Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 22
18 SAMTIÐIN á það, að ef verið er úti i sólskini að vetrarlagi, sérstaklega ef verið er framan undir vegg, sem endur- varpar sólarhlýjunni, getur manni fundist vel hlýtt, jafnvel þó að frosl sé, þ. e. hitastig loftsins sé mjög lágt. Eilthvað svipuðum árangri mun auðveldara að ná með rafmagnshit- un en með öðrum hitunaraðferð- um, t. d. með svokölluðum raf- magns-lielluofnum, með tiltölulega stórum liitafleti og lágu hitastigi. I öðru lagi er innan handar, þeg- ar um rafmagnsliitun er að ræða, að nota i samhandi við rafmagns- ofnana hitastilla (,,thermostats“). Eru það áhöld þannig úr garði gerð, að þau tengja ofninn við raflögn- ina, þegar hitinn i stofunni fer nið- ur fyrir ákveðið hitastig, og rjúfa tenginguna, þegar öðru ákveðnu hitastigi er náð. Með þessu móti er leilast við, að draga úr rafmagns- eyðslunni, jafnframt því, sem stofu- hitinn helst jafn og þægilegur. Það er mjög líklegt, að rafmagn sé samkepnisfærara til hibýláliit- unar hér á landi en víða annars staðar, bæði af því, að kol og ann- ar eldiviður er dýr Iiér, og éinnig fyrir þá sök, að veðráttufari er þannig liáttað hér á landi, jafnvel á öllum árstíðum, að ofl er of kait til ]>ess að kyndá ekki, en varla nógu kalt til þess að kynda. En þegar svo er háttað veðri, er sérstaklega þægilegt — og ódýrt, — að „bregða upp“ rafmagnshitun. Rafmagnshitun hefir enn fremur þann kost fram yfir t. d. kolakvnd- ingu, að rafmagnshituninni fylgir ekkert óhreinlæti og engin fyrir- höfn. Einnig fyrir þá sök, mundu Jnargíir taka 'rafmagnshitun fram yfir hitun með öðru eldsneyti, jafn- vel þó að hún væri nokkru dýrari, enda væri það fyllilega réttmætt. Rafmagn til vélareksturs. Að því er sriertir notkun raf- magns til vélareksturs, þá orkar það ekki tvímælis, að rafmagnsmótor- ar, þar sem þeim verður við kom- ið, bera af öðrum mótorum um flesta hluti. Þeir eru mjög einfaldir að gerð, fvrirferðarlitlir, endingargóðir og þola alhnikla yfirhleðslu um stund- arsakir, ef þeir fá að livila sig á milli. Gerð þeirra er nokkuð mismun- andi eftir því, til hvers á að nota þá, bæði að ytra frágangi og „innra cðli“. T. d. eru sumir rafmagnsmót- orar þannig úr garði gerðir, að stilla má liraða þeirra eftir óskum, —• innan vissra takmarka. Aðrir raf- magnsmótorar hafa þann eiginleika, að ef álag á þeim er mismunandi mikið, brevtist ltraði þeirra sjálf- krafa þannig, að þegar mikið revn- ir á þá, hægja þeir á sér, og um leið „vex þeim ásmegin“ sjálfkrafa. Þess liáttar mótorar eru l. d. notáðir í flutningatæki, svo sem sporvagna og járnbrautarvagria. Rafmagnsbifreiðar. A þessum árum, þegar verið er að auka iðnaðinn i landinu og skapa nýjar iðngreinar, er það mjög þýð- ingarmikið, að rafmagnsframleiðsl- an sé jafnfranit aukin svo mikið.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.