Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN 'Jit íAuufy imœx Þegar menn eru komnir til valda, hætta þeir að horfa upp á við, en taka hins vegar að skygnast í kringum sig. J. R. Lowell. Það er jafnan varhugavert að vera meðeigandi auðugs og voldugs manns í fyrirtæki. Phædrus. Það er eðli valdanna, að þau dragast jafnan úr höndum fjöldans til fárra manna. Wendell Phillips. óverðskuldað lof er dulbúin ádeila. Broadhurst. Sá, sem ekki hrósar andstæðingi sínum, er sjálfur lélegur maður. Dryden. Gamalt lof firnist, nema það sé endurnýjað. George Herbert. Ég er fús til að hrósa hverjum þeim, sem vill hrósa mér. Shakespeare. Þegar öllu er á botninn hvolft, er hrós það, sem við þrífumst best af. Sydney Smith. Vitrustu menn eru vanir að hafast upp við lof, jafnvel þó að fífl eigi þar hlut að máli. Benjamin Disraeli. Menn eru vanir að hrósa öðrum í þeim tilgangi, að þeim sé sjálf- um hrósað í staðinn. La Rochefoucauld. Að hrósa öllum er sama og að hrósa engum. John Gay. Skýring er altaf leiðinleg bæði fyrir þann, sem útskýrir eitthvað, og hinn, sem verður fyrir því að hlusta á útskýringar. Benjamín Disraeli. Allir menn eru leiðinlegir, nema við þurfum á þeim að halda. O. W. Holmes.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.