Samtíðin - 01.03.1937, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.03.1937, Blaðsíða 10
6 SÁMTÍÐIN JjljÍ muguKCJL Versta sviksemi, sem til er, er að svíkja sjálfan sig. P. J. Bailey. Ef voldugur maður féflettir þig, áttu ekki að segja neitt, heldur umbera tjónið með þögn og þolinmæði. Fuller. Göfugustu verk og stofnanir stafa frá barnlausu fólki. Bacon. Börn eru auðlegð fátæks fólks. Fuller. Þar sem börn eru ekki, er guðsríki ekki heldur. Swinburne. Lítil börn, litlar áhyggjur. Uppkomin börn, miklar áhyggjur. John Ray. Meðan börnin eru lítil gera þau foreldra sína kjánalega; þegar þau eru orðin stór, gera þau foreldrana sturlaða. Richardson. Þegar börn standa kyr, hafa þau gert eitthvað rangt. A. B. Cheales. Þú getur gert hvað sem þú vilt við börn, ef þú aðeins leikur þér við þau. Bismarck. Ef þú leggur lag þitt við lélegt fólk, ferðu að halda, að lífið sé lélegt. Emerson. Eg get lifað í tvo mánuði á hrósyrði, sem er sagt upp í eyrun á mér. Mark Twain. Samviska manns og dómgreind hans er það sama; þess vegna get- ur samvisku hans skjátlast eins og dómgreind hans. Thomas Hobbes. Sá maður, sem hefir glatað samvisku sinni, er einskis virði. Caussin.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.