Samtíðin - 01.11.1941, Page 7
SAMTIOIN
Nóvember 1941 Nr. 77 8. árg., 9. hefti
ABORÐINU fyrir framan mig liggur
ljóðabók, sem heitir I> i n g e y s k
ljóð eftir 50 höfunda. Mér finnst
þetta ljóðasafn alveg sérstaklega geðþekkt,
og ég les oft í því mér til gamans. Þar er
margvislegur andlegur gróður, sem yljar
mér nolalega.
Þetta þingeyska ljóðasafn var gefið út
s.l. ár. I formála er tildrögunum að út-
gáfu þess lýst sem hér segir: „í Húsavík
hefir verið reist vandað sjúkrahús. Miklu
fé varð að safna í héraðinu til að standa
straum af stofnkostnaði þess, og enn er
honum ekki lokið. Eitt sinn var stungið
upp á því, að fá þingeysk skáld og hag-
yrðinga til þess að skjóta saman ljóðum í
bók, er út yrði gefin til ágóða fyrir sjúkra-
húsið. Okkur undirrituðum (þ. e. Ivarli
Kristjánssyni oddvita í Húsavík og síra
Friðriki A. Friðrikssyni prófasti s. st.)
var falið að gangast fyrir þeim samskot-
um. Auglýstum við eftir efni í bókina. Og
hér birtist nú árangurinn. ... I bókinni
koma fram 50 höfundar, allir búsettir í
Þingeyjarsýslum. Vegna hins takmarkaða
rúms varð að hafna ljóðum burtfluttra
Þingeyirga. Mikið skortir á, að í bókinni
korni fram allir héraðsbúar, sem við ljóða-
gerð fást. Þeir eru furðu margir, sem yrkja
aðeins sem kalla mætti „til heimilisþarfa“,
en vilja ekki láta gefa út kveðskap sinn,
þö vel yrki. Einnig kasta rímsnjallir menn
fram tækifærisstökum, sem geta verið á-
gætar til þess að ganga milli manna, er
til þekkja, en njóta sín ekki utan þess
hrings, nema þá helzt með rúmfrekum
skýringiim."
Þannig voru |)á tildrögin að því, að
þessi bók sá dagsins Ijós. Sjúkrahús var
reist, og til þess að rétta fram hjálpar-
hönd, gripu héraðsbúar til ljóðgáfu sinn-
«»r og lögðu sameiginlega til efni í ljóða-
safn, cr selt skyldi til styrktar sjúkrahús-
byíígingunni. „ólíkt höfumst við að“,
mættu þingeysku skáldin segja við for-
ráðamenn þeirra bjóða hér í'álfu, sem nú
keppast við að láta skjóta fagrar bygging-
ar í rústir hverir fyrir öðrum og þyrma
þá vart sjúkrahúsum. Hér er óneitanlega
annar og göfugri hugsunarháttur á ferð.
En útkoma þessa ljóðasafns er vottur um
enn meira en góðvild og félagsþroska
Þingeyinga. Hún er votfur um frábæra al-
menna bókmenningu í héraðinu. í safninu
kemur fram fólk af ýmsum stéttum: bænd-
ur, húsfreyjur, kennarar, og við hlið
þeirra stendur pósturinn, sjúkrahúsráðs-
konan, verkamaðurinn á eyrinni, rafvirk-
inn, skrifstofumaðurinn, afgreiðslustúlkan
og verkstjórinn. Flest eru skáldin þó
sveitabændur. Sum eru enn á unga aldri;
önnur eru komin á efri ár. Sum eru góð-
skáld, önnur þjóðskáld, eins og t. d. Guðm.
Friðjónsson, svo að einungis eitt nafn sé
nefnt.
Um þessar mundir er mikið rætt og
rilað um hættur þær, er steðji að máli
voru og menningu. Það er vafalaust vit-
urlegt að gera ekki of lítið úr slíku. En
nokkur hugsvölun má það vera þeirn
mönnum, sem nú eru áhyggjufyllstir um
vorn andlega hag, að til skuli vera úti
á landsbyggðinni hérað, þar sem fólkinu
er skáldlegt mál og traust bóknrenning
svo í blóð borin, að slíku nrun vart verða
tortímt. Eg efast um, að það hérað finn-
ist í útlöndum, og lagt geti fram ljóða-
safn, sem að stærð standi í sama hlut-
falli við íbúafjölda héraðsins og þetta
þingeyska ljóðasafn og ekki sé lakara. Ég
álít, að æskulýðurinn um gervallt ísland
ætti að lesa þetta kvæðasafn. En því
nefni ég æskulýðinn fyrst og fremst, að
mér er ekki grunlaust um, að hann sé
nú að villast burt frá ljóðmenntum þjóð-
arinnar. Slíkt væri vissulega ömurlegt
og raunar einnig smánarlegt hlutskipti
á vorri miklu prentöld.