Samtíðin - 01.03.1949, Page 7
SAMTiÐIN
Marz 1949___Nr. 150___16. árg., 2. hefti
SAMTÍÐIN kemur mánaðarlega, nema í janúar og ágúst. Argjaldið er 20 kr. og greið-
ist fyriríram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er. Úrsögn er bundin við áramót.
Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason magister, simi 2526, pósthólf 75. Áskriftar-
gjöldum veitt mótlaka í verzluninni Bækur & ritföng hf., Austurstr. 1, Bókabúð Aust-
urbæjar, Laugaveg 34, og á Bræðraborgarstíg 29. Prentuð í Félagsprentsmiðjunni.
FRA HRDRNUN
ANN 24. jan. sl. átti eitt hið merkasta
félag, sem stofnað liefur verið hér á
landi, Náttúrulækningafélag ís-
1 a n d s, 10 ára afmæli. Þetta félag berst
fyrir þeirri hugsjón að bæta hcilsufar ís-
lenzku þjóðarinnar. Þetta göfuga markmið
félagsins á ekkert skylt við loftkastala.
Reynsla annarra stærri og reyndari þjóða
hefur sýnt, að það er hægt að vinna gegn
sjúkdómum og hrörnun með hollu matar-
æði og öðrum hollustuháttum. Slíkt á ekk-
ert skylt við kerlingabækur né krafta-
verk. Þess eins er krafizt, að menn brjóti
ekki í bág við þær reglur, sem móðir
náttúra hefur sjálf skapað okkur og miða
að því að tryggja hverjum manni góða
heilsu og þar með skilyrði til að verða
þjóð sinni að sem mestu gagni.
Brautryðjandi náttúrulækningastefnunn-
ar hér á landi er hinn gagnmerki læknir
Jónas Kristjánsson, og er hann forseti
NLFÍ. Jónas kynntist stefnunni í utanför-
um sínum til Ameríku og Mið-Evrópu, er
hann var héraðslæknir á Sauðárkróki.
Munu nú liðin rösklega 30 ár, síðan hann
boðaði hana fyrst norður þar. Árið 1938
sagði Jónas af sér embætti og fluttist til
Reykjavíkur til þess að geta unnið hug-
sjón sinni sem mest gagn. Með tilstyrk
nokkurra áhugamanna stofnaði hann svo
NLFÍ á fundi í Reykjavík 24. jan. 1939.
Sá dagur er merkur orðinn í menningar-
sögu fslendinga og mun þó æ merkari
verða talinn, eftir því sem tímar líða.
Það er í rauninni góðs viti, að NLFf
hefur átt fremur örðugt uppdráttar. Is-
lenzk reynsla sýnir, að því merkari fram-
faramál, sem um er að ræða, þeim mun
hatramlegri tregðu eiga þau einatt við að
TIL HEILSU
stríða hér á landi. Við erum ótrúlega dauf-
gerðir og vanafastir, íslendingar. Það vek-
ur því í raun og veru enga furðu, þótt
þjóðin hafi ekki í skjótri svipan skipað
sér dyggilegar undir merki þessa gagn-
merka félagsskapar, sem vill leiða hana
af óheillabraut óeðlilegrar óhollustu —
og þar af leiðandi sjúkdóma og hrörnun-
ar — til betri heilsu og aukinna afreka í
skjóli aukinnar heilsuverndar. Hitt vekur
allmikla furðu, að Jónas Kristjánsson
skuli vera eini íslenzki læknirinn, sem
enn hefur boðizt til baráttu undir merki
NLFÍ. Vitað er þó, að ýmsir af merkari
læknum landsins eru hlynntir skoðunum
félagsins, enda þótt til séu þeir menn í
læknastétt, sem veitzt hafa að félaginu og
ekki farið dult með andúð sína á því.
Hvað hefur NLFÍ gert sl. 10 ár? munu
ókunnugir spyrja. Það hefur haldið fjöl-
marga fræðslufundi að vetrarlagi, en geng-
izt fyrir grasa- og gönguferðum félags-
manna að sumarlagi. Það hefur gefið út
samtals 7 stórmerkar bækur, sem allar
fjalla um nauðsynlegar breytingar á hinu
varhugaverða núverandi mataræði og ó-
hollustudýrkun íslenzku þjóðarinnar í ým-
issi mynd og miða þar af leiðandi að aulc-
inni heilsuvernd. Það hefur um þriggja
ára skeið gefið út tímaritið „Heilsuvernd“
með margvíslegum leiðbeiningum um
aukna hollustu í lifnaðarháttum og hug-
vekjum um þau efni. Það hefur síðan 22.
júní 1944 rekið matstofu á Skálholtsstíg 7
í Reykjavík og unnið með henni braut-
ryðjendastarf í átt til stórbætts mataræðis.
Sumar aðrar matsölur hafa sýnt nokkra
viðleitni í þá átt að taka þessa matstofu
sér að fyrirmynd, og fjölmörg heimili hafa