Samtíðin - 01.03.1949, Side 13

Samtíðin - 01.03.1949, Side 13
SAMTÍÐIN 9 ast um Norðurlönd rækta megnið af'sínum beztu túnum á þann hátt að sá blöndu af rauðsmára og vall- arfoxgrasi — Timothy. — Vér ráð- um ekki við raúðsmárann, en Tim- othy vex liér með ágætum. Hinir nýjustu stofnar af því, sem varla ha'fa verið reyndir hér á landi, gefa feikna eftirtekju, ef jörð er í rækt- un og vel á borið. Og það er betra fóður en taða eins og hún gengur og gerist. Þetta liefir verið reynt, og hví ekki að nota þá reynslu. Sá Timothy einvörðungu eða blöndu af Timothy og axhnoðapunkti. Bændur þurfa að eignast túnakra, slá vellandi hávaxið gras i 5—10 ár, þá tekur hinn íslenzki túngróð- ur við, þegjandi og þrautalaust, það er að segja, ef bóndinn er þá ekld orðinn svo einbeittur, að hann plægir á nýjan leik og unir engu öðru en ræktun og ræktaðri upp- skeru. Bændur, það er kominn tími til að hætta að hjakka í söniu spor- um við sáðslétturæklunina, við vantrú á eigin gjörðir. Þér eigið að hætta að sá einni og sömu blöndu í hvaða jörð og hvaða flög sem er. Þér eigið að velja yður fræ eftir ástæðum. Þér eigið að veita yður þá ánægju að sjá afrek handa yð- ar og vaða grasið i mitti. Enn stönd- um vér við þröskuld þeirra mögu- leika, sem móðurmoldin leyfir oss að gera að veruleika. Það er kom- inn tími til að stiga yfir þröskukl- inn. í Noregi er komizt þannig að orði um þá hluti i búskapnum, sem illa reynast og arðlitlir eru, að það verði ekkert „langhey“ úr þvi. Orða- lagið lýsir trú bændanna á sáðgresi og sáðsléttur samanborið við liinn lága blendna gróður gömlu tún- anna. íslenzkum bændum veitir ekkert af því að fara að eignast „langhey“, að vinna sigra í ræktun- inni. Moldin leyfir það, þekking bændanna og vilji á líka að leyfa, að slík spor séu stigin, i stað þess að þumbast gengna götutroðninga. Timothy-akrarnir með 60—80 hesta töðufalli a'f lia eiga að verða jafn sjálfsagðir á næstu árum og beðasléttur voru um siðustu alda- mót. Þá bænagjörð ræktunar ber að stunda. Þá Guðs blessun á enginn góður bóndi að neyta sér um lengur. Frúin (við óvenjnlega ófriðan mann): ,,En livað það er yndisleyt, að þér skuluð ætla að dansa við mig; þér eruð nefnilega eini maðurinn, sem karlinn minn er ekki vitund afhrýðissamur við.“ „Er miðstöð í húsinu, sem þú býrð í?“ „Ég veit það ekki, ég bý á hana- bjálkanum." Ef þér óskið að eignast allt það, sem til er af eldri árgöngum „Samtíðarinnar'*, samtals nokkuð á fimmta þúsund bls., þá sendið henni 150 kr. og yður mun verða sent þetta fjölbreytta lesmál tafarlaust burðargjaldsfrítt, livert á land sem er. Utanáskrift: „Samtíðin“, pósthólf 75, Reykjavík.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.