Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 1
MALG 2. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 AN19 JAFNAÐARMANNAFELAG EYJAFJARÐAR Bragi Sigur jónsson kvaddur Útför hans var gerð f rá Akureyrarkirkju 10. nóvember s.l. að viðstöddu fjölmenni Bragi Sigurjónsson skáld, fyrrverandi ritstjóri Alþýðumannsins, Alþingismaður og ráðherra, lést hinn 29. október og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju hinn 10. nóvember að viðstöddu fjölmenni. Hann fæddist að Sandi í Aðaidal 9. nóvember 1910 og var því rétt tæpra 85 ára að aldri er hann lést. Bragi gekk til liðs við Alþýðuflokksfélag Akureyrar 28. nóvember 1942, og var snemma valinn þar til trúnaðar- og for- ystustarfa. Hann var formaður félagsins í sam- tals 11 ár á tímabilinu 1945 -1958, ritstjóri Al- þýðumannsins í 17 ár frá 1947 - 1964, bæjar- fulltrúi AlþýðuflokksinsáAkureyri 1950-1954 og 1958 -1970, og forseti bæjarstjórnar 1967 - 1970. Bragi bauð sig fyrst fram til Þings 1949, þá fyrir Suður-Þingeyjarsýslu, en tók í fyrsta skipti sæti á Alþingi 1957 sem varaþingmaður fyrir Austur-Húnavatnssýslu. 1967 - 1971 varhann landskjörinn Alþingismaður og þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra 1978 - 1979. Á árunum þar á milli sat hann tímabundið á 7 þingum sem varamaður. 1978 var hann kjörinn forseti efri deildar, en afsalaði sér þvf embætti vegna ágreinings um stefnu þáverandi ríkisstjórnar. 1979 -1980 var hann iðnaðar- og landbúnaðarráðherra í minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins undir forsæti Bene- dikts Gröndal. Eftir prófkjör í október 1979 varð Bragi að láta yngri manni eftir efsta sætið á framboðslista flokksins hér í kjördæminu. Þau málalok voru með öðrum hætti en hann hefði sjálfur kosið, því þrek hans var óbilað og hann hafði fullan hug á að halda áfram þingmennsku. Eftir það dró hann sig í hlé frá pólitísku starfi, en hélt þó tryggð við sitt gamla félag til æviloka. Eftir Braga liggur geysimikið og margþætt ævistarf, ekki síst á bókmenntasviðinu, því hann var sístarfandi fram til hinstu stundar. Á kveðju- stundu minnast jafnaðarmenn á Akureyri og í Norðurlandskjördæmi eystra hans sem leiðtoga síns um langt árabil og óeigingjarns og óbilandi baráttumanns fyrir sameiginlegum málstað. Eftirlifandi eiginkona Braga er Helga Jóns- dóttir. Alþýðumaðurinn vottar henni og öðrum aðstandendum innilega samúð. Viðbygging risin við FSA Þessa dagana er verið að ljúka uppsteypu á nýrri legudeiidar- áliiui við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Framkvæmdir hófust í júlí í fyrra. Eftir að uppsteypu lýkur verður unnið áfram í vetur að því að smíða þak á húsið. Á næsta ári verða gluggar settir í, húsið múrhúðað að utan o.fl., en skv. verksamningi á verktakinn, S.S. Byggir hf., að skila húsinu af sér fullfrágengnu að utan næsta haust, og er þá lokið því útboðs- verki, sem honum var falið. Nýja álman er rúmir 4.000 fer- metrar að stærð. Á 4. hæð hennar verður barnadeild, kvensjúkdóma- og fæðingardeild verður á 3. hæð, bæklunar- og augnlækningadeildir á 2. hæð og iðju- og sjúkraþjálfun, rannsóknar- og meinafræðideild á 1. hæð. Að auki er mikið rými í kjall- ara, sem væntanlega