Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 4
4- FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MÁLGAGN JAFNAÐARSTEFNU SÍÐAN 1931 ÚTGEFANDI Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar BLAÐSTJÓRN Finnur Birgisson (ritstj. og áb.m) Jón Ingi Cæsarsson (fjármál) Haraldur Helgason (auglýsingar) AÐSETUR Ráðhústorg 1, 600 Akureyri SÍMAR 96-24399, 96-27467 (ritstj.) 96-23792 (auglýsingar) PRENTUN Dagsprent ALÞÝÐUMAÐURINN er borinn út í pósti inn á öll heimili, stofnanir og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu. Sameining jafnnðnrmanna Þeir sem taka sér í munn orðin sameining jafnaðar- manna og skrifa þau án gæsalappa, eru, - e.t.v. óafvitandi, - búnir að gera sér grein fyrir aöglatriði málsins. Nefnilega því aö iafnaöarmenn á Islandi eru sundraðir á marga flokka. Mesta samþjöppun þeirra er í A-flokkunum, en þá er einnig ao finna meöal stuöningmanna og kjósenda allra hinna flokk- anna, í mismiklum mæli. Þessu er ööruvísi háttaö me&al nánast allra ná- grannaþjóöanna. Þar eru jafnaöarmannaflokkar all- staðarsameinaðir, stórirog áhrifaríkir, og hafa jafnvel ráöið ríkjum áratugum saman. Svo vill til að einmitt í þessum löndum er aö finna mestu auösældina og velmegunina og aðrar þjóöir líta til þeirra sem fyri rmyndarsa mfelaga. Undanfarna mánubi hefur landflótti frá íslandi ágerst. Fólk flýr lág laun og skuldabasl, rangláta skatta oa kerfisbyggingu, sem er harbneskjuleg og meingölluð, sér í lagi sú hliöin sem snýr aö ungum fjölskyldum. Við höfum lengi látiS nægja að afgreiöa samanburð vib önnur lönd meS meðaltölum og þjóðhagsstærðum í bland vib slagorb. En skilaboöin, sem berast frá löndum okkar, sem nú eru teknir eru til við aö byagja sér betri framtíð í öðrum löndum, ásamt ö&ru upplysingaflæði af því tilefni, hafa nú leittokkur skýrt fyrir sjónir að lífskjör og aöbúnaöur hér þolir engan samanburð við þaö sem bræðraþjóöir okkar búa vib. Þar skilur hylajúp gjá á milli. Skyldi ekki vera öbruvísi umhorfs hér ef jafnaö- armenn af hinum ýmsu litbrigöum hefóu unnio í sam- eininau að því aö móta samfélag okkar að hætti jafnaoarmanna? ÞaS geröu þeir því miður ekki, heldur eyddu þ eir drjúgu hugviti og <?rku í að berja hver á öorum hvenær sem færi gafst. I því strfói unnust engir sigrar en líkur eru á því sjálf samfélagsbyggin Ifói nú fyrir afleiðingar hernaðarins. Þaö er áberandi að ákveðnustu raddirnar um nauðsyn á sameininau jafnabarmanna heyrast nú frá ungu fólki innan A-fíokkanna. Þetta unga fólk hefur lítinn áhuaa á gömlum væringum af tilefnum, sem til- heyra nú fortíðinni og sögunni. Það hefur hinsveaar áhyggjur af ótryggri framtfó oa vill taka höncíum saman við hvern pann sem þao skynjar samstöðu með í nútfóinni. Efasemdar- og úrtöluraddirnar koma hinsvegar aðallega frá þeim, sem tóku út pólitískan þroska sinn á tímum illvígrar baráttu, og tóku sjálfir þátt í henni. Einstakar orustur eru þeim í fersku minni og sum sáranna sem þeir hlutu hafa gróið illa. Þeir eru þó enn margir í fullu fjöri ennþá, og jafnvel á hátindi ferils síns og áhrifa. Sameining jafnaðarmanna er vissulega ekki áhlaupaverk, bað sanna margar mislukkaðar tilraunir liðinna ára. Ymislegt bendir pó til að tími hennar sé að nálgast, ekki síst skýrar raddir unga fólksins, sem hinir efari mega ekki loka eyrunum fyrir. Þeir ættu að taka höndum saman vfó unga fólkiö og nýta reynslu sína og þekkinqu til að láta á það reyna hvort sameining eiai ekki betri möguleika nú en áður, en láta sagnrræöingunum eftir það sem að ósekju má heyra sögunni tik ALÞÝDUMAÐURINN Minning Bragi Sigurjónsson 9. Nóvember 1910 - 29. október 1995 Bragi Siguijónsson var mað- ur þeirrar gerðar að ósjald- an gustaði nokkuð um hann, en hann var alla tíð sannur jafnaðarmaður sem vildi bæta hag hins óbreytta launamanns og þeiija sem halloka fóm. Ég kynntist honum fyrst þegar ég gekk til liðs við Alþýðuflokinn 17 ára gamall, en þá voru þeir í forystu fyrir flokkinn á Akureyri og í kjördæminu hann og Friðjón Skarphéðins- son, sem þá gegndi þing- mennsku. Reynslulaus í hinni pólitísku rimmu var ég síðan kosinn for- maður F.U.J., sem þá var nánast verið að endurreisa og reyndist Bragi mér sannarlega betri en enginn, gaf góðar ábendingar