Samtíðin - 01.02.1939, Qupperneq 10

Samtíðin - 01.02.1939, Qupperneq 10
6 SAMTÍÐIN 'Jit íAuufy imœx Þegar menn eru komnir til valda, hætta þeir að horfa upp á við, en taka hins vegar að skygnast í kringum sig. J. R. Lowell. Það er jafnan varhugavert að vera meðeigandi auðugs og voldugs manns í fyrirtæki. Phædrus. Það er eðli valdanna, að þau dragast jafnan úr höndum fjöldans til fárra manna. Wendell Phillips. óverðskuldað lof er dulbúin ádeila. Broadhurst. Sá, sem ekki hrósar andstæðingi sínum, er sjálfur lélegur maður. Dryden. Gamalt lof firnist, nema það sé endurnýjað. George Herbert. Ég er fús til að hrósa hverjum þeim, sem vill hrósa mér. Shakespeare. Þegar öllu er á botninn hvolft, er hrós það, sem við þrífumst best af. Sydney Smith. Vitrustu menn eru vanir að hafast upp við lof, jafnvel þó að fífl eigi þar hlut að máli. Benjamin Disraeli. Menn eru vanir að hrósa öðrum í þeim tilgangi, að þeim sé sjálf- um hrósað í staðinn. La Rochefoucauld. Að hrósa öllum er sama og að hrósa engum. John Gay. Skýring er altaf leiðinleg bæði fyrir þann, sem útskýrir eitthvað, og hinn, sem verður fyrir því að hlusta á útskýringar. Benjamín Disraeli. Allir menn eru leiðinlegir, nema við þurfum á þeim að halda. O. W. Holmes.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.