Samtíðin - 01.03.1949, Síða 9

Samtíðin - 01.03.1949, Síða 9
SAMTÍÐIN o SÉRA Bjarni JÓNSSDN: K.F.U.M 50 ára SR. BJARNI JDNSSDN FDRM. K.F.U.M. | í K T E R “ himnaríki mustarðskorni er maður tók og sáði í akur sinn. Vissu- lega er það hverj u sáð- korni smærra, en þegar það er sprottið, er það stærra en jurtirnar og verður að tré, svo að fuglar him- insins koma og' hreiðra sig í grein- um þess. í ljósi þessara orða sé ég hálfrar aldar sögu K. F. U. M. í Reykjavík og annars staðar liér á landi, þar sem félag þetta hefur starfað. Must- arðskornið er orðið að stóru tré. Hingað til hæjarins kom stúdenl frá Kaupmannahöfn. Þar hafði hann dvalizt nokkur ár og eignazt dý ran fjársjóð, sem hefur ávaxtazt vel. Friðrik Friðriksson byrjaði nám sitt í Prestaskólanum 1897. Tók hann þá þegar að starfa að þvi áhugamáli, sem á Hafnarárunum hafði orðið honum hið hjartfólgn- asta mál. Fátækur var hann, en í flokki liinna fátæku, sem auðga marga. I litlu herbergi hélt liann fundi með nokkrum drengjum. Nú fyllast rúmgóðir salir af fagnandi æsku. Frækornið er orðið að tré, og margir eru þeir, sem hafa leitað skjóls undir greinum þess. Hve margir hafa sótt fundi í K. F. U. M. á liðnum 50 árum? Þeir, sem gengu inn í félagið 2. jan. 1899 og eru enn á lífi, eru nú á sjötugsaldri. Sjá þeir eftir því, að þeir voru í K. F. U, M. ? Allmargir þeirra voru nú á afmælisfundinum 2. jan. s.l., minnt- ust æskuáranna með fögnuði og játuðu, að heill hefði þeim hlotnazt, er þeir urðu K.F.U.M.-menn. Það mundi vanta fagran kapítula í sögu Reykjavíkur, ef félögin M. og K. hefðu aldrei verið stofnuð. Starfað hefur verið með hátíðargleði og fórnir bornar fram með ljúfu geði. Þetta starf hefur eklci sótt um styrk af almannafé, en glaðir gef- endur hafa með fögnuði stutt það starf, sem hefur veitt þeim blessun. Fyrst og fremst er starfið kristilegt. Það hefur sézt, að kristindómurinn er hið sterkasta aðdráttarafl. Þar hafa ungir menn átt fagnaðarríkar gleðistundir, þó að aldrei hafi þar verið dansleikir haldnir. En þar liefur verið iðandi lífsfjör, því að hið kristilega félag var félag ungra manna. Þar hefur verið hin lieil- brigða æskugleði h}rggð á kristinni trú. Þetta á að fara saman: að vera vakandi, standa stöðugir í trúnni og vera karlmannlegir og styrkir. Þess vegna er öllu leiðinlegu og drungalegu úthýst, en dyrnar opn-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.