Samtíðin - 01.03.1937, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.03.1937, Blaðsíða 32
SAMTÍÐIN 28 sé ákafur. Honum leiðist doði og slen. Slikur hópur er eins konar höfuðlaus her. Ræðumaðurinn verð- ur að gerast foringi hans. Ef einliver í fámennum áhevr- endahópi tekur fram i fyrir yður. skuluð þér rökræða málið við liann og svara honum kurteislega. En ef einhver i fjölmennum hópi ætlar að slá yður af laginu með því að taka hastarlega fram i fyrir yður, er ekki annað ráð vænna en að af- vopna hann hæði fljótt og vel og fullkomlega miskunnarlaust. Áheyr- endur liafa gaman af slikum hnipp- ingum, en vilja altaf, að ræðumað- urinn heri hærra lilut. — Það er haugalýgi! æpti Lloyd George 8. ágúst 1918, er tekið var fram í fyrir honum i breska þing- inu. Röddin þagnaði óðara. Komið kjarnanum í meginhugsun yðar fvrir í einni lmitmiðaðri setn- ingu og endurtakið hana síðan þangað til hún hefir fest rætur í hugum áheyrenda yðar. Hvað sem öðru líður, legg ég það til, að Ivarþagó sé lögð i eyði, sagði Cato jafnan i liverri ræðu: Og sjá: Ivarþagó var jöfnuð við jörðu. Ahrif ræðumanns liafa náð hámarki sínu, er hann getur látið fjölmenni hlýða sér, eins og einn maður væri. Niðurlag í næsta hefti. Faðirinn (við son sinn 7 ára gamlan): — Hvar fékstu þennan bíl? — Hjá telpu út á götunni. — Hvað sagði hún? — Hún orgaði bara. Hinirágætu Gefjunardúkar fullnægja öllum þeim kröfum, sem frekast verða gerðar. Þeir eru mjúkir og hlýir, en jafnframt snöggir, áferðarfallegir og smekklegir. Það er gagnslaust að tala um heilsuvernd, ef menn kunna ekki að klæða sig í samræmi við það loftslag, sem þeir eiga \ið að húa. Föt úr íslenskri ull henta íslendingum best. — Klæðaverksmiðjan Gefjun, Akupeyri I ÍJtsala á Laugav. 10, Reykjavík o,g í kaupfélögum um land alt.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.