Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 3
tn itr »•»»»• n n \ki fr nh.f i n ALÞÝÐUMAÐURINN FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 - 3 AM-viðtal við Gísla Braga Hjartarson, bæjarfulltrúa á Akureyri s I viðtalinu rœðir Gísli Bragi m.a. sam- starfið við Framsókn og UA-málið, fjárhag bœjarins og framkvœmdaáœtlun, heilsufar minnihlutans og Akureyringinn í sjálfum sér. Eftir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar mynduðu kratar meirihiuta í bœjarstjórn með Framsókn. Hvem- ig meturþú stöðuna og árangurinn nú, þegar kjörtímabilið er tæplega háljhað ? Meirilutasamstarfið hefur gengið ágætlega, þrátt fyrir að flokkamir séu ólíkir um margt og það stóð af sér erfiða prófraun sem var UA- málið. I upphafi gerðum við með okkur ítarlegan og býsna metnaðar- líka forsenda fyrir bættum hag bæjarsjóðs og gefur okkur þannig aukinn kraft til að takast á við þau mörgu verkefni sem bíða. I UA málinu voru það aðallega meirihlutaflokkamir sem tókust á. Lítið hefur hinsvegar borið á á- greiningi við minnihlutann. Erhann svona sáttur við gang mála eða eitt- hvað slappur? Ég held að minnihlutinn sé þokka- lega hress, en það hefur lengi ein- „Samstarfið stóðst erfiða prðfraun" fullan málefnasamning, þar sem tekið var á flestum málaflokkum og í mörgum efnum hefur okkur tekist að vinna samkvæmt honum. Við höfum tekið samninginn til skoð- unar annað slagið og lagt mat á það hvemig miðar og það er ljóst að í ýmsum efnum höfum við neyðst til að slaka á fyrirætlunum okkar af illri nauðsyn, - við höfum einfaldlega minni peninga handbæra en gert var ráð fyrir. Tekjur bæjarins hafa dreg- ist saman í heild sinni, en samtímis vex rekstrarkostnaðurinn þar sem þjónusta heldur áfram að aukast á ýmsum sviðum hvað sem tekjunum líður. Sumir líta svo á að Alþýðuflokkurinn hafi beygt Framsókn í UA málinu. Ertu enn viss um að lendingin íþví máli hafi verið sú rétta ? Ég fellst nú ekki á þá framsetningu að við höfum beygt Framsókn. Þeir vissu eins vel og við að báðir kost- irnir, sem við stóðum frammi fyrir vom góðir. Við töldum SH-kostinn skýrari og ábyrgari gagnvart Útgerð- arfélaginu, starfsfólki þess og hlut- höfum. Það sem gerðist var svo ekki annað en það sem stöðugt á sér stað þegar flokkar vilja vinna saman að því að ná árangri, þrátt fyrir ólíkar skoðanir: Stundum ná menn sínu fram og stundum verður að gefa eftir. Það þekki ég manna best sjálf- ur. í þessu máli vorum við ekki reiðubúnir að gefa eftir og ég er sannfærður að lendingin var sú rétta. Samningurinn við SH er þegar far- inn að skila árangri og hann mun stuðla að stórauknum umsvifum og eflingu atvinnulífsins í bænum. Skrifstofa SH er tekin til starfa hér með um 30 störf og Umbúðamið- stöðin fer bráðum af stað. SH hefur komið myndarlega til liðs við AKO- Plast, Foldu og Slippstöðina, sem skapar þessum fyrirtækjum stórbætt rekstrarumhverfi. Þar kemur einnig til flotkvíin, sem bærinn hefur keypt og leigt Slippstöðinni. Samningur- inn mun auk alls þessa leiða til þess að teknar verða upp beinar siglingar héðan til meginlands Evrópu sem getur orðið atvinnulífmu ómetanleg lyftistöng. Þetta er einmitt það sem við þurfum á að halda til þess að kveða niður atvinnuleysið. Öflugra atvinnulíf er kennt