Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN voru Þjóðverjarnir Werner von Siemens og Gramme (árið 1867 og árið 1868). Fyrirrennarar þeirra voru aftur danski eðlisfræðingur- inn H. C. Örsted, sem „fann“ raf- segulmagnið (1820) og enski eðlis- fræðingurinn Micliael Faraday, sem með rannsóknum sínum og tilraun- um undirbjó uppfinningu rafalsins. Fyrsta rafveituáætlun fyrir Reykjavík. Rafstöð reist í Hafnarfirði. Þegar þess er gætl, að það var árið 1882, sem fyrsta rafmagnsstöð heimsins fyrir almenna lýsingu, var reist í borginni New York, þá er kanske ekki að furða, þó að ráða- menn Reykjavikur og íhúar bæjar- ins hafi átt erfitt með að átta sig á tillögum þeim og áætlunum, sem Frimann B. Arngrímsson gerði um rafmagnsveitu fyrir Reykjavik frá rafmagnsstöð við Elliðaár árið 1894. (Reykjavík mun þá hafa hafl um 4000 íhúa). Hann skrifaði all- itarlega um þetta mál i „Fjallkon- una“ það ár. Valdimar Ásmunds- son var þá ritstjóri hlaðsins, og er sagt, að fáir aðrir en hann liafi veitt Frimanni áheyrn, enda komst hug- mynd hans ekki i framkvæmd fyrri en 27 árum seinna, eða árið 1921. Voru j)á komnar upp rafmagns- stöðvar allvíða annars staðar á Iandinu í kaupstöðum og þorpum, og á einstökum sveitabæjum. Einhver fyrsta rafstöð landsins mun hafa verið rafstöð sú, er Jó- hannes J. Reykdal lét setja upp í Hafnarfirðj sumarið og haustið 1904, Rafveitur á sveitabæjum. Notkun rafmagns er nú, eins og kunnugt er, orðin mjög útbreidd liér á landi. Eru rafstöðvar i öllum stærri kauptúnum landsins, og einn- ig í mörgum liinna smærri kaup - túna. Ennþá vantar að vísu mikið á, að rafmagn sé alment notað til sveita, og má ef til vill húast við, að svo verði enn um langt skeið. Þó eru í sumum sveitum rafmagns- stöðvar á fjölda mörgum hæjum. A það sérstaklega við um Skaftafells- sýslurnar, og j)ó einkum Austur- Skaftafellssýslu. Munu staðhættir fyrir rafvirkjun víða vera góðir á þessum stöðum, en j)að virðist einn- ig vera svo, að einmitt í j)essum landshluta séu margir hagleiks- og dugnaðarmenn, sem hai'a, að miklu leyti af sjálfsdáðum, beislað. bæjar- lækinn lijá sér og nágrönnum sín- um. Er j)á fyrst og fremst að nefna Bjarna Runölfsson í Hóhni i Land- broti. Var hann sannur brautryðj- andi um hvggingu rafmagnsstöðva á sveitabæjum, og mjög mikilvirkur. Var mikill skaði að fráfalli hans, en hann andaðist, eins og kunnugt er, síðastliðið sumar, og var j)á enn á hesta skeiði. Stórstígar framfarir í rafmagns- vinslu árin 1935—1940. Ef saga rafmagnsaldarinnar á ís- landi verðtir einhverntíma skráð, mun sex ára tímabilið 1935—1940 vafalaust verða talið merkilegt tíma- bil jæirrar sögu, fyrir j)á sök, að þá eru framkvæmdar margar nýjar rafmagnsvirkjanir og stærri en áð-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.