Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 hlvti að vera einhver i'myndun. Ekki þvrfti framar að hjúkra honum. „Það er eittlivað að,“ sagði hún attur. „Mig dreymdi hann Brand. ^ iltu ekki vera svo góður að gera það fyrir mín orð, að fara úl i lík- lnisið og athuga, hvað er að. Ég hefði farið sjálf, ef veðrið væri ekki svona vont.“ Nú tók ég eflir því, að heljandi stórhríð lamdi á glugganum. Það fór lirollur um mig við að lnigsa lit þess að fara að hograst út í lík- luis á þessum tima og í þessu veðri. En sú ljóshærða hað mig að gera það, og auðvitað varð ég að gera hennar bón. „Ég get litið þangað inn, þó það se au®vitað óþarft,“ svaraði ég. „Eg skal fara með þér, ef þér fdlur illa að fara einn,“ mælti hún eftir andartaksþögn. Eg skildi þetta sem ögrun og svar- aði dálítið stygglega, að óþarft væri '1 i1 i'ana að væna mig um kjark- le>si eða gera gys að mér. Hun fór, en ég snaraðist í fötin. I'egar ég kom fram í sjúkrahús- ganginn, stóð liún við einn glugg- ann og starði út i hríðarsortann. Henni var sýnilega mjög órótt. Ég vissi, að draumar liennar höfðu ofl valdið henni óþægindum, og líklegt ei, að hún liafi verið einhverjum miðilshæfileikum gædd. „Þetta terðalag kostar koss,“ sagði lg um leið og ég gekk framlijá henni, „og gjalddaginn er slrax og ég kem inn aftur.“ Svo snaraðist ég út að líkliúsdyr- unum. Biksvartur hriðarbylurinn licsti sig um mig og hvein ömur- lega í þakskeggi liúsanna kringum portið. Ég var i fyrstu hálf-feginn, er ég kom inn í líkhúsganginn, en svo greip óhugnaður likhússins mig með heljarafli. Mér fanst ofraun að eiga að hjástra þarna inni hjá Brandi á þessum tíma sólarhrings- ins. Snöggvast flaug' mér i hug að snúa þarna við og segja þeirri ljós- hærðu, að alt væri í lagi, en þegar lil úrslita kom, fanst mér það alt of mikil ómenska. Ég beit á jaxh- inn og opnaði hurðina. Nálykt har að vitum mínum. Kolsvarlamyrkur var í likhúsinu, og hafði ég þó skil- ið þar við ljós um daginn. Ég fálm- aði mig áfram inn gólfið lil að ná í hrjótinn og reyna að kveikja. A miðju gólfinu rak ég tærnar í eitt- livað og datt áfram ofan á nákald- an mannslíkama. Alt hringsnerist fyrir mér. Ég ætlaði að verða óður af skelfingu. Þegar ég reis upp, var ég alveg húinn að gleyma, hvar ég átti að leita að hrjótnum. Ég þreif- aði um alla véggi og var sífelt að lmjóta um likið á gólfinu. Mér duttu í hug sögurnar um þá, sem gengu á eftir vofunum i gegnum heila veggi, en fundu svo enga snnigu til að komast út aftur, og týndusl þann- ig burt úr mannheimum. Ég var að verða sannfærður um, að eitthvaö svipuð örlög mundu híða mín þarna i myrkrinu hjá Brandi. Alt í einu mundi ég eftir þvi, að ég hafði litla rafmagnslukt í vasanum. Ég kveikti á henni, og við föla skímnna, sem hún har um herbergið, sá ég, að lik- börurnar höfðu sligast undan þunga Brands og' líkið oltið fram af þeim niður á gólfið, og lá nú á grúfu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.