Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.05.1990, Qupperneq 4

Alþýðumaðurinn - 15.05.1990, Qupperneq 4
Jón Ingi Cesarsson skrifar: Bætt umhverfi, betra mannlíf - Umhverfismál eru stórmál framtíðar Áratugum saman hafa íslending- ar talið að í skjóli fjarlægðar landsins frá iðnríkjum Evrópu yrði mengun sjávar, lofts og láðs ekki vandamál sem við þyrftum að glíma við í nálægri framtíð. Nú seinustu árin hafa augu manna opnast fyrir því að meng- un umhverfis okkar er orðin staðreynd á íslandi sem taka ber föstum tökum. Sorp hefir verið urðað skipulagslaust, skólp hefur runnið óhreinsað til sjávar um illa gerð ræsi sem varla ná til fjöru, og jafnvel hefur skolpi og iðnaðarúrgangi verið hleypt í nálægan árfarveg innan byggðar. Fyrirtæki hafa komist upp með það að losa sig við úrgangsefni sín til sjávar og á sorphauga með þessum hætti án nokkurs eftirlits eða athugana á því hvort þar væri um hættuleg efni að ræða. Hér verður að spyrna við fótum. Sorp verður að flokka og pakka þannig að hægt sé að skipuleggja urðun þess eða eyð- ingu eftir því sem efnasamsetning þess gerir kröfu til. - Skólp má alls ekki renna óhreinsað til sjávar, og strangt eftirlit þarf að hafa með losun úrgangs frá fyrir- tækjum. Pað vantar vel gerð lög og traustar vinnureglur með raunhæfum viðurlögum sem gera eftirlitsaðilum kleift að sinna starfi sínu með árangri. Það vant- ar löggjöf sem stefnir að því að verja líf og heilsu þegnanna fremur en að verja þá brotlegu fyrir nöldri nágranna sinna. Það er stefna ALÞÝÐU- FLOKKSINS að nú skuli hafið átak í þessum efnum. Átak til framkvæmda. Átak til hugar- farsbreytingar. Átak til þess að snúa þróun umhverfismála til betri vegar í bænum okkar. Að hefja för til þeirra tíma AÐ BÆJARBÚAR FÁI LIFAÐ í SÁTT VIÐ LANDIÐ OG Jón Ingi Cesarsson, póstfulltrúi. NÁTTÚRU ÞESS, OG SKILI HVORUTVEGGJA í BETRA ÁSTANDI EN ÞAÐ VAR ÞEG- AR VIÐ ÞVÍ VAR TEKIÐ. Kæri kjósandi, sértu sammála, viljir þú verða samferða, sétur þú x-við A. þann 26. maí. GERUM GÓÐAN BÆ BETRI. J.I.C. SJÁLFBOÐALIÐAR Þeir sem ætla að aðstoða kjósendur A-listans á kjördag með því að aka þeim á kjörstað, eru beðnir að koma á kosningaskrifstofuna og láta skrá sig. KOSNINGASJÓÐUR KRATA TILKYNNIR: Framlögum í kosningasjóöinn er veitt viðtaka á kosninga- skrifstofunni alla daga. Einnig má leggja framlögin inn á ávís- anareikning nr. 5610 í íslandsbanka, Hafnarstræti 107. KRATAR! SKERPUM SAMSTÖÐUNA. NOTUM SKRIF- STOFUNA TIL AÐ HITTAST OG RÆÐA MÁLIN ALLTAF ER HEITT Á KÖNNUNNI. SJÓMENN OG FERÐALANGAR. MUNIÐ AÐ KJÓSA UTAN KJÖRFUNDAR ÁÐUR EN FARIÐ ER. NÚ MÁ ENGINN GLEYMA AÐ KJÓSA. 4 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.