bæjarpólitíkina hér á Akureyri að menn vilja helst komast að sameiginlegri niðurstöðu meiri- og minnihluta í öllum stærri málum. Utanaðkomandi menn eru stundum að skensa okkur fyrir þessa „Akur- eyrarleið" en ég er sannfærður um að þetta er miklu farsælla en að vera stöðugt að leita að ágreiningsmálum og blása þau upp. Það er hinsvegar viðbúið að menn fari að skerpa línumar dálítið þegar nær dregur kosningum, -bæjarbúar verða jú að fá eitthvað um að velja og auðvitað skiptir það máli hveijir verða kosnir. Nýsamþykkt þriggja ára áœtlun var ekki beinlínis glaðningur til bœjar- búa, þar sem ýmsum framkvœmd- um sem búið var að lofa var enn slegið á frest, t.d. viðbyggingu við Amtsbókasafhið og endurbótum á Samkomuhúsinu. Það virðist því miður nánast orðið að hefð að ýta blessuðu Amtsbóka- safninu á undan sér og ég er ekki stoltur af því. En þegar tekjurnar hafa dregist saman um 100 milljónir frá 1991 verða menn einfaldlega að endurskoða forgangsröðunina. Á næsta ári höfum við um 330 millj- ónir til framkvæmda, en höfðum 400 miljónir í fyrra. Um það er breið samstaða að skólamálin eigi að hafa forgang, einsetning grunnskólanna ásamt ýmsum skyldum sem á okkur eru lagðar á þessu sviði kalla á miklar framkvæmdir og þótt við ætlum okkur 10 ár til þeirra hluta verður kostnaðurinn við þann þátt einan a.m.k 100 milljónir á ári. Við höfum einnig talið rétt að klára framkvæmdir, sem komnar eru af stað áður en tekið er til við nýjar, þessvegna verður haldið áfram með Sundlaugina upp að því marki sem geti kallast ásættanlegur lokaáfangi. Upphafleg kosmaðaráætlun fyrir allt það sem þar átti að gera og byrjað var á í lok fyrra kjörtímabils hljóðaði upp á tæpar 200 milljónir, en þegar þetta var skoðað aftur ofan í kjölinn fyrir framkvæmdanefndina varð niðurstaðan sú að 350 milljónir væru nær lagi. Við höfum því endurskoð- að fyrirætlanir varðandi sundlaugina og ætlum nú að verja til hennar 180 milljónum á næstu 3 - 4 árum, til viðbótar við þær 70 sem komnar eru, og láta það duga í bili. Erþá hvergi hægtað spara í rekstr- inum? Við erum með í gangi athuganir á stjómsýslu- og tæknisviðum bæjar- ins, með það að markmiði að bæta þjónustu og spara í rekstrinum. Jafn- framt er það stefnan að byggja í auknum mæli á útboðum í sambandi við kaup á vörum og þjónustu. Þetta á vonandi eftir að skila sér í ein- hverjum spamaði. Við ætlum okkur líka að halda fjármagnskostnaði í skefjum, auka alls ekki skuldsetn- ingu bæjarins, heldur greiða fremur niður skuldir. Akureyri er samt betur sett hvað þetta varðar og minna skuldsett en flest hin stóm sveit- arfélögin, þar sem algengt er að 80 - 90% teknanna fara í rekstur og fjármagnskostnað, á móti 75% hjá okkur. í þessu samhengi má þó ekki gleyma að Hitaveitan skuldar stórfé, sem ekki kemur fram í bókhaldi bæjar- sjóðs, en það er ekkert sem bendir til annars en að hún muni klára sig sjálf af því að greiða þær skuldir. I síðustu kosningabaráttu vildir þú láta gera stórátak ífráveitumálum, m.a. til að skapa atvinnu. Hvað líður því máli? Þar miðar ekki eins hratt og ég hefði viljað, en miðar samt. Eftir næsta sumar verður búið að hreinsa Poll- inn. Ég vildi á sínum tíma að tekin yrðu lán til að hraða þessari stór- framkvæmd, en til þess er ekki