Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 13

Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 13
: «\ -. 1 . ¦ Hver kaupir iélagjof irnar? - Smásaga - Jólin eru hátíð hjartans (sbr. í dag er glatt í döprum hjörtum), og í þessum dásamlega undirbúningi jólanna eigum við ekki einungis að vera glöð, heldur líka góð hvert við annað. - Samt sem áður þori ég að veðja tveimur heimatil- búnum jólasveinum að jólin gefa tilefni til matgs konar rökræðna hingað og þangað, út og suður, hjá öllum fjölskyldum og heimilum. Fyrsta og mikilvægasta spurn- ingin er sem sagt, hjá hverjum af fjölskyldunni á að halda hátíðlegt aðfangadagskvöld. Á það að vera hjá foreldrum, tengdaforeldrum, mágum, mágkonum eða hjá frænku eða frænda - eða bara heima? Annars er það mjög þægi- legt að halda jólin annars staðar og láta aðra hafa fyrir hlutunum en hins vegar verða börnin að muna eftir jólunum á æskuheim- ilinu. Strax í nóvember voru allar símalínur á milli fjölskyldnanna rauðglóandi til að áforma jóla- dagana. Matseðilinn skal vera til- búinn tímanlega. Á að borða önd, rjúpur, kalkún, gæs eða svína- steik? - Heima hjá mér fengum við alltaf gæs, segir einn fjölskyldu- meðlimurinn meðan annar segir að gæsasteik sé of dýr og reyndar sé meiri matur í kalkún. - Kalkúninn er of þurr, segir gæsa- aðdáandinn, og svona halda þessar bollaleggingar áfram, enda svo á stórkostlegri móðgun sem endist fram á sumar. Svo eru þáð jólágjafirnar. Hvað á að gefa hverjum? Hver á ða gera jólainnkaupin? Eg ætla aðeins að dvelja smá- stund við þetta síðasta og segja meðsystrum mínum sem eins og ég, þekkja vandamálið með eigin- mennina, sem eru þess fullvissir að eiginkonan leysi ein og sjálf gjafavandamálið. - Hvað hefur þú hugsað þér að gefa foreldrum þínum í jólagjöf? spurði ég lífsförunaut minn í desember í fyrra og spurningin var afgreidd með innilegu brosi, samt var blessaður maðurinn algjörlega ráðþrota og sagði um leið og hann leit á mig bænaraugum: - Ég hélt að við hefðum ákveðið að þú sæir um allar jólagjafirnar, þú ert vön því. - Er ég vön. Ó, Tarsan dauður og Jane komin í kvennaherbúðir, hreytti ég út úr mér og fannst þetta sniðugt, ég hafði lesið þetta á klósetthurð í einum af stórmörk- uðunum og mér fannst tilvalið að „fýra" þessu einmitt nú. Þar að auki sagði ég: - Ég er uppgefin á að horfa á þig jóla- stressaðan, heyra þig tala um jólaat, þegar þú yfir höfuð kemur ekki nálægt neinu, kaupir engar jólagjafir og skrifar ekki á eitt einasta jólakort, hvað þá að þú sleikir eitt einasta frímerki! Já, það eru margir, sérstaklega karlmenn, sem strax í nóvember líta út sem þeir séu kúfuppgefnir ef minnst er á jólin. Einn góður vinur minn sagði við mig á dögunum, þegar ég hafði haft þetta á orði: - Þetta starfar allt af því að fyrir jólin fáum við svo mikið samviskubit út af öllu sem við ætluðum að gera fyrir jólin í fyrra, en höfum ekki komið í verk. Annars - þegar ég minnti manninn minn á gjafirnar til foreldra hans, var ég raunar búin að kaupa allar gjafirnar og pakka þeim inn. Því mun árið 1986 tilheyra sögunni sem árið sem ég var svo tímanlega búin með allt. En ég lét þennan ágæta eiginmann minn vera í óvissu með þetta í nokkurn tíma. Nokkrum dögum eftir þetta samtal okkar (sem ég skildi seinna að hann hafði hugsað mikið um) spurði hann mig rétt si svona: - ALÞÝÐUMAÐURIHN Viltu koma með mér í bæinn og við skulum líta á jólagjafir? Núgat ég ekki þagað lengur og sagði blátt áfram: - Heyrðu ann- ars. Þetta með jólagjafirnar, ég er búin að kaupa þær allar. Lífsförunautur minn hækkaði sig í sætinu þar sem hann sat við eldhúsborðið og sötraði úr kaffibollanum. Það geislaði af honum og í gleði sinni yfir að þetta stóra og mikla áhyggjuefni var leyst, sagði hann um leið og hann sló út höndunum á „elegant" máta: - Farðu nú og kauptu þér eitthvað verulega fallegt og f'nt, á minn kostnað auðvitað! En hrædd er ég um að eftir þessu síðasta hafi hann átt eftir að SJá. Lauslega þýtt: Á.E. 13 » AKUREYRARBÆR Ágæti kennari í Síðuskóla á Akureyri þurfum við að ráða íþrótta- kennara í allt að hálfa stöðu frá og með 4. janúar og út skólaárið. Um er að ræða kennslu í 2. og 3. bekk auk samstarfs við Erling Kristjánsson („gamla manninn" í KA) um kennslu í 8.-10. bekk. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við undir- ritaðan strax. Jón Baldvin Hannesson, vinnusími 462 2588 og heimasími 461 1699. m FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ Á AKUREYRI Til sölu eru eftirtalin tæki og búnaður: Bakarofn Capro 3x380 v, 15 kw Kjötsög Hobart 3x380 v, 2Hp Eldavél (Rafha, 5 hellur) 3x380 v, 15 kw Rafskautspottur, Elektro Helios 3x380 v, 20 kw, 100 L, árg. 73 Rafskautspottur, Elektro Helios 3x380 v, 12 kw, 50 L Kælibúnt 1x220 v Kælibúnt 3x380 v Nánari upplýsingar veitir Bjarki Árnason í síma 463 1100. Tilboð óskast send til skrifstofu FSA fyrir 20. des. nk. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tlugleiðhr áskcL/ öllum láðátíptcudmuri áínum Q$yfcur&dddar d kmandi ári. 7Pökkum mðskiptm FLUGLEIÐIR - INNANLANDS - r ^^ Eftirminnilega gott . _ gH| í Hi WÆ: BRAGA K S Bfe^í-'j' -^ W KAFFI 1 íroaia ^ -,- *p-* ' ^^^^H W^^ - íslenskt og ilmandi nýtt qtóiiw íjU#?6Í/- Eigendur Hyundai og Lada bifreiða ath. Öll viðgerða- og varahlutaþjónusta er hjá okkur. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ ÞÓRSHAMAR HF. TRYGGVABRAUT 3-5 - SÍMI 462 2700 - FAX 462 7635 J

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.