Samtíðin - 01.11.1941, Side 14

Samtíðin - 01.11.1941, Side 14
10 SAMTÍÐIN sambúðinni við hinn framandi her, kemur það í ljós, að íslendingar eiga furðu lítið af þjóðerniskennd og mikill þorri þeirra er sem útlending- ur andspænis sinni eigin menningu, veit engin skil á henni, þekkir ekki auðæfi hennar og fegurð, kann ekki lil nokkurrar hlitar sína eigin tungu, þekkir ekki hókmenntir þjóðarinnar né sögu og er því í raun og veru eklci knýttur neinum þeim ástarhöndum eða metnaðar við ísland og' það, sem islenzkt er, að það gefi honum heil- hrigt öryggi hins siðmenntaða manns í sambúðinni við útlending- ana. Þetta hefir orðið ljósara með liverjum mánuði undanfarið. í mjög skjótri svipan erum vér hér að taka gjöld þess, sem vanrækt hefir verið í uppeldi þjóðarinnar og menntun á undanförnum áratugum. Hinn skóla- gengni æskulýður landsins nú er flalari fyrir erlendum aðkomulýð um timgu sína og siðgæði en öreiga kotkarlar óskólagengnir voru fyrr- um fvrir ofurmagni einokunarkaup- mannanna og fógetavaldsins danska. En munurinn var sá, að þeir vissu tíðum skil á göfugum uppruna sin- um og fundu sig slculdhundna af honum. Þeir varðveittu lengst af með sér þann metnað, sem reistur var á þekkingu og ásl á þjóðlegum verð- mætum. Það er oss ótrúlega lítill sæmdarhlutur, ef vér nútímamenn verðum þar allir, sem fyrri kynslóð- ir sáu hlut sínum borgið vanzalaust, þó að ekki þættu menntaðar á við oss. Annars er hezt að hafa um það enga tæpitungu, heldur segja það hreint eins og það er, að æði stór hluti æskulýðs höfuðstaðarins er að týna máli sinu í sambúðinni við hið erlenda setulið, um leið og hann týnir þar siðgæði sínu og mannrænu. Sama máli gegnir að allverulegu levti um hina ýmsu verkamenn. Þeir tala hispurslaust um að vinna i þess- um og þessum „taumi“ (team), í þriðja eða fjórða „ganga“ (gang). Eg liefi í sumar talið og skrásett upp undir eitt hundrað orðskrípi af þessu tagi, sem borið hafa fyrir eyru mín í viðtali við fólk, sem annað hvort sækir vinnu sína til Breta eða unað sinn í nánari persónulegar sam- vistir við herliðið annað hvorl í veit- ingahúsunum eða hermannaskálun- um. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, að þeir, sem lil þess eru kjörnir, taki upp til meðferðar hin sérstöku siðferðisvandamál, er af þessum ástæðum hafa skapazt. En þessar ástæður hafa líka leitl fram kröfuna um gagngerða endur- vakningu og endurnýjun á uppeldi þjóðarinnar i allra víðustu merkingu, leitl fram kröfuna um j)jóðlegt upp- eldi og tamningu. Oss er í þeim efn- um engin vorkunn. Vér eigum nógan grundvöll til þess að hyggja á. En uppeldinu her að haga þannig og allri menntun æskulýðsins, að þessi þjóð- legi menningararfur verði í raun og sannleika ástkær eign allra landsins barna, þeirra sem manndóm eiga og greind til þess að nema og mannast. \rér megum ekki una því lengur, sem sómasamlegum árangri af j)jóðar- uppeldi voru og skólanámi, að sæmi- lega gefnir unglingar, piltar og stúlk- ur, standi uppi fákunnandi, mállaus

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.