðinu nýlega: „Vinnubrögð viðskipta- ráðherra koma undarlega fyrir sjónir.“ Menn benda á að sölufyrirtæk- in í Bandaríkjunum hafi náð mjög góðum árangri fram að þessu, sem fyrst og fremst er þakkað samstöðu fyrirtækjanna sem einokunaraðstöðu hafa notið. í framhaldi af þeirri röksemdafærslu er tíundað að Framhald á bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.