verður nýtt undir verkstæði og geymslur. Fjármögnunarsamningur Akur- eyrarbæjar og ríkisins um bygging- una, sem undiritaður var í maí í fyrra, tekur einnig til innréttingar bamadeildar á efstu hæðinni, sem á að verða næsta útboðsverk. Vinna við það á skv. samningnum að hefj- ast á árinu 1997 og vera lokið í árs- byrjunl998. Innrétting hinnaþriggja hæðanna, sem þá verða eftir, er ekki hluti af samningnum, og hafa engar áætlanir verið gerðar um tímasetn- ingu þeirra framkvæmda. Legudeildarálman er hönnuð hjá embætti Húsameistara ríkisins. Hugmyndir hafa verið uppi um að heimamönnum á Akureyri verði fal- ið að hanna innréttingamar í húsið, en sú vinna hefur ekki verið sett í gang. Leikskóii fyrír allu krakka Grein um leikskólamál eftir Oktavíu Jóhannesdóttur, varaformann leikskólanefndar Akureyrar Bls.2 „Samstarfið stóðst erfiða prófraun" Viðtal við Gísla Braga Hjartarson, bæjarfulltrúa um meirihlutasamstarfið, ÚA málið og fleira Bls.3 Mirniiiicj: Bragi Sigurjonsson Eftir Hrein Pálsson Bls.4 Atvinnuástandið: Vægur bafi a síðustu mánuðum Grein eftir Finn Bjrgisson. Bls.5 • Ferðin til Murmansk AM-viðtal við Pétur Bjarnason. Bls.7 Laufabrauð Myndir frá laufabrauðsskurði jafnaðarmanna Bls.7 Af vettvancn* umhverfismala Grein eftir Jón Inga Gæsarsson Baksíða Nýja legudeildarálman er mikil bygging, sem teygir sig fram á brekkubrún og gnæfir þar hátt Samkeppni um skipulag Naustahverfis Kostnaour er áætlaour 7,3 milljónir. Bæjarstjórn á eftir ao fjalla um tillöguna Skipulagsnefnd og Bæjarráð Ak- ureyrar hafa fallist á tillögu um að efnt verði til opinnar hugmyndasam- keppni um deiliskipulag svokallaðs Naustahverfis, sem rísa mun í fram- tíðinni uppi á Brekkunni sunnan Verkmenntaskóla og kirkjugarðs og ná allt suður að útivistarsvæðinu í Kjarnaskógi. Samþykktin á eftir að fá staðfestingu bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir að samkeppnin fari fram samkvæmt reglum Arki- tektafélags íslands og að heildar- kostnaður vegna hennar geti numið 7,3 millj. kr. Áætlað hefur verið að Naustahverfi muni rúma um 2.000 íbúðir, en það eru talsvert fleiri íbúð- ir en í Hlíða- og Síðuhverfum sam- ahlögðum. Ástæðan fyrir því að lagt er til að samkeppnisleiðin verði farin er sú, að sögn Gísla Braga Hjartarson- ar, formanns skipulagsnefndar, að þarna er verið að leggja grunninn að nýjum bæjarhluta, þar sem nú er nánast ónumið land, og menn vilji vanda fyrstu skrefin eins og kostur er. „Kostnaðurinn við slíka sam- keppni er vissulega mikill, en þegar hann er skoðaður í því samhengi að þetta skipulag á eftir að ráða megin- dráttum í hverfi, sem kosta mun 15 - 18 milljarða þegar allt er talið, þá eru 7,3 milljónir ekki há upphæð," sagði Gísli Bragi. Talið er að fyrstu lóðir í Nausta- hverfi þurfi að vera tilbúnar til út- hlutunar 1997 eða '98. Stefnt er að því að niðurstöður samkeppninnar geti legið fyrir í byrjun sumars á næsta ári, og í framhaldi af því verði tekið til við að fínvinna deiliskipulag þeirra áfanga, sem fyrst verður út- hlutað. //••• erfitt að fá menn til aí setja mffljarð niður í jörðina Sjá viotal vio Gísla Braga Hjartarson á bls. 3 //

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.