Samtíðin - 01.11.1941, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.11.1941, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN Það ergir mig alltai' að sjá þá ryðjast framhjá manni, hæði á götum úti og annars staðar, sitja sem fastast í sætum sínum í strætisvögnunum, ]5ótt kvenfólk standi, o. s. frv. Þetta finnst mér nú, og ég býst við, að flest kvenfólk,- ungt og gamalt, sé á sama máli og ég. Kurteisi kostar ekki neitt. Talið herst að lokum að' ástandi því, er skapazt hefur við hernám lands vors, og Ragna Fossberg segir: —• Það er nú búið að tala svo mikið um þetta blessað „ástand“, að ég held, að það sé ekki hægt að segja neitt meira um það, nema með því að endurtaka eitthvað af því, sem áður er húið að segja. Eg get því sagt það alveg hreinskilnislega, að ég var líka í „ástandinu“, eins og það er kall- að. Stuttu eftir að hernámið fór fram, kynntu hæði enskir og íslenzkir vin- ir mínir hér mig nokkrum brezkum liðsforingjum. Ég gal ekki séð neitt rangt í ]>essu; hugsaði alls ekki um það frá stjórnmálalegu sjónarmiði, og fannst mennirnir ekkert öðruvísi en við, þótt þeir töluðu ensku. En eftir nokkurn tíma fór mér að skilj- ast, að ])að litu ekki allir á þetta frá sama sjónarmiði, og ég sá, að kynni mín við þessa menn gálu orðið mann- orði mínu skaðlfg. Ég þorði því ekki annað en hætta í „ástandinu“, því þótt það sé ef lil vill þröngsýni að láta sér eklci á sama standa um al- menningsálitið, meðan maður hefur sjálfur hreina samvizku, ])á er það ekki auðvelt í smábæ eins og Reykja- vík. Ég veit, að margar stúlkur hafa farið að eins og ég. Auðvitað veit ég, að margar stúlkur eru vítaverðar fyrir framkomu sína, en það eru tvær hliðar á liverju máli, og oft er afar erfitt að greina á m.illi þeirra. Isleuxkir fug'lar SAMTlÐINNI hefur borizt lítil hók um íslenzka fugla, eftir Micliael Bratby, enskan menntamann, sem dvalizl hefur hér á landi undanfarna mánuði. Bók þessi er 6 útvarpserindi, sem höfundurinn flutti í brezka tím- anuni í útvarpinu hér s.l. sumar í því skyni, að kenna erlendum setuliðs- mönnum hér að þekkja algengustu fuglategundir á íslandi. Bók þessi er mjög tímabær og þörf, með því að sáralítið hefur verið ritað um íslenzkt fuglalíf á enska tungu. Ber að þakka höfundi það, að hann skuli hafa varið tómstundum sinum til ]>ess að auka þekkingu útlendinga á islenzku fugla- lífi. Formála fyrir bókinni hefur rit- að Major General H. 0. Curtis. C-bætiefnið er eins og menn vita vörn gegn skvr- hjúgi, hinni ægilegu veiki, sem löng-> um þjáði Islendinga í hallærum og lningri kúgunaraldanna. Skyrbjúgur lýsir sér með blæðingum í húð og undir henni, hlæðingum i liði, tann- losi, þreytu og höfuðverki, en hin fyrstu einkenni hans eru stundum magnleysi. Talsvert vottar enn fyrir þessari ægilegu veiki í íslendingum. En sú er hót i máli, að þjóðin hefur öruggai varnir gegn henni með því að neyta fæðu, er inniheldur C-bætiefni í rík- um mæli, en ])ar lil má nefna mjólk, kartöflur og grænmeti.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.