Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 8
J AFN AÐ ARMANNAFÉLAG Eyjafjarðar RÁÐHÚSTORGI 1, AKUREYRI PÓSTHÓLF 345, 602 AKUREYRI SÍMI: 462 4399 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 Jón Ingi Cœsarsson r Af vettvangi umhverfisnefndar Nú er lokið gerð þriggja ára áætlunar og Ijóst að umhverfis- nefnd eins og öðrum nefndum er þröngur stakkur skorinn. Fjár- munir sem ætlaðir eru til málefna nefndarinnar duga rétt til að halda úti almennu viðhaldi og all- ar nýframkvæmdir eru í lág- marki. Þetta er mjög slæmur kost- ur fyrir bæjarfélag sem hefur Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar Nýtt aðsetur í október s.l. tók Jafnaðarmanna- félag Eyjafjarðar formlega í notkun nýtt aðsetur fyrir starfsemi sína á Ákureyri. Nýju höfuðstöðvamar eru á besta stað í bænum, á homi göngu- götunnar og Ráðhústorgs (Ráðhús- torg 1, önnur hæð, gengið inn að norðan). Húsnæðið er ekki stórt, en dugar vel fyrir minni fundi og dag- lega starfsemi félagsins. Ákveðið hefur verið að bæjar- fulltrúi flokksins verði með fasta viðtalstíma á skrifstofunni alla fimmtudaga frá kl. 17 - 19. Bæjar- búar em hvattir til að nýta sér þessa viðtalstíma til að koma málum sínum á framfæri við hann, annað- hvort með því að koma á staðinn eða hringja í síma 462-4399. Konur í félaginu hyggjast halda uppi kröftugri starfsemi í sinn hóp, og verða þær með fasta fundi fyrsta þriðjudagskvöld í hverjum mánuði. Gestur á fyrsta fundi vetrarins 7. nóv. s.l. var Hrafn Jökulsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins. Sá fundur þótti takast með mestu ágætum og gefa góð fyrirheit um framhaldið. verið og vill vera í fararbroddi í umhverfismálum hér á landi. Nefndin mun leitast við að ná fram hámarksnýtingu á þeim fjármunum sem hún hefur til ráð- stöfunar og ekki er öll nótt úti enn hvað varðar viðbótarfjármagn til einstakra verkefna. Nýtt tjaldsvæði Lagðar hafa verið fram fyrstu teikningar af nýju tjaldsvæði við Hamra, en Helgu Aðalgeirsdóttur, landslagsarkitekt, var falið að teikna svæðið. Stefnt er aðþví að hönnun og teiknivinnu ljúki sem fyrst. Sem kunnugt er hefur Sundlaug Akureyr- ar farið fram á að fá neðri hluta nú- verandi tjaldsvæðis undir stækkun fjölskyldugarðsins og hefur fram- kvæmdanefnd lagt til að Sundlaugin fái svæðið til afnota eftir næsta sum- ar. Til þess að það geti orðið þarf nýtt tjaldsvæði að vera þá tilbúið til notkunar. Glerárdalur Umhverfisnefnd hefur lagt til við bæjarstjóm að settir verði peningar í það brýna verkefni að hefta upp- blástur og jarðvegseyðingu í malar- námum norðan Glerár. Ástandið þar var skelfilegt í sumar, - ekki sást til fjalls úr bænum í fleiri daga vegna jarðvegsfoks. Orsökin er sú að því miður hefur illa verið staðið að mal- artekju á svæðinu, og blasa svöðu- sárin við hvert sem litið er. Framlag hefur fengist frá Land- vemd til þessa verkefnis og farið er fram á 3 milljónir til viðbótar af liðnum átaksverkefni. Nefndin vill að verkið verði unnið strax næsta sumar. Glerá Umhverfisnefnd hefur ákveðið að það verði eitt af meginviðfangs- Myndin sýnir neðri hluta Glerár og ber með sér að þar er vissulega ekki vanþörf á umhverfisbótum. efnum sínum næstu ár að koma um- hverfi Glerár í gott