Samtíðin - 01.02.1939, Síða 7

Samtíðin - 01.02.1939, Síða 7
SAMTiÐIN Febrúar 1939 Nr. 49. 6. árg. 1. hefti VEFNLEYSI er böl, sem mörgum hefir reynst þungbært. En margir, sem þjást af andvökum, munu geta fall- ist á, að það sé vaninn að hugsa urn alt milli himins og jarðar, sem haldi þeim vakandi. Hvernig eiga menn að verjast áhyggjum sínum, eftir að þeir eru gengn- ir til rekkju á kvöldin? Það eru til þó nokkur einföld ráð í þessum efnum. Eitt af þeim er sem hér segir: Reynið að hugsa yður, að heilinn í yður sé eins og stór skólatafla, og að ósýnileg hönd skrifi ósjálfrátt á hana sérhverja þá hugs- un, sem reynir að laumast inn í hið þreytta hugskot yðar. Til allrar hamingju hafið þér i fórum yðar stóran svamp, og jafnskjótt sem hugsunin birtist á töflunni, þurkið þér hana út. Þér verðið að gæta þess vandlega, að vera búinn að þurka hverja setningu út, áður en hin ósýni- lega hönd hefir lokið við að skrifa hana. því að taflan verður að haldast auð, hvað sem það kostar! Yður kann að virðast alt þetta skraf spaugilegt, cn það mun verka á við stóran svefnskamt. — Það er einnig ráðlegt þeim, er eiga örðugt með að sofna á kvöldin, að reyna að fylffjast sem allra best með andardrætti sjálfra sín. Andardráttur yðar er þá hæg- ur, djúpur og háttbundinn. Hlustið ná- kvæmlega á hann. Slíkt er furðu róandi, °g auk þess vísar það öllum órólegum hugsunum á bug, ef menn geta einbeitt hlustunina nægilega. Eftir dálitla stund munuð þér verða þess var, að blessunar- rik ró er tekin að færast yfir yður og úr því mun þess skamt að bíða, að þér sofnið vært. — Það cru vitanlega enn þá fleiri ráð til við andvökum. Allir lækn- ar vita, að í því sambandi cr hentugt að ráðleggja mönnum, að fara i bað. Hitt \erða menn að gera sér ljóst, að hér gagnar ekki þægilegt bað. Menn verða að gera svo vel og fara í ískalt bað, svo að þeir komi skjálfandi upp úr vatninu. Að því búnu eiga þeir að þerra sig á handklæði, en gæta þess vel, að þurka sér ekki. Þar af leiðandi skreiðast þeir rakir og kaldir upp í rúm sitt. En smám saman tekur þeim að hlýna, og þá mun færast yfir þá vellíðan, sem gerir þeim furðu auðvelt að sofna svefni réttlátra, ef þeim tekst að vísa óþægilegum hugs- unum á bug. —* Ef menn vakna um miðja nótt og eiga örðugt mcð að sofna á ný, er gott ráð að velta ofan af sér rúmföt- unum og liggja síðan kyr, þar til þeim er orðið kalt. Breiðið sængina því næst ofan á yður, og yður mun oftast nær takast að sofna, um leið og yður fer að hlýna. — Ef menn ætla sér að nota lest- ur sem svefnmeðal, verða menn helst að velja sér bækur, sem eru örðugar aflestr- ar, svo að heilinn verði þreyttur. Sá, sem vaknar of snemma að morgni, og vill feginn njóla svefnsins dálítið lengur, verður að gæta þess, að opna ekki augun. Ef menn sjá dagsbirtu, er hætt við, að þeim takist ekki að sofna á ný. — Sam- tíðin vill að lokum biðja alla lesendur sína, að reyna þessi ráð og segja vin- um sínum frá þeim. Ef slíkt skyldi koma yður eða þeim að notum, er tilgangi vor- um náð. * Samtíðin óskar öllum lesendum sínum góðs og farsæls árs og þakkar vináttu þeirra á Iiðnum árum. Gerið oss þann greiða, að kynna ritið vinum yðar og kunningjum og útvegið því nýja áskrif- endur. Vér erum mjög þakklátir fyrir hvern nýjan áskrifanda, sem við bætist og heitum því, að Samtíðin skal á þessu ári flytja yður mikið, fjölbreytt og merki- legt efni. Lesið t. d. með athygli ritgerð Guðmundar Marteinssonar framkvæmdar- stjóra um rafmagn í þessu og næsta hefti.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.