Samtíðin - 01.03.1937, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.03.1937, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 KVENFÓLKIÐ VELDUR ÁHYGGJUM Undan mörgu er kvartað í lieimi hér. Sums staðar kvarta þegnarnir undan ríkisstjórnunum (þar sem enn er hæði hugsana- og ínálí'relsi), og annars slaðar kvarta ríkisstjórn- irnar undan þegnunum. Sænsku ráðsmennirnir á ríkisbúinu kvarta nú mjög undan því, að lcvenfólkio hemjist ekki lengur í Svíþjóð, held- ur streymi til Danmerkur! Þeir fidl- yrða, að frá Skáni, Hallandi og Vestur-Gautlandi streymi árlega urmull af kvenfólki til Danmerkur til þess að gerast vinnukonur hjá Dönum. Þannig er talið, að árið 1934 liafi milli 7 og 8 þúsund sænsk- ar stúlkur verið skráðar við mann- tal í Danmörku. Nú er það alkunnugt, að iiarn- eignir eru mjög að komast úr tísku > Svíþjóð. í Stokkhólmi er þannig liægt að vera vikuin saman án þess að sjá iiarn. Þar sem lielst ælti að vera harna og unglinga von, situr gamalt fólk með hunda í eftirdragi. Og á götunum ganga nýgiftar kon- 11 r ekki með barnavagna á undan sér, heldur með hunda í bandi, hunda, sem vita, hvað þeir vilja og vda, iivað þeir mega, því að þeir urfjórðung skilaði liúii okkur að dyrum gistihússins í miðri Aþenu- borg. Eg blessaði í huga mínum Ame- r|kuiiianninn, sem fékk mig lil að Ojúga til Aþenu. toga oft það fast í spottann, að sá eða sú, sem streytist á móti, verð- ur að greikka sporið. En svo við víkjum aftur að kven- fólkinu, þá kvarta Svíar mjög und- an þvi, að Danir lokki það svo á- kaft úr greipum sér, að í Sviþjóð sé óskaplegur hörgull á vinnustúlk- um. Hvernig stendur á þessu? spyrja Svíar. Og svarið liggur i augum uppi. Það er Kaupmannahöfn, sem „ginnir og seiðir“ stúíkurnar í Suð- ur-Svíþjóð. Sá léttleikablær og sú glaðværð, sem einkennir Höfn, fyr- irfinst ekki í Svíþjóð. Sænskar húsmæður sjá um þessar mundir ekki annan kost vænni en að krækja í vinnukraft frá Finnlandi, hvort sem Finnar reyna nú að fá rúss- neskar stúlkur til þess að hlaupa í skarðið. Þetta er eins og allir liljóta að sjá mjög alvarlegt ástand fyrir sænska ríkið, sem bæði þarf skalt- þegna og vinnukraft, annars vegar að fólkið netínir ekki að vera að eiga börn og hins vegar, að kven- fólkið tollir ekki í landinu. Á ís- landi þykir nú næg'ilega alvarlegt, að fólk tollir ekki í sveitunum, en livað mundi, ef Ameríku-faraldur- inn gysi upp að nýju? En hvað segja svo Danir, þegar Svíar kvarta. Þeir segja ofhoð sak- leysislega: — Aldrei höfum við orðið fyrir því áður, að kvartað iiafi verið undan því, að við veittum börnum annara þjóða atvinnu!

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.