horf. Nefndin hefur því mælst til þess við Bæjar- stjóm að svæðið verði hannað sam- hliða hönnun Dals- og Borgarbrauta. Þær götur liggja að stórum hluta meðfram ánni og því ætti að hljótast verulegur spamaður og hagræðing af því að vinna þessa vinnu í sam- hengi. Friðland og útivisi í Hólmunum Vinna og samningar vegna frið- lands í óshólmum Eyjafjarðarár eru á lokastigi. Þegar niðurstaða er feng- in í þessu mikla máli mun þarna verða til eitt merkasta friðland á á íslandi. Lífriki hólmanna hefur verið í mikilli hættu vegna nálægðar við þéttbýlið. Með væntanlegu sam- komulagi Akureyrar, Eyjafjarðar- sveitar og Flugmálastjórnar verður komið á þeirri stjómun á svæðinu, sem nauðsynleg er til að rétta hlut lífríkisins. Jafnframt verður svæðið merkt og stígar lagðir til að það nýt- ist fólki til útivistar og náttúmskoð- unar. Reglur um kattahald Bæjarlögmaður hefur nú tillögur Umhverfisnefndar um kattahald til umfjöllunar. Þessar tillögur hafa vakið upp viðbrögð í bænum og er það vel. Þess misskilnings hefur þó gætt að reglumar séu þegar komnar á, en það em þær ekki og eiga að öllum líkindum eftir að taka breyt- ingum eftir umfjöllun lögmannsins. Ástæður þess að nauðsynlegt er talið að hafa reglur um kattahald em einfaldar. Dýraeftirlitinu berst ara- grúi af kæmm, sem ekki hefur verið hægt að taka á vegna þess að reglur hafa engar verið til. Það sem tillög- urnar hafa að geyma gefur engan veginn tilefni til allra viðbragða, sem sést hafa. Þær miðast eingöngu við það sem eðlilegt er og sjálfsagt ef menn vilja hafa tillitssemi við nágranna sína og sambýlisfólk í heiðri. Þær munu engu breyta fyrir alla þá sem haldið hafa sína ketti með það að leiðarljósi að virða rétt annarra, en gera dýraeftirlitinu kleift að taka á þeim vandamálum sem skapast. Gjaldtaka verður engin, skráning engin, og eftirlitið með því að reglunum verði framfylgt verður hjá borgurunum sjálfum. Höfundur er fulltrúi AlþýSuflokks- ins í umhverfisnefnd Akureyrar. Cjóðir stó/ar Færð þú þér gódan bakstól þegar bakið þitt er bilað? - eða færd þú þér góðan stói til þess að bakið bili ekki?? TCLVUTÆKI Furuvöllum 5 ■ Akureyri Sími 462 6100 A Veljum íslenskt! Verslum í heimabyggð! Kjarnafæði, Fjölnisgata 1B S: 462-7155 ígulkerið hf, Dalsbraut 1 S: 461-2365 Vflkurlax hf, Dalsbraut 1, S: 461-2365 íslenskt já takk Miðsamtún hf, Fjölnisgata 1B, S: 462-7155 Höndin hf, Tryggvabraut 22, S: 462-6233 Veislubakstur hf, Fjölnisgötu 4F S: 462-6610 Birnubúð, Svalbarðseyri, Smáratún 5, S: 462-5043 Contact, skipagötu 2, S: 461-2656 Öngull hf, Eyjafjarðarsveit, S: 463-1339 Bdasalan Stórholt, Óseyri4, S: 462-3300 Smurstöð SHELL-OLÍS, Fjölnisgata 4A, S: 462-1325 Oddvitinn, Strandgata 53, S: 462-6020 Bílasalan ÓS hf, Hjalteyrargötu, S: 462-1430 Eldhús meistarans, veislu- og veitingaþjónusta, S: 462-7155 Hákon Guðmundsson, rafvirkjameistari, Kotárgerði 6, S: 462-4376,fars: 854-0776 Þórshamar hf, Tryggvabraut 3-5, S: 462-2700 Leikfangamarkaðurinn, Hafnarstræti 96, S: 462-7744 Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, S: 462-2685 * Utgerðarfélag Akureyringa hf, v/Hjalteyrargötu, S: 461-2500 íslandsbanki, Skipagötu 14, S: 461-2000

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.