Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.05.1990, Side 1

Alþýðumaðurinn - 15.05.1990, Side 1
8. tölublað 15. maí 1990 Ábyrgðarmaður: Jökull Guðmundsson Afgreiðsla: Strandgötu 9 Sími 24399 Setning texta: Alþýðumaðurinn Prentvinnsla: Dagsprent hf. Akureyri f hinum nýju lögum um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga sem samþykkt voru á Alþingi 17. maí 1989 er meðal annars að finna breytingu á íþróttalögum. Þar segir í 49 grein: Bygging íþróttamannvirkja í þágu skóla og til almenningsnota er í verka- hring sveitarfélaga. Sveitarstjórn veitir byggingarstyrki til íþrótta- félaga og íþróttasamtaka eftir því sem ákveðið er í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Því var það í beinu framhaldi af samþykkt þessara laga, auk samþykkt nýrra tekjustofnalaga sveitarfélaga þar sem þeim eru markaðir tekju- stofnar til að standa undir þeim kostnaði sem af þessum lagasetn- ingum leiðir, að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti hinn 1. febrúar síðastliðinn rammasamn- ing milli Akureyrarbæjar og íþróttabandalags Akureyrar. Samningurinn kveður á um byggingu, afnot og rekstur íþróttamannvirkja á Akureyri. í fyrstu grein samningsins segir að Akureyrarbær viðurkenni þjón- ustuhlutverk íþróttafélaganna í æskulýðs og íþróttamálum. Einn- ig að íþróttafélögin viðurkenni hlutverk sitt og skyldur við bæjarbúa. Þar kemur einnig fram að Akureyrarbær vill með samningi þessum tryggja að fé það sem bæjarsjóður leggur til byggingar íþróttamannvirkja nýtist sem best þeim sem stunda íþróttir sér til ánægju og heilsubótar, sem og þeim er hafa keppni að mark- miði. Þá segir í 6. grein samningsins: Við gildistöku þessa samnings eru í byggingu, eða nýlokið er byggingu mannvirkja nokkurra íþróttafélaga. Um áframhaldandi framkvæmdir þessara mann- virkja og skuldir vegna bygging- arkostnaðar, skulu gerðir sér- stakir samningar við þau félög sem í hlut eiga, samkvæmt nánari ákvörðun Bæjarstjórnar Akur- eyrar. Á grundvelli þessa, og að tillögu íþróttaráðs, var ákveðið að gera samstarfssamning við eftirtalin íþróttafélög: 1. Skautafélag Akurevrar, um framkvæmdir sem þegar er lokið við, og vegna framkvæmda sem felast í byggingu 70 fermetra búningsaðstöðu á félagssvæðinu. 2. íþróttafélagið Þór vegna framkvæmda við félagsheimili og vallarhús frá áramótum 1989/ 1990, og þar til lokið er við þann hluta hússins sem er ætlaður til íþróttastarfsemi. 3. Golfklúbb Akureyrar vegna framkvæmda við völl og félagsað- stöðu á árunum 1985-1989, og höfðu ekki verið styrktar úr íþróttasjóði ríkisins. Nú þegar eru hafnar viðræður við Knattspyrnufélag Akureyrar um samning vegna byggingar íþróttahúss á svæði félagsins við Lundarskóla. Ég gæti svo vel hugsað mér að Tennis- og Badmintonfélag Akureyrar yrði haft með í ráðum þegar ráðist verður í byggingu íþróttaaðstöðu við Oddeyrarskóla. Umræður hafa að vonum orðið nokkrar um ágæti þessara samn- inga, og sýnist þar sitt hverjum. Það er bjargföst trú mín að þessi skipan mála um framkvæmdir á sviði íþróttanna, sem grundvöll- uð er á áðurnefndum ramma- samningi eigi eftir að reynast íþróttahreyfingunni á Akureyri hið mesta heillaskref. Við Akureyringar erum hreyknir af afreksfólki okkar í íþróttum, og megum vera það. Árangur þess hvetur aðra til dáða, og til vaxandi þátttöku ungs fólks í íþróttum. Ég hef full- yrt það, að því fé sem varið er til íþróttamála, sé vel varið og skili sér til samfélagsins aftur í formi minnkandi kostnaðar við heilsu- gæslu. Alþýðuflokkurinn hefur haft frumkvæði í íþróttamálum bæjar- ins þetta kjörtímabil, og honum einum er treystandi til að halda þeirri uppbyggingarstefnu áfram Gísll Bragl Hjartarson bæjarfulltrúl. Efstl maöur á llsta Alþýðuflokksins. (

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.