og var ráðhollur. Um hríð var sérstök F.U.J. síða í Alþýðu- manninum, en honum ritstýrði Bragi um árabil og sá nánast um að öllu leyti, líkast til launalaust þegar upp var staðið. Stundum virtist dauft til fanga á þessa ungmennasíðu og varð ég þá oft sjálfur að setja saman grein- Bragi Sigurjónsson: Krukkspá hin nýja Hví duna vötn svo dimmt? Hví deyja raddir út? Hví hrímar gras á grund? Hví gnúpir fugl í tré? Hví reynist trú svo tæp? Hví tapar hjartað söng? Hví gerist von svo veik? Hví varð svo óvænt kalt? Vötnin skynja vá. Varúð þaggar rödd. Geigur ísar grös. Grunsemd þrúgar fugl. Efi tærir trú. Tregi hjartað sker. Veður bregða von. Vargöld yfir fer. Leynd lánskjaravísitala Þitt líf á jörð er lánssamningi keypt, með letri skýru venjukjörin greypt, þú játast undir gjöld í góðri trú að greiða þau að fullu megnir þú. í fyrstu greiðslum af þú ekkert veist - ungum sjaldnast vandinn mikill leist - en þegar fjölgar árum þannig fer, að þyngri sífellt afborgun er hver. Með hverri greiðslu grunur vex þér sá, að gjöldum lokið aldrei munir fá, því lánveitandinn hafi í samning sinn sett - með smáu - vísitölu inn. Ljóðin eru úr bókinni Misvæg orð, sem kom út hinn 9. nóvember, á 85. afmælisdegi skáldsins. Samtímis kom út bókin Af erlendum tungum II, sem hefur að geyma þýðingar skáldsins á enskum sænskum og dönskum ljóðum, m.a. eftir John Milton, Sir Walter Scott, Rolf Jakobsen, Ivar Orgland, Tove Ditlefsen og Bo Carpelan. arkorn, kannski af vanefnum, en alltaf hvatti Bragi til dáða þannig að þessi síða lifði furðu lengi í blaðinu. Um langt árabil var Bragi í forystu fyrir Alþýðuflokkinn hér og var þá samnefnari fyrir allt flokksstarf. Þegar hann síðar var orðinn þingmaður hélt hann alltaf mjög góðu sambandi hingað norður, kvaddi menn til fundar og lét félaga fylgjast með þingmálum og hinni pólitísku loftvog. Á þingi reyndist Bragi sem í bæjarmálum skeleggur málsvari hinna minna megandi og lét sig t.d. mjög varða málefni almannatrygg- inga, enda gjörkunnugur þeim af löngum ferli sem tryggingafulltrúi við bæjarfógetaembættið hér. Þá barðist Bragi nánast einn að því er mér fannst fyrir frumvarpi til laga að þjóðareign að landi, en við mjög þungan mótbyr sterkra flokka á þingi. Þetta var honum mikið hugsjóna- og kappsmál en náði því miður ekki fram að ganga. Ýmsa pólitíska leiðangra um kjördæmið fór ég með Braga á- samt fleirum, og reyndist þá ekki ónýt fræðsla hans um menn, mál- efni og landið, sem um var ekið. Ég minnist sérstaklega eins atviks frá flokksþingi Alþýðu- flokksins fyrir mörgum árum. Umdeilt mál var til umræðu og Bragi þar í miklum minnihluta. Man ég að þar sem forysta flokks- ins vildi fyrir alla muni ná sam- stöðu, gekk hver ráðherrann og þungavigtarkratinn á fætur öðrum á fund Braga og reyndi að snúa honum til fylgilags við meirihluta- málstaðinn, en án árangurs. Dáðist ég sem áheyrandi að þessum orð- ræðum mjög að festu Braga, en það var ekki hans háttur að kasta sannfæringu sinni fyrir róða fyrir stundarvinsældir. Eftir að afskiptum Braga af stjómmálum lauk sat hann á frið- arstóli hér á Akureyri og vann að skáldskap sínum og hugðarefnum. Sat er þó varla rétta orðið því að í raun var hann oft á ferð og flugi, því hann hafði yndi af gönguferð- um og fór langar ferðir með Ferðafélagi Akureyrar allt fram á síðustu ár, þrátt fyrir háan aldur. Þótt pólitískur ferill Braga hafi leitt hann til verðskuldaðra æðstu metorða á því sviði, verða það sennilega ritstörf hans, sem lengst munu halda nafni hans á lofti. Hann var mikilvirkur rithöfundur og löngu landsþekktur sem ljóðskáld. Þegar hann lést, á 85. aldursári, voru tvær nýjar ljóða- bækur úr smiðju hins sístarfandi öldungs rétt ókomnar fyrir al- menningssjónir, „Misvæg orð“ með fmmsömdum ljóðum, og „Af erlendum tungum 11“ með ljóða- þýðingum. Þær koma nú út að honum látnum og verða hluti af óbrotgjörnum minnisvarða um skáldið og jafnaðarmanninn Braga Sigurjónsson. Ég vil að lokum í sjálfs mín nafni og fyrir hönd Alþýðuflokks- fólks í Norðurlandskjördæmi eystra þakka Braga hin miklu og góðu störf hans í okkar þágu og votta eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Hreinn Pálsson

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.