Samtíðin - 01.03.1949, Síða 10

Samtíðin - 01.03.1949, Síða 10
G SAMTÍÐIN Cju ím unclóó on glímukappi Islands. Hann vann Ármannsskjöldinn í annað sinn 1. febr. s. 1. Guðmundur er ifæddur að Núpi í Vestur-Eyja- fjallahreppi 9. sept. 1923 og er því 25 ára. Hann byrjaði 9 ára gamall að glíma, fór 17 ára gamall í Iþróttaskólann í Haukadal, cn hef- ur um 4 undanfarin ár æft glimu hjá Glímufélaginu Ármanni. Fundur Vínlands Sífellt á Grænlandi sveima sagnir af vestrænum löndum. Enn þá fer ýmsa að dreyma auðsæld á blómlegum ströndum. Vesturför vilja þeir geyma vori, er senn fer að höndum. Illviðri halda þeim heima. Hafís er þétt upp að söndum. Vortíðin, blessuð af bændum, bregður til suðrænna vinda. Sólfar og sumar í vændum samtaka velgengni mynda. Farmenn til ferða sig tygja, fundnir að hugprýði mestri, loksins, að landinu nýja, leitina hefja í vestri. Ofsar þeim erfiði baka, yfir þeim vakir þó náðin. Stórbrotnu stormarnir taka stundum af mönnunum ráðin. Hafís og heldimmar þokur hættur að skipinu draga. Andstæðar illviðris-rokur erta þá nætur og daga. Löðrið á söxunum sýður, siglt er í dirfskunnar nafni. Húmský af himninum líður. Hrópað er: „Land fyrir statni!“ Garpur við stjórnvölinn stendur, stilltur, en jafnoki tveggja. Gestrisnir geislar á strendur guðvefinn dýrmæta leggja. Frjálsborinn athafna-andi, aflgjafi sóknar og keppni, sigrar. Nú leggur að landi Leifur Eiríksson heppni. Allir hans ágæti róma. Áfangans táhnun er hrundið. Vesturheims víðáttur Ijóma. Vínland hið góða er fundið.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.