Samtíðin - 01.03.1937, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.03.1937, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 vofubleikri hendinni. „Verðu ö 11 u m augnablikum æfi þinnar skynsamlega, og þá hlotnast þér það, sem þú þráir, þvi þetta eina, það k'emur," Fleira sagði hún ekki. Eg stóð á fætur. Eg vogaði mér ekki að spyrja meira. Gamla konan í rúminu líktist múmíu. Nú lá hún hreyfingarlaus. Eg hvíslaði fram kveðju og læddist á burt. Hugsun mín snerist um dýrmæta augnablikið. Það var kanske liðið hjá. — Stigarnir brökuðu hátt undir fótum mínum. Það var þeirra rödd. Og klag- andi rödd stiganna hljómaði ásakandi í eyrum mínum. Þuríður mætti mér í gang- inum og sagði, að stúlka hefði komið og spurt eftir mér, og siðan farið aftur. Svona var að vera ekki heima! „Það hefir verið 01ga?“ hugsaði eg. Svo gekk eg inn í lierbergið mitt og fór að reykja. Pipu eftir pípu reykti eg, og sós- an í botni hennar sauð eins og feiti yfir eldi. Það var hægt að lesa myndir út úr bláum reyknum. Seinna um kvöldið kom Olga aftur. „Gakk inn í fögnuð herra þíns,“ sagði eg við hana, um leið og hún steig inn fyrir þröskuldinn í mínum dyrum, og átti að vera til gamans, en hún hló ekki, bara brosti dauft og leit í kringum sig. „Má eg fara úr kápunni min'jii; það er svo heitt hérna?“ bað hún, og fór með minu leyfi úr rauðu kápunni sinni með loðkraganum. Innan undir var hún i ó- dýrum kjól, næstum ermalausum. Svo settist hún í körfustólinn, en eg á dívan- nin og lagðist samstundis endilangur. Eg fór að horfa á hana þreyttum, bjarma- lausum augum, án þess að hugsa nokkuð sérstakt. Hún leit til mín stundum, og i hverju tilliti fólst hjálparleysi og bæn, bæn um hlífð, þó eg væri svona sterk- ur og einvaldur. Svo fór hún að tala um. hvað það væri einkennilegt, að v i ð skyldum kynnast og að v i ð skyldum sdja hér saman, ég að austan, en hún að vestan, og livers vegna þetta skyldi nú hafa viljað svona til. .,Það eru forlög. Það hefur á 11 að h)ra svona,“ sagði ég, samviskulaus, með blíðri röddu og sá, hvað lnin gladdist í leyni af þessum orðum mínum. Hún varð djarfari á svipinn og tók púðurtæki upp úr töskunni sinni. Eg hélt áfram að horfa á hana og sá, að hún átti ekki nóg handa sálinni, en þess í stað eitthvað, sem fing- urnir vildu snerta. Svo bað hún mig að lofa sér að heyra eitthvert kvæði eftir mig. Eg fór með eitt. Það var ástarkvæði. Henni féll það ekki, það var auðséð á svip hennar og hún spurði mig, um hvaða stelpu eg hefði nú ort þetta, og hvort eg væri ekki voðalega ofl með stelpum. Þá fór.eg að útlista fyrir henni, að það væri alls ekki ort um neina sér- staka. Það gæti eins verið um hana og hverja aðra. — Og hvort eg væri með stelpum, nei, öðru nær, eg væri að skrifa. Þetla sagði eg henni og sýndi henni til sannindamerkis blýantinn minn; hann var varla orðinn meira en tvær tommui að lengd. Við sátum þegjandi nokkra stund. Hún fitlaði við töskuna sína, eg lá kyr. „Viltu setjast hjá mér?“ spurði eg svo. Það var eins og hún efaðist.“ „En eg er bara að flýta mér svo mikið“, svaraði hún og flutti sig yfir á dívaninn. „Eg má ekki vera að því að standa lengi við núna, — en s e i n n a.“ — Eg tók hönd hennar aðra og kysti hana af rælni. „Svona heilsa menn páfanum‘“, sagði eg og kysti á liringinn, sem hún hafði sér lil gamans á einum fingrinum. „Vitleysa“, sagði hún dálítið trufluð, því eg hafði brotist inn á tilfinningar hennar óviðbúnar, en hún dró ekki að sér höndina. Eg horfði á hana ófyrirleitnu augnaráði. „Kystu mig,“ skipaði eg og glotti. Hún leil á mig döpur og hlýddi. „Ó, vinur minn“, hvíslaði hún. „Þú heldur víst, að eg kyssi hvern sem er. Þú mátt ekki halda, að eg komi svona fram við alla.“ • Og nú var það hún, sem kysti. Það var koss, knúinn fram af sterkri tilfinn- ingu, og mér fanst hann ekki snerta varir mínar, en sáran blett einhversstaðar inni í sálinni. Eg reis snögt á fætur eins og eitthvað óvænt hefði að höndum borið. Hún leit á mig skelkuð.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.