meirihlutavilji nú. Það virðist líka vera dálítið erfitt að vekja áhuga fyrir því að setja milljarð eða svo niður í jörðina, þar sem hann síðan sést ekki meir. Sú skoðun mín er samt óbreytt að þetta sé einhver mik- ilvægasta framkvæmdin sem bíður okkar, ekki síst með tilliti til þeirrar miklu matvælaframleiðslu, sem hér fer fram. Fráfarandifélagsmálastjóri lét ný- lega í Ijósi þá skoðun að áhrif I- þróttafélaganna inn í bœjarstjórn vœru allt of mikil og hagsmunir þeirra réðu þar ofmiklu. Jón Bjömsson hefur unnið mjög gott starf að uppbyggingu félagslegrar þjónustu í bænum og ég ber mikla virðingu fyrir skoðunum hans. Ég er hinsvegar ekki sammála honum um þetta. Styrkur eins bæjarfélags felst ekki síst í öflugu íþróttastarfi á vegum frjálsra félaga, ekki síður en góðri félagslegri þjónustu. Akureyr- arbær hefur á undanfömum ámm reynt að styðja myndarlega við starf íþróttafélaganna og ég sé ekki að það hafi komið niður á félagslegri þjónustu hjá okkur, því hún þolir samanburð við það sem best gerist annarstaðar. Jóni hafa e.t.v. þótt ýmsar nýlegar yfirlýsingar íþróttafé- laganna í stærra lagi og þessvegna talið ástæðu til að segja okkur þessa meiningu að skilnaði. Erfrekari sameining sveitarfélaga í Eyjafirði enn á dagskrá að þínu mati? Tvímælalaust. Niðurstaða kosning- anna á sínum tíma urðu mér mikil vonbrigði. Ég er samt ekki í nokkr- um vafa um það að fyrr eða síðar verður allt Eyjafjarðarsvæðið eitt sveitarfélag. Það yrði gríðarlega öflugt sveitarfélag með kröftugu atvinnulífi og gæti boðið íbúum sín- um upp á bestu hugsanlega þjónustu. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær þetta verður. En það er eins og sumir af okkar ágætu nágrönnum telji hag sínum best borgið með því að geta sótt hingað í bæinn alla þá þjónustu sem þá lystir, en búa að öðm leyti einir að sínu. Ég hef ekki mikinn skilning á slíkum sjónar- miðum. Að lokum: Hvernig bœr er Akur- eyri ? Geta Akureyringar verið sáttir við bœinn sinn og stoltir afhonum, þrátt fyrir atvinnuleysi og naum fiárráð bæjarsjóðs? Ég ætla ekki að þykjast vera hlutlaus þegar ég svara þessu, því hér hef ég alið allan minn aldur og mér fer alltaf að líða ónotalega ef ég er lengi að heiman. Auðvitað er Akureyri besti bær á landinu. Þrátt fyrir ýmis áföll í atvinnulíflnu, -meiri en nokk- ur annar bær hefur orðið fyrir, höfum við haldið og styrkt stöðu okkar sem höfuðstaður Norður- lands. Við höfum fullkomna heilsu- gæslu og sjúkrahús, við eigum skóla á öllum stigum, sem eru með því besta sem gerist og þar er Háskólinn punkturinn yfir i-ið, við búum við þróaða félagslega þjónustu og hér er kraftmikil félags-, íþrótta og menn- ingarstarfsemi. Útgerðarfélög okkar eru ein þau öflugustu á landinu og atvinnulífið er allt á uppleið. Bærinn hefur líka fríkkað með hverju árinu, því við höfum lagt metnað í umhverfismálin og munum gera áfram. Hér er gott að búa og við höfum fulla ástæðu til að vera stolt af bænum okkar. Markmið okkar starfs er samt að gera hann enn betri og ég vona að ég geti sagt þegar kjörtímabilinu lýkur að það hafi tekist. „Þegar tekjurnar hafa dregist saman um 100 milljónir frá 1991 verða menn einfaldlega að endurskoða forgangsröðunina